Ekki byrja allir lífið jafnt.

Eins og mér er vant fór ég upp á spítala í gær og tók myndir af nýburunum sem voru að fara heim og gekk síðan inn á herbergi til mæðranna sem áttu að fara heim í dag og leiðbeindi þeim með hvaða eyðublöð ættu að vera tilbúin fyrir morguninn. Ég veitti því athygli að í einu herberginu sat "vinkona" í stól við hlið rúm móðurinnar. "Vinkonan" var klædd þykkum svörtum jakka með loðkraga og var búin að breiða teppi yfir sig næstum upp að herðum.  Snemma í morgun þegar ég gekk inn í sama herbergi til að sækja barnið og undirbúa fyrir myndatöku sat vinkonan enn í stólnum og virtist ekki hafa hreyft sig nema að nú lá teppið aðeins yfir fótleggjunum og skein í lögregluskjöld á hægra brjóstinu.  Mér varð ljóst að móðirin var undir gæzlu lögreglu. Hún bað mig um að bíða með myndatökuna því fötin sem barnið átti að klæðast voru á leiðinni. Henni var mikið í mun um að fá að klæða barnið sitt sjálf heldur en að láta okkur klæða það. Ég skildi að þetta var sennilega í eina skiptið sem hún fékk að klæða drenginn sinn. Ég dró að fara aftur inn til hennar til að gefa henni meiri tíma með barninu. Síðan bað hún um hvort hægt væri að reyna að hafa augun opin því hana langaði til að geta horft í augun á honum. Guð veit hvað við reyndum að vekja barnið en hann var algerlega "out". Búin að fá volga mjólk og svaf vært. Væri svo ekkert hissa á því að það væru eftirstöðvar af eiturlyfjum í barninu. Barnið var síðan sótt af eldri svertingja hjónum svo það var augljóst að hann var sendur í fóstur (þar sem móðirin var hvít og hjónin gátu því ekki verið amman og afinn)og móðirin var leidd út í kuldann í lögreglufylgd og sennilega beint í steininn.  Eina sem hún hafði í fórum sínum voru minningarnar og myndirnar af barninu sem ég gaf henni. Þetta var einkvað svo trist og átakanlegt. Móðirin hálfgerður aumingi og lítil framtíð fyrir barnið. Börn sem eru send í fóstur ganga oft á milli heimila þar til þau eru nógu gömul til að sleppa þeim lausum á götuna. Börn sem engin vill.  Ég bað móðurina að fara vel með sig og óskaði henni velgengis.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

ósköp er þetta átakanlegt, en líka góð áminning um að það hafa það ekki allir jafn gott og maður sjálfur. Takk fyrir að deila þessu

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 2.12.2008 kl. 21:45

2 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Elín, já maður má svo sannarlega vera þakklátur. Móðirin hefur sennilega sjálf hafið sinn lífsins gang með erfið spil í hendi. Óæskilegur félagsskapur og eiturlyf síðan rústað lífinu.

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 3.12.2008 kl. 00:31

3 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Sorglegt.

Sólveig Hannesdóttir, 3.12.2008 kl. 23:30

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

'átakanleg saga og ekki einsdæmi/Lifið er dýrt og dauðin er þess borgun ,við drekum i dag og iðrumtum á  morgun,segir máltækið,en svo fyrirfinnst ennþá því miður/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 4.12.2008 kl. 05:07

5 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Því miður er lífið lítils virði hjá sumum og sorglegt hvað ábyrgðarlaus hegðun bitnar á saklausum börnunum

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 4.12.2008 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Erna Hákonardóttir Pomrenke
Erna Hákonardóttir Pomrenke

Þögull heili er byrjunin á dauðanum

ernahp@gmail.com

Nýjustu myndir

  • 100_1104
  • 100_1079
  • article-1109082-02FD57B3000005DC-983 468x310 popup
  • rauðkál, kartöflur og baunir átti eftir að láta sjá sig
  • 100_0952
  • Ekki má gleyma piparkökunum
  • 100 0951
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband