21.3.2009 | 13:16
Og þá fór smjörið
Má búast við að ferðum mínum í Whole Foods fækki stórlega fyrst smjörið er ekki lengur á boðstólnum. Annað sem ég sótti í Whole Foods var íslenskt skyr, Síríus súkkulaði og mig minnir að ég hafi fengið íslenskan gráð ost frá þeim. Þeir hafa einnig verið með íslenskt lambakjöt og fisk, en ég sæki mitt annað. Whole Foods er ágæt verslun með góðar vörur en frekar dýr og án íslenska matsins hef ég ekki mikla þörf á að eltast við þá.
Wegmans hefur sótt mikið á og gaman að koma þar inn. Þeir eru með gott úrval af "organic" grænmeti og mjólkur afurðum. Einnig mjög gott úrval af fisk og tilbúnum mat, bæði til að borða á staðnum og taka með heim. Miðað við glæsileika verslunarinnar kemur verðið manni þægilega á óvart. Ef við gætum fengið íslenskar matvörur í Wegmans held ég að það yrði öllum til góða.
![]() |
Hætta að kynna íslenskar vörur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hitt og þetta
Nýjustu færslur
- 1.1.2012 Ísold Ylfa nýjasta stjarnan
- 7.9.2011 Gott að fá samkeppni
- 4.1.2011 Íslandsvinur?
- 9.12.2010 Ósvífnir óþokkar
- 11.11.2010 Ekki felldi ég karlinn minn....
- 25.10.2010 Jafnrétti ?
- 17.10.2010 Trú og glaðlyndi
- 14.10.2010 Dagurinn sem heimurinn stóð kyrr.
- 26.8.2010 áhrif lyfja?
- 17.8.2010 Og hvað ætlar Icelandair að gera?
- 6.8.2010 Af hverju NY?
- 5.8.2010 Bíll fyrir blinda
- 12.11.2009 Fólk þarf að gera sér grein fyrir hversu alvarlegt þetta er.
- 3.6.2009 haga sér eins og óþekk smábörn
- 19.4.2009 Ekki má gleyma skotárásinni í Va.Tech og nýlega var nemandi ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 61
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vantanlega ætti þetta ekki að hafa nein áhrif á ferðir þínar í WFM. Smjörið og annað sem ekki tengist hvalveiðum (þá væntanlega allt nema hvalkjöt) verður áfram á booðstólnum í verslunum, það er bara verið að minnka kynningar á íslenskum vörum hjá WFM eins og niðurlag fréttarinnar segir til um. Það vona ég alla vegana.
Fólk kaupir Sony Playstation og er ekkert að spá í að þar fer hvalveiðiþjóð.....
B Ewing, 21.3.2009 kl. 13:29
Gleðilegt að heyra þetta.
Erna Hákonardóttir Pomrenke, 21.3.2009 kl. 13:34
Hefur Whole Foods nokkurn tíma selt íslenskar vörur sem tengjast hvalveiðum? Afgreiðslufólk hefur haft á orði við mig að mikið sé keypt af íslensku vörunum og þær séu afbragð. Mig grunar nú að álíka margir viðskiptavinir og hafa andúð á hvalveiðum yrðu óánægðir er hætt yrði að selja íslensku vörurnar.
Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 21.3.2009 kl. 13:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.