Haustið

 

Haustið er undurfallegt hérna í Virginíu með mjúkum holtum og hæðum og fallegum fjallgarði til vesturs. Tignarleg tréin skarta útrúlegri litadýrð á haustin í öllum hugsanlegum afbrigðum af gulu, rauðu, grænu, brúnu og appelsínu gulu.

Nú eru laufin fallin af trjánum og við búin að vera að raka þeim upp og gera hreint fyrir Thanksgiving Day sem er haldið upp á nú á fimmtudaginn kemur.  Mikið að gera í matvöruverzlunum og allir að reyna að krækja sér í kalkún, sætar kartöflur og góðgætið sem með fylgir. Sl. ár höfum við alltaf farið til vinafóls okkar en í ár fara þau til fjölskyldunnar hans svo ég ákvað að hafa gesti sjálf. Mér til mikillar skelfingar voru allir boðnir einhvað annað og þó það sé ekkert athugavert við að halda upp á hátíðardag með maka sínum og börnum, en það er alltaf gaman að hafa margmenni og svo eru ameríkanar svo duglegir við að koma með ´disk´fyrir aðra að smakka á. 

Þá fór ég að hugsa um alla þá sem halda upp á hátíðarnar einsamlir og hvað þessi árstími getur verið einmanna fyrir marga. Væri ekki gaman ef við opnuðum hjörtu okkar og heimili fyrir öðrum og byðum td. eldri borgara eða einstæðri móður með börnin í mat  til okkar. Við getum öll stuðlað að þvi að gera heimin betri ekki satt?

Svo hryngdi tilvonandi tengdadóttir mín í mig og sagðist eiga von á 9 manns í mat á Thanksgiving Day og bauð okkur öllum tíl sín svo við verðum 14 hjá henni. Þetta verður spennandi þar sem hún eldar lítið og þetta er eflaust hennar 'first big meal' En það er lítið að óttast þvi allir koma með einhvað gott með sér sem er spennandi að prufa. 'Eg ætla að koma með grænar baunir (green Beans), sætar kartöflur og ekki má gleyma rauðkálinu sem ameríkanar borða lítið af en þess vegna er svo gaman að kynna það fyrir þeim. Svo er ég með rosalega góða uppskrift af pumpin pie sem ég þarf að byrta hér á síðunni. Það er svo mikið skemmtilegra þegar allir´taka þátt í matgerðinni og húsmóðirin þar ekki að standa ein í öllu þessu basli. 'Islendingar mættu læra margt af þessu. 

Erna Hákonardóttir, 21.11.2006 kl. 16:15


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Erna Hákonardóttir Pomrenke
Erna Hákonardóttir Pomrenke

Þögull heili er byrjunin á dauðanum

ernahp@gmail.com

Nýjustu myndir

  • 100_1104
  • 100_1079
  • article-1109082-02FD57B3000005DC-983 468x310 popup
  • rauðkál, kartöflur og baunir átti eftir að láta sjá sig
  • 100_0952
  • Ekki má gleyma piparkökunum
  • 100 0951
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 32803

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband