25.11.2006 | 23:56
dagurinn eftir Thanksgiving
Thanksgiving Day kom of fór. Tilvonandi tengdadóttir mín var með matarboð heima hjá sér og við vorum einhvað um 14 manns hjá henni. Við vorum vitanlega með kalkún eins og vera ber og einnig með svína læri og miklar og góðar kræsingar með. 'Eg kom auðvitað með pumpkin pæið mitt fræga. Uppskriftin er hér á síðunni fyrir ykkur til að prufa. Þegar við komum til hennar stóð sonur minn í eldhúsinu með upprúllaðar ermarnar og var önnum kafin að skera kalkúnin. Hann sem getur ekki smurt sér brauðsneið hérna heima. 'Astin hlýtur að hafa gripið hann heljartaki. Eftir matinn stóð hann svo yfir vaskinum og þvoði allt upp og gakk algerlega frá eldhúsinu. 'Eg var mjög stolt af honum, en mikið væri gott ef hann fengi svona atorku kast hjá okkur. Maður var vel saddur í lok dagsins.
Föstudagurinn eftir Thankgiving day er kallaður 'Black Friday' og þá byrjar jólaverzunin formlega með stór útsölum. Af því ég var búin að lofa börnunum mínum að fara að verzla á black friday varð ég að standa við það. Ferðinni var heytið í mikla verzlunarsamstæðu sem heytir Tysons corner mall. 'A leiðinni þangað var ég að undrast yfir því hversu lítil umferðin var en gerði mér svo grein fyrir því að allir voru komnir í verzlanirnar. Við vorum að þvælast upp og nyður í bílageymslunum í ca. 30 mínútur áður en við loksins fengum stæði. Kom seinna fram í fréttunum að fólk hafði lent í slagsmálum yfir hver kom fyrstur að bílastæðunum. Eins urðu slagsmál við Wall Mart þegar dyrnar opnuðust og fólkið ruddist inn og allir voru að reyna að ná sér í nýjasta Nintendo systemið. Þvílíkt og annað eins. Sumir rifu út nokkur tæki og settu svo í endursölu á e-bay á himinháu verði. Það fór nú allt friðsamlega fram í Tysons en sjaldan hef ég séð annað eins mann haf. 'Eg eins og flestir aðrir var að vonast til lenda á spott prís. Við fórum inn í American Eagle og keyptum gallabuxur handa stráknum á $50. Ekkert bargain þar. Síðan keyptum við Puma skó á hann á $70 (ekki heldur á útsölu) og loksins keypti dóttir mín sér 2 boli hjá Delias samtals $36. 'Eg bara þagði og framvísaði plast kortinu mínu. Allt of mikil fyrirhöfn að komast á staðin, leggja bílnum til að fara út tómhentur.
Veðrið var dásamlegt og hlítt miðað við að það er nóvember. Hefur örugglega hjálpað til að fólk dreif sig út og fór að verzla.
Bloggar | Breytt 26.11.2006 kl. 00:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2006 | 20:47
uppskriftir
Rosa gott Pumpkin Pie
3/4 bolli smjör
2 bollar hveiti
1/4 tesk. salt
2/3 bolli púður sykur
1/2 bolli smátt saxaðar Pecans eða walnuts
5-6 matsk. kalt vatn
1 3/4 bolli eða 15 oz dós af pumkin
1/2 bolli sykur
2 tesk. pumkin pie krydd*
1/4 tesk. salt
3 egg
1/4 bolli sýrður rjómi
1 bolli matreiðslu rjómi
1 tesk. vanilludropar
1) fyrir pie skelina, létt bræðið smjörið við miðlungs hita. Passið að hita það ekki of mikið því það á eftir að dekkjast meðan það kólnar. Setjið til hliðar og látið kólna.
2) blandið saman hveiti, 1/4 tesk. salti í miðlungsstórri skál. Bætið við smjörinu og blandið saman þar til það líkist grófri milsnu.
3) Til að gera mylsnuna sem fer yfir pæið, takið 3/4 bolla af milsnunni og bætið við helmingnum af púðursykrinum og hnetunum. Geymið.
4) blandið 1 matskeið af kalda vatninu saman við það sem eftir var af mylsnunni. Varlega blandið saman með gafli og bætið við restinni af vatninu varlega saman við þar til myndast hefur kúla.
5) Setjið hveiti á borðflöt og fletjið deigið út þar til það er ca. 30cm í þvermál og setjið í kringlótt eldfast fat sem er ca. 23cm. Jafnið kantana upp við barmin.
6) Hitið ofnin að 190 gráðum. 'I stórri skál, bætið saman pumkin, sykri, 1/3 bolla af púðursykrinum sem eftir er, pumkin pie kriddinu og 1/4 tesk. af salti. Bætið við eggjunum og sýrðum rjóma. Blandið saman með gafli þar til létt blandað. Bætið við matreiðslu rjómanum og vanilludropunum.
7) varlega hellið hrærunni í pæ skelina. Til að varast að röndin brenni ekki er gott að setja þunna ræmu af álpappír meðfram röndinni. Bakist í 35 minútur. Takið álpappírinn af og stráið hnetumylsnuna yfir pæið og bakið í 20 mínútur til viðbótar eða þar til pinna sem stungið er í pæið kemur út hreynn. Látið kólna.
* til að gera heimatilbúið pumpkin krydd, blandið saman 1 tesk. kanil, 1/2 tesk. engifer, 1/4 tesk. múskat og 1/8 tesk af allspice.
Matur og drykkur | Breytt 21.3.2008 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2006 | 17:36
uppskriftir
Hér er gott ávaxta dip
1 pakki (8 oz eða ca 1 bolli) rjóma ostur
1/3 bolli púður sykur
1/2 bolli ljós brúnn sykur
3 matsk. mjólk
1 matsk. vanilla
Blandið vel saman og berið fram með nyður sneiddum grænum eplum (td. granny smith) eða jarðaberjum. Þá má ef til vill bæta við ögn jarðaberjum í blönduna til að fá bleikan lit á eða setja örlítið af matarlit út í.
Matur og drykkur | Breytt 21.3.2008 kl. 15:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2006 | 16:36
Haustið
Erna Hákonardóttir, 21.11.2006 kl. 16:15
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Hitt og þetta
Nýjustu færslur
- 1.1.2012 Ísold Ylfa nýjasta stjarnan
- 7.9.2011 Gott að fá samkeppni
- 4.1.2011 Íslandsvinur?
- 9.12.2010 Ósvífnir óþokkar
- 11.11.2010 Ekki felldi ég karlinn minn....
- 25.10.2010 Jafnrétti ?
- 17.10.2010 Trú og glaðlyndi
- 14.10.2010 Dagurinn sem heimurinn stóð kyrr.
- 26.8.2010 áhrif lyfja?
- 17.8.2010 Og hvað ætlar Icelandair að gera?
- 6.8.2010 Af hverju NY?
- 5.8.2010 Bíll fyrir blinda
- 12.11.2009 Fólk þarf að gera sér grein fyrir hversu alvarlegt þetta er.
- 3.6.2009 haga sér eins og óþekk smábörn
- 19.4.2009 Ekki má gleyma skotárásinni í Va.Tech og nýlega var nemandi ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Haustið er undurfallegt hérna í Virginíu með mjúkum holtum og hæðum og fallegum fjallgarði til vesturs. Tignarleg tréin skarta útrúlegri litadýrð á haustin í öllum hugsanlegum afbrigðum af gulu, rauðu, grænu, brúnu og appelsínu gulu.
Nú eru laufin fallin af trjánum og við búin að vera að raka þeim upp og gera hreint fyrir Thanksgiving Day sem er haldið upp á nú á fimmtudaginn kemur. Mikið að gera í matvöruverzlunum og allir að reyna að krækja sér í kalkún, sætar kartöflur og góðgætið sem með fylgir. Sl. ár höfum við alltaf farið til vinafóls okkar en í ár fara þau til fjölskyldunnar hans svo ég ákvað að hafa gesti sjálf. Mér til mikillar skelfingar voru allir boðnir einhvað annað og þó það sé ekkert athugavert við að halda upp á hátíðardag með maka sínum og börnum, en það er alltaf gaman að hafa margmenni og svo eru ameríkanar svo duglegir við að koma með ´disk´fyrir aðra að smakka á.
Þá fór ég að hugsa um alla þá sem halda upp á hátíðarnar einsamlir og hvað þessi árstími getur verið einmanna fyrir marga. Væri ekki gaman ef við opnuðum hjörtu okkar og heimili fyrir öðrum og byðum td. eldri borgara eða einstæðri móður með börnin í mat til okkar. Við getum öll stuðlað að þvi að gera heimin betri ekki satt?
Svo hryngdi tilvonandi tengdadóttir mín í mig og sagðist eiga von á 9 manns í mat á Thanksgiving Day og bauð okkur öllum tíl sín svo við verðum 14 hjá henni. Þetta verður spennandi þar sem hún eldar lítið og þetta er eflaust hennar 'first big meal' En það er lítið að óttast þvi allir koma með einhvað gott með sér sem er spennandi að prufa. 'Eg ætla að koma með grænar baunir (green Beans), sætar kartöflur og ekki má gleyma rauðkálinu sem ameríkanar borða lítið af en þess vegna er svo gaman að kynna það fyrir þeim. Svo er ég með rosalega góða uppskrift af pumpin pie sem ég þarf að byrta hér á síðunni. Það er svo mikið skemmtilegra þegar allir´taka þátt í matgerðinni og húsmóðirin þar ekki að standa ein í öllu þessu basli. 'Islendingar mættu læra margt af þessu.