28.1.2009 | 14:23
Fyrsti snjórinn
Frétt dagsins í gær var að fyrsti snjórinn féll á Washington D.C og svæðið hér í kring. Ótrúlegt hvað smá snjókoma getur ollið miklum usla hérna. Venjulega er gatnamálastjóri hér í Norðurhluta Virginíu mjög fljótur að taka við sér áður en snjórinn lætur sjá sig. Stórir pallbílar fullir af salti sitja oft klukkutímunum saman við hraðbrautirnar og bíða eftir fyrsta snjókorninu. Ég hef oft furðað mig á þessari bensín eyðslu. Sama er með bæinn minn. Götur eru ruddar samstundis og borið á þær þannig að snjórinn nái ekki að festast. Þrátt fyrir allan þennan viðbúnað eru skólarnir fljótir að taka þá ákvörðun að fella niður kennslu, sennilega vegna hræðslu við skaðabótamál. Mjög stór hópur barna ferðast til og frá skóla með skóla rútum (varla hægt að segja að við eigum almennings vagna hér í bæ) og stór hópur gagnfræðaskóla nema er á eigin bílum. (rúmlega 1.800 gagnfræðaskóla nemar undir sama þaki)
Einkvað fór úrskeiðið í gær. Þegar við vöknuðum voru alla götur óruddar, kennslu hafði ekki verið frestað. Það var eins og heimurinn hafi sofnað á vaktinni. Strákurinn minn er búin að vera að keyra frá því í haust svo ég lét til leiðast og leifði honum að fara á bílnum í skólann. All í fyrsta sinn, ekki satt? Gott að ég gerði mér ekki grein fyrir mikilli hálku fyrr en ég þurfti að fara út stuttu seinna sem átti síðan eftir að versna með morgninum. Ég fór að efa ákvörðun mína og berja mig fyrir að hafa ekki látið hann æfa sig í snjó áður. Hvað ef.... Það er ekki alltaf auðvelt að sleppa verndarvængnum yfir ungunum okkar. Þegar sonurinn kom heim úr skólanum seinna um morguninn í flughálku ljómaði hann af stolti og engin efi að sjálfsálitið óx heilan helling við þetta.
Í morgun vöknuðum við við klakalag yfir öllu. Hef á tilfinningunni að of margir foreldrar hafi fengið góðan skemmt af skrekk í gær og í dag eru allir skólar lokaðir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.1.2009 | 15:19
skúffu kaka til að lífga upp á sálina
Þessi er bæði auðveld og meistaralega góð.
1 dós pæfylling td kirsuber (cherry)
1 dós 15oz marin ananas (ekki nota safann)
1 pakki þurrt gult kökumix
175gr. smjör (eða 1 1/2 stick)
1 bolli saxaðar hnetur (pecans)
Dreifið pæfyllingunni yfir botninn á 13x9
Setjið ananasinn ofaná. Hellið þurru kökumixinu yfir ananasinn.
Bræðið smjörið og hellið yfir kökuna. Dreifið söxuðum hnetunum yfir.
Bakist í 30 mín. við 175°C eða 350°F eða þar til kakan er gullbrún.
Berið kökuna fram volga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.1.2009 | 22:13
Flott í tauinu

![]() |
Klæðnaður Michelle Obama umdeildur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.1.2009 | 14:16
Öngþveiti
Þá er stóri dagurinn runnin upp, dagur sem margir hafa beðið með mikilli eftirvæntingu. Öryggisgæslan er gífurleg. Barnakerrur og vagnar eru bannaðir, kælikistur fyrir nesti eru bannaðar, regnhlífar eru bannaðar, stórar töskur eru ekki leyfðar og öll umferð inn í borgina frá Virginíufylki verið bönnuð. Allar brýr eru lokaðar nema fyrir fótgangandi umferð. Fólk hefur verið hvatt til að leggja bílunum sínum og nota Metro lestarkerfið. Á aðeins tveim klukkustundum frá því að Metro opnaði kl.4 í morgun og fram til kl.6 í morgun höfðu yfir hundrað þúsund manns ferðast inn í borgina. Rétt fyrir kl.8 hafði sú tala meir en tvöfaldast. Á sama tíma komu þær fréttir að margar af endastöðvunum hefði verið lokað vegna þess að bílageymslurnar væru yfirfullar. Þeir sem eru ekki á endastöðvum standa upp á pöllunum og sjá troðfullar lestarnar bruna framhjá án þess að stoppa.
Fólk tók að skilja bíla sína eftir við aðliggjandi götur og í nánd við lestarstöðvarnar og nú er verið að sekta og draga bíla í burtu í gríð og erg. Vinkona mín er með miða á innsetningar hátíðarathöfnina sem hefst kl.12 að staðartíma. Ég vona bara svo innilega að hún hafi farið af stað eldsnemma því ekki veit ég hvar hún ætlar að skilja bílinn sinn eftir né brjóta sér leið í gegnum mannhafið þarna niðurfrá.
Síðan verður það önnur martröðin að reyna að komast aftur heim þegar hundruð þúsunda manns flykkist í einni bunu að lestunum. Úff, held ég hiti mér nú bara kaffi og kíki á þetta í sjónvarpinu.
"The Beast" Limmósínan hans Obama er svo önnur saga. Mig langar að benda á fróðlega grein um bílinn hérna á http://www.dailymail.co.uk/news/worldnews/article-1109082/The-Obamamobile-New-presidential-limo-unveiled--withstand-rocket-chemical-attacks.html?ITO=1490
![]() |
Eftirvænting í Washington |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.1.2009 | 02:58
Sástu góða mynd um Jólin?
Það eru margar góðar bíómyndir í kvikmyndahúsunum þessa dagana, allavegana hérna úti. The Curious Case of Benjamin Button (Brad Pitt og Cate Blancett í aðalhlutverkum) er sennilega besta verk sem Brad Pitt hefur skila. Myndin er um dreng sem fæðist með hrörnunarsjúkdóm og lýtur út eins og gamalmenni en yngist upp með árunum. Mér var sagt að myndin hafi verið mjög góð, en því miður var ég hrikalega þreytt þegar ég sá myndina og átti erfitt með að halda mér vakandi og naut því myndarinnar ekki sem skyldi. Held ég hafi meir að segja dottað á kafla. Svolítð neiðarlegt að það sé ekki hægt að fara með frúna í bíó eftir kl. 9
Slumdog Millionaire er einnig mjög góð mynd og er um útigangs börn í Mombei, á Indlandi og illa meðferð á þeim. Þegar aðalpersónan í myndinni vex upp tekur hann þátt í spurningar þættinum "Who Wants To Be A Millionaire?" í von um að æskuást hans sjái sig á skjánum og þau nái sambandi. Myndin er mjög áhrifamikil og þó svo að endirinn sé góður leið mér illa eftir að hafa horft á hana.
Mér fanst ég verða að sjá einhverja létta mynd eftir þetta, helst kómedíu svo ég sá Marley and Me (Jennifer Aniston og Owen Wilson í aðalhlutverkum). Myndin er um ungt par sem fær sér Labrador hvolp (Marley) sem er algerlega óviðráðanlegur. Fljótlega bætast börn inn í fjölskyldu myndina og heimilislífið er oft vægast sagt í hershöndum. Marley eldist og deyr í lok myndarinnar og allir sem hafa átt gæludýr vita hversu erfitt er að missa gæludýr. 'Eg held ég geti sagt að í lok myndarinnar gengu flestir út hálf skælandi og með tissue í hendinni. Ágætis mynd, en úff alger tearjerker í lokin. Seven Pounds með Will Smith er sögð vera góð mynd sem ég hefði ekkert á móti að sjá enda Will Smith frábær leikari. Hinsvegar hef ég heyrt að Yes Man með Jim Carry sé of kjánaleg og vitlaus til að eyða pening eða tíma í.
Mynd sem mig langar til að sjá er Revolusionary Road með Leonardo DeCaprio og Kate Winslett sem kemur út seinna í Janúar. Myndin lofar góðu og er jafnvel talað um Oskarsverlaun.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Hitt og þetta
Nýjustu færslur
- 1.1.2012 Ísold Ylfa nýjasta stjarnan
- 7.9.2011 Gott að fá samkeppni
- 4.1.2011 Íslandsvinur?
- 9.12.2010 Ósvífnir óþokkar
- 11.11.2010 Ekki felldi ég karlinn minn....
- 25.10.2010 Jafnrétti ?
- 17.10.2010 Trú og glaðlyndi
- 14.10.2010 Dagurinn sem heimurinn stóð kyrr.
- 26.8.2010 áhrif lyfja?
- 17.8.2010 Og hvað ætlar Icelandair að gera?
- 6.8.2010 Af hverju NY?
- 5.8.2010 Bíll fyrir blinda
- 12.11.2009 Fólk þarf að gera sér grein fyrir hversu alvarlegt þetta er.
- 3.6.2009 haga sér eins og óþekk smábörn
- 19.4.2009 Ekki má gleyma skotárásinni í Va.Tech og nýlega var nemandi ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar