Nemenda fjöldamorðin í Va.Tech háskólanum þann16 apríl 2007 eru þau verstu í sögu Bandaríkjanna og gleymast seint. Dóttir okkar hafði sótt um skólavist í Va.Tech og við vorum þarna á kynningar helgi fyrir nýja nemendur og fjölskyldur þeirra. Ein af byggingunum sem við áttum að heimsækja var "lokuð" en við heyrðum seinna að það hafi verið vegna sprengju hótanna. Við vorum rétt komin heim þegar fréttir tóku að berast um hryllings verkið. Fyrst tveir nemendur skotnir til bana í heimavistinni en sú tala átti eftir að hækka. Nokkru seinna tóku þær fréttir að berast um að ráðist hafi verið inn í kennslustofu. Í lokin höfðu 32 nemendur látið lífið. Fjöldin allur lá særður. Byssumaðurinn sem var nemandi frá Suður Kóreu tók eigið líf. Hann hafði átt við sálræn vandamál að stríða og lögum hefur verið breytt eftir þetta atvik í sambandi við sölu á skotvopnum. Ég get ekki lýst þeirri tilfinningu og óhug sem heltók mig. Við reyndum að komast hjá því að hlusta á fréttirnar til að skapa ekki kvíða og ótta hjá dóttur okkar sem átti að hefja nám næsta haust. Hugguðum okkur við það að svona gæti ekki endur tekið sig á sama stað. Má lesa meir um þetta hér
Sl. 21 janúar hringir dóttir okkar heim og segir að nemendum hafi verið sent skilaboð um að nemandi hafi verið stunginn til bana á kaffistofu í "Graduate Life Center" og allir beðnir um að halda kyrru fyrir og fara ekki út. Nemandinn var ung stúlka frá Kína sem hóf nám í skólanum í byrjun janúar. Hún hafði kynnst öðrum nemenda frá Kína (karlmanni) en hann hóf nám í doktorsnámi sl. haust. Þegar atburðurinn átti sér stað sátu í bakaríi í nemendasalnum, ekkert rifrildi eða slíkt og án viðvörunnar dró hann upp eldhús hníf og skar af henni höfuðið fyrir framan hóp af nemendum. Sem betur kom lögreglan fljótt á staðinn og maðurinn handtekin áður en enn verra hlaust af. Manni flökrar við að heyra svona hilling. Meir um þetta hér
Það eru 28.000 nemendur í Va.Tech sem er jafnframt fjölmennasti háskóli í Virginíu fylki. þar af er 16% minnihlutahópur (svertingjar, Asíubúar og erlendir nemendur). Um 30% af nemendunum búa á heimavistinni tveir í hverju herbergi sem ég lýsi eins og kústaskáp. Nemendurnir koma frá mismunandi heimilis aðstæðum og eiga mismunandi feril að baki. Í svona stórum hóp má búast við misjafnri geðheilsu nemenda og ekki á það bætandi að þurfa að búa við þessi þrengsli sem þeir þurfa daglega að horfast í augu við.
Dóttirin er hálfnuð með námið og mikið verðum við fegin þegar hún útskrifast.
Eru viðbúnir skotárásum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hitt og þetta
Nýjustu færslur
- 1.1.2012 Ísold Ylfa nýjasta stjarnan
- 7.9.2011 Gott að fá samkeppni
- 4.1.2011 Íslandsvinur?
- 9.12.2010 Ósvífnir óþokkar
- 11.11.2010 Ekki felldi ég karlinn minn....
- 25.10.2010 Jafnrétti ?
- 17.10.2010 Trú og glaðlyndi
- 14.10.2010 Dagurinn sem heimurinn stóð kyrr.
- 26.8.2010 áhrif lyfja?
- 17.8.2010 Og hvað ætlar Icelandair að gera?
- 6.8.2010 Af hverju NY?
- 5.8.2010 Bíll fyrir blinda
- 12.11.2009 Fólk þarf að gera sér grein fyrir hversu alvarlegt þetta er.
- 3.6.2009 haga sér eins og óþekk smábörn
- 19.4.2009 Ekki má gleyma skotárásinni í Va.Tech og nýlega var nemandi ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman að heira frá þér þó tilefnið sé ekki skemmtielgt/Kveðja og góðar óskir /Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 20.4.2009 kl. 16:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.