13.11.2008 | 13:10
Sinfóníu tónleikar
Skrítið hvernig atburðarrás lífsins getur verið. Stundum þegar okkur finnst allt ganga á afturfótunum og allt mjög öfugsnúið er eins og dyr opnist sem við annars hefðum ekki tekið eftir og jafnvel stærri og betri tækifæri blasa við okkur.
Hann Erik minn er búin að vera í einka fiðlutímum frá því hann var 11 ára og síðan hefur hann spilaði með sinfóníuhljómsveit barnaskólans og síðan með gagnfræðaskólanum. Lengst af var hann með sama einkakennarann en í fyrra þurfti hann að skipta um kennara þar sem kennarinn hætti að taka í einkatíma vegna anna. Kennarinn sem okkur var bent á reyndist ekki vel. Þegar nýtt skólaár byrjaði sl. haust áttuðum við okkur á því að það var ekki mögulegt fyrir hann að spila lengur með skólahljómsveitinni því þýsku tímarnir hans stönguðust á við æfingartíma hljómsveitarinnar. Þetta voru mikil vonbrigði, hvorki hægt að spila með skólahljómsveitinni og engin einkakennari. Sjálfur var hann mjög ergilegur og ég gat ekki hugsað mér að láta 5 ára nám enda svona. Það var mikið basl og vesen að finna annan kennara. Skólaárið byrjað og yfirfullt hjá öllum kennurum. Mér var það mikið í mun að hann skildi fá að halda áfram að spila svo kunnáttan dytti ekki niður. Ég hafði samband við sinfóníuhljómsveit bæjarins okkar og Erik var boðið að taka inntökupróf og hananú komst inn. Þá var hálfur sigurinn unnin. Kona sem ég þekkti sem er í sinfóníunni gaf mér nafn á kunningjakonu sinni sem tekur nemendur heim til sín í tíma. 'Eg hafði samband og hún bauð okkur að koma í viðtal. Hún talaði heillengi við Erik, vildi ma. fá að vita hvað hann ætlaðist til að fá út úr tímunum, hver framtíðaráform hans væru og framvegis. Síðan lét hún hann leika á fiðluna og bauð hann velkomin. Þetta var nú aldeilis mikill léttir. Sl. laugardagskvöld lék hann síðan sína fyrstu tónleika með sinfóníuhljómsveit bæjarins undir stjórn James Villani. Einleikari á tónleikunum var Suður Aferíski lágfiðluleikarinn Heleen Du Plessis. Tónleikarnir voru haldnir í stórri Methótista kirkju hér í bæ og var fullt hús. Minn ungi herra var eitt bros frá eira til eira eftir tónleikana. Yngsti hljómlistamaðurinn í hópi fullorðinna. Frábært hjá honum og góð lífsreynsla. Ég læt nokkrar myndir fylgja með hér til hliðar.
Svo vildi svo skemmtilega til að vinkona mín hún Katharine Nace var með málverkasýningu við inngang kirkjunnar þetta sama kvöld svo ég varð að smella einni mynd með. Hún stendur fyrir miðri myndinni.
Um bloggið
Hitt og þetta
Nýjustu færslur
- 1.1.2012 Ísold Ylfa nýjasta stjarnan
- 7.9.2011 Gott að fá samkeppni
- 4.1.2011 Íslandsvinur?
- 9.12.2010 Ósvífnir óþokkar
- 11.11.2010 Ekki felldi ég karlinn minn....
- 25.10.2010 Jafnrétti ?
- 17.10.2010 Trú og glaðlyndi
- 14.10.2010 Dagurinn sem heimurinn stóð kyrr.
- 26.8.2010 áhrif lyfja?
- 17.8.2010 Og hvað ætlar Icelandair að gera?
- 6.8.2010 Af hverju NY?
- 5.8.2010 Bíll fyrir blinda
- 12.11.2009 Fólk þarf að gera sér grein fyrir hversu alvarlegt þetta er.
- 3.6.2009 haga sér eins og óþekk smábörn
- 19.4.2009 Ekki má gleyma skotárásinni í Va.Tech og nýlega var nemandi ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með strákinn. Flott hjá honum. Hann tekur sig vel út á myndunum.
Sé ég þig á basarnum á laugardaginn?
Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 14.11.2008 kl. 04:50
Hjartans þakkir. Já endilega að hittast. Ég var að vonast til að vera þarna ekki seinna en um hádegið ef ég get drifið liðið á lappir Ertu með far? Ég hef samband við þig seinna í dag.
Erna Hákonardóttir Pomrenke, 14.11.2008 kl. 11:18
Jú, ég fæ far og verð komin fyrir opnun í fyrramálið.
Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 14.11.2008 kl. 22:26
Innilegar hamingjuóskir með soninn. Yndisleg tilfinning.
Sólveig Hannesdóttir, 18.11.2008 kl. 17:43
Takk Sólveig mín. Alltaf gaman þegar vel gengur.
Erna Hákonardóttir Pomrenke, 18.11.2008 kl. 19:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.