lasinn læknir en bloggvinur bætti daginn

Í morgun ók ég niður á Georgetown University Hospital þar sem ég þarf að mæta til skurðlæknisins míns á 6 mánaða fresti í eftirlitsskoðun. Þegar þangað er komið er biðstofan sneisafull af fólki. Ég geng upp að afgreiðsluborðinu og innrita mig og þá segir ritarinn að Doktorinn minn sé á eftir áætlun og hvort mér væri sama þó ég sæi einhvern annan lækni. Síðan bætir hún við að doktorinn hafi  veikst og liggi fyrir, en ætli að fara heimleiðis þegar svimi líði hjá. Ég varð að bíta í það súra eppli því hvað er annað hægt að gera?  Ekki ætla ég að fara að láta líða yfir doktorinn. Ég var búin að panta þennan tíma fyrir 3 mánuðum en læknar eiga það til að veikjast eins og við hin. Reyndar alveg merkilegt að þeir skuli ekki vera sílasnir þar sem þeir eru daglega innan um alla þessa vesalings sjúklinga. Ég sá síðan staðgengil læknisins míns sem var ung og falleg kona. Hún vildi fá mig aftur eftir 3 mánuði eftir að ég hef farið í mammogram (brjóstaexray). Ekki get ég kvartað yfir því að ekki sé fylgst vel með mér þarna á Georgetown. Allt til fyrirmyndar á þeim bæ.

Eftir að búið var að ganga frá öllu á Georgetown og panta tíma fyrir næstu heimsókn brá ég mér yfir til hennar Ólafar bloggvinkonu minnar sem er guðfræðinemi í Washington D.C. Hentar mjög vel að fara til hennar frá Georgetown. Heimsóknin var sérstaklega ánægjuleg og gaman að kynnast Ólöfu. Hér er mynd af okkur bloggvinkonunum.

100_0673


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Til hamingju með góða skoðun. Gott að vita að menn eru að standa sig þarna úti þó heilbrigðiskerfið sér erfitt og mismunar mörgum.

Hjartans þakkir fyrir tölvuskeytin um daginn, er ekki búin að gleyma því að svara, einungis smá tafir

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 29.9.2008 kl. 23:09

2 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Það er gott að hafa góða lækna til að láta fylgjast með sér. Ég þekki það af eigin raun, þar sem ég hef verið háð reglulegu eftirliti í 40 ár. Við meigum samt ekki gleyma því að læknarnir eru þarna fyrir okkur, því ef við værum ekki veik, væri að sjálfsögðu engin læknir til.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 30.9.2008 kl. 00:17

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Sæt mynd af ykkur bloggvinkonunum, og gott að Georgetown er ekki bara fallegt hverfi heldur líka svona gott. Fegin að heyra að það er hugsað svona vel um þig.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 30.9.2008 kl. 02:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Erna Hákonardóttir Pomrenke
Erna Hákonardóttir Pomrenke

Þögull heili er byrjunin á dauðanum

ernahp@gmail.com

Nýjustu myndir

  • 100_1104
  • 100_1079
  • article-1109082-02FD57B3000005DC-983 468x310 popup
  • rauðkál, kartöflur og baunir átti eftir að láta sjá sig
  • 100_0952
  • Ekki má gleyma piparkökunum
  • 100 0951
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 32857

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband