17.11.2008 | 17:10
Jóla basaar í Washington D.C.
Íslendingafélagið í Washington D.C. hélt sinn árlega "Holiday Bazaar" sl. laugardag. Þetta er mikill tilhlökkunar viðburður sem flestir Íslendingar á svæðinu reyna að missa ekki af enda oft eini sénsinn að kaupa sér íslenskar matvörur, sælgæti og ullarvörur. Eldhús dívurnar voru með girnilegt snittubrauð, brauðtertur og pönnsur í sölu og hvað er betra en að fá tækifæri til að setjast niður með landanum yfir kaffibolla og rjómapönnsu eins og td henni Ólöfu blogg vinkonu sem var einnig mætt á staðinn. Sjálf fékk ég mér sneið af hangikjötsbrauði og brauðtertusneið, hef ekki hugmynd um hvað maðurinn minn fékk sér því ég var alltof upptekin af brauðtertunni minni. Keypti síðan poka fullan af kleinum, lakkrís, og rúgbrauði sem hún Peta bakaði fyrir okkur. Ég saknaði þess að fá ekki Rís súkkulaði stengur sem áttu að fara með í jólapakkana. Á leiðinni heim stoppuðum við í Whole Foods og keyptum nokkur stikki af íslensku smjöri, skyri og Síríus bökunnar súkkulaði.
Það vill svo skemmtilega til að Today show á NBC er með Íslands kynningu þessa viku. Það sem ég hef séð hefur Al Roaker verið með sérstaklega fróðlegt og jákvætt efni um Ísland. Hér eru nokkrar myndir og fleiri hér til hliðar. http://today.msnbc.msn.com/id/26184891/vp/27765494#27765494
http://today.msnbc.msn.com/id/26184891/vp/27765494#27767282
Um bloggið
Hitt og þetta
Nýjustu færslur
- 1.1.2012 Ísold Ylfa nýjasta stjarnan
- 7.9.2011 Gott að fá samkeppni
- 4.1.2011 Íslandsvinur?
- 9.12.2010 Ósvífnir óþokkar
- 11.11.2010 Ekki felldi ég karlinn minn....
- 25.10.2010 Jafnrétti ?
- 17.10.2010 Trú og glaðlyndi
- 14.10.2010 Dagurinn sem heimurinn stóð kyrr.
- 26.8.2010 áhrif lyfja?
- 17.8.2010 Og hvað ætlar Icelandair að gera?
- 6.8.2010 Af hverju NY?
- 5.8.2010 Bíll fyrir blinda
- 12.11.2009 Fólk þarf að gera sér grein fyrir hversu alvarlegt þetta er.
- 3.6.2009 haga sér eins og óþekk smábörn
- 19.4.2009 Ekki má gleyma skotárásinni í Va.Tech og nýlega var nemandi ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jeminn hvað ég kannast við þennan mataráhuga fólks þegar það er annarsstaðar er heima. Það er alltaf þyngri taskan mín til dætra minna en frá. Oft einmitt það sem þú ert að nefna, lakkrís, kleinur og flatkökur En það er ábyggilega gaman að Jólabasarnum. Gott að halda þjóðarvitundinni í hjartanu.
Sólveig Hannesdóttir, 18.11.2008 kl. 17:41
Já er það ekki. Áður en reglurnar um vökva í handfarangri fór að vera svona strangar, var ég að rogast með kippu af stórum maltöls dósum í handtöskunni þegar ég fór aftur út0. Gat ekki hugsað mér að halda jól án öls og hangikjöts. Nú vesenast þeir út af skyri og hverju sem er. Það jafnast ekkert á við íslenskan mat og sælgæti.
Erna Hákonardóttir Pomrenke, 18.11.2008 kl. 19:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.