Öngþveiti

Þá er stóri dagurinn runnin upp, dagur sem margir hafa beðið með mikilli eftirvæntingu. Öryggisgæslan er gífurleg. Barnakerrur og vagnar eru bannaðir, kælikistur fyrir nesti eru bannaðar, regnhlífar eru bannaðar, stórar töskur eru ekki leyfðar og öll umferð inn í borgina frá Virginíufylki verið bönnuð. Allar brýr eru lokaðar nema fyrir fótgangandi umferð. Fólk hefur verið hvatt til að leggja bílunum sínum og nota Metro lestarkerfið. Á aðeins tveim klukkustundum frá því að Metro opnaði kl.4 í morgun og fram til kl.6 í morgun höfðu yfir hundrað þúsund manns ferðast inn í borgina. Rétt fyrir kl.8 hafði sú tala meir en tvöfaldast. Á sama tíma komu þær fréttir að margar af endastöðvunum hefði verið lokað vegna þess að bílageymslurnar væru yfirfullar. Þeir sem eru ekki á endastöðvum standa  upp á pöllunum og sjá troðfullar lestarnar bruna framhjá  án þess að stoppa.

Fólk tók að skilja bíla sína eftir við aðliggjandi götur og í nánd við lestarstöðvarnar og nú er verið að sekta og draga bíla í burtu í gríð og erg. Vinkona mín er með miða á innsetningar hátíðarathöfnina sem hefst kl.12 að staðartíma. Ég vona bara svo innilega að hún hafi farið af stað eldsnemma því ekki veit ég hvar hún ætlar að skilja bílinn sinn eftir né brjóta sér leið í gegnum mannhafið þarna niðurfrá.

Síðan verður það önnur martröðin að reyna að komast aftur heim þegar hundruð þúsunda manns flykkist í einni bunu að lestunum. Úff, held ég hiti mér nú bara kaffi og kíki á þetta í sjónvarpinu.

"The Beast" Limmósínan hans Obama er svo önnur saga. Mig langar að benda á fróðlega grein um bílinn hérna á  http://www.dailymail.co.uk/news/worldnews/article-1109082/The-Obamamobile-New-presidential-limo-unveiled--withstand-rocket-chemical-attacks.html?ITO=1490

 

article-1109082-02FD57B3000005DC-983_468x310_popup

 


mbl.is Eftirvænting í Washington
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Það hljóta að vera spennandi tímar í USA núna.

Sólveig Hannesdóttir, 21.1.2009 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Erna Hákonardóttir Pomrenke
Erna Hákonardóttir Pomrenke

Þögull heili er byrjunin á dauðanum

ernahp@gmail.com

Nýjustu myndir

  • 100_1104
  • 100_1079
  • article-1109082-02FD57B3000005DC-983 468x310 popup
  • rauðkál, kartöflur og baunir átti eftir að láta sjá sig
  • 100_0952
  • Ekki má gleyma piparkökunum
  • 100 0951
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband