næsta útgáfa á Segway?

Man  eftir þessum degi. Allir afskaplega varkárir í umferðinni og eins gott að passa sig. Minnir að fjölskyldan hafi átt Taunus.  'Eg fór að forvitnast um hvaða aðrir viðburðir áttu sér stað þennan sama dag og þó að árið 1968 hafi verið mjög viðburðaríkt ár, fann ég akkúrat ekkert sem bar upp á þennan sama dag sem er kannski bara gott. Engar fréttir eru góðar fréttir. En í leit minni rakst ég á þetta nýstárlega mótorhjól sem var á árlegri mótorhjóla sýningu í Kanada fyrr á þessu ári. Hjólið sem kallast "UNO"er hannað af hinum 18 ára Ben J. Poss Gulak. Flott framtak hjá stráknum. Hvernig skildi vera að halda jafnvæginu á þessu faratæki?

MAKE_PT0626


mbl.is Hægri umferð 40 ára gömul
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

æ,æ, Indiana Jones

Það er haldið upp á Memorial Day helgina hjá okkur sem er til að heiðra fallna hermenn og þá sem lifa.  Memorial Day helgin er einnig boðin fyrir því að sumarið sé að byrja, grillið dregið út, skemmtigarðar og útisundlaugar eru nú opnar og fólk flykkist út á strendurnar þó svo að sjórinn sé enn ískaldur. Andrea mín er ein af þeim og leigði hús út á strönd í viku ásamt vinkonum sínum. Sumar bíómyndirnar eru byrjaðar að flæða inn á markaðinn eins og td. Ironman, Narnia og Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull sem við fórum og sáum í gærkveldi.  Mig hlakkaði til að sjá myndina enda hafði ég mjög gaman af fyrri myndunum.  Kannski ætlaðist ég til of mikils, en mér fannst myndin allt of óraunhæf og söguþráðurinn óljós. Jæja, nú vitum við það er hægt að lifa af kjarnorku sprengingu með því að troða sér inn í ísskáp Frown  eða allavega samkvæmt myndinni að dæma. Þessi krystalls hauskúpa líktist meira plasti heldur en krystal. Leikurinn var bara so,so. Seinni helmingurinn af myndinni af mun skárri heldur en sá fyrri enda hasar og flott "stunt" hjá Shia LaBeouf. 'Eg bjóst samt við betri mynd frá Steven Spielberg og George Lucas.

 karen Allen Fiber Arts            Svo vildi svo skemmtilega til að ég sá viðtal við Karen Allen í morgun en hún leikur Maryan í myndinni. Hún hefur leikið í fjöldann allan af kvikmyndum eins og Starman, Animal House og Perfect Storm. Hún er ekki eins og margar af þessum  stjörnum sem eiga ekkert líf fyrir utan glysið og glanslífið í Hollywood. Hún á vefstofu í Great Barrington í Massachusetts fylki og framleiðir peysur, húfur og fl. undir eigin nafni "Karen Allen Fiber Arts"  www.karenallen-fiberarts.com/welcome.php  Hún virðist vera "alvöru manneskja" sem fer sinn eigin farveg. 'Eg hafði meiri ánægju að hlusta á viðtalið við hana og svo að skoða prjónavörurnar hennar heldur en að sitja yfir myndinni

 


Stefán minn orðin læknir

Mikið að gerast hjá okkur um síðustu helgi. Stefán minn lauk stórum áfanga sl föstudag þegar hann útskrifaðist frá Medical College of Virginia (MCV). Það var mjög hátíðlegt þegar 188 læknanemar sem útskrifuðust með honum gengu inn í salinn.  Hann ætlar að sérhæfa sig í heimilislækningum og líknalækningum.  Eftir útskriftina buðum við öllum í mat á feiki skemmtilegan matstað sem heitir The Boathouse og situr við fallegt stöðuvatn fyrir sunnan Richmond. Foreldrar hennar Lee Ann (konan hans Stefáns) voru einnig með okkur. DSC06200 

Hér getið þið farið inn á vefsíðuna hjá þeim og skoða staðinn.

http://www.theboathouseatsundaypark.com/boathouse_restaurant/index.php 

Daginn eftir á laugardeginum tók Stefán Hákon við master gráðu í "Public Health" 'Eg setti nokkrar myndir inn í mynda albúmið. Kíkið á. Stefán Hákon er búin að fá stöðu í St. Paul/Minneapolis og flytur þangað um miðjan júní. 


!!David vann!!

Simon var hjá Jay Lenno fyrr í vikunni og var spurður hver yrði næsti American Idolinn. Hann var fljótur til að svara og sagði DAVID. Smile  Ó já, þeir eru víst tveir Davidarnir. Lokaþættirnir voru svo sýndir sl þriðjudag og miðvikudag. "David" fór á kostum og var hreint frábær allvel eins og hin "David" . Donna Sommer kom fram og eins tók David Cook lagið með ZZ Top.  Svo sat maður spenntur og beið eftir að hið nýja American Idol yrði kynnt þjóðinni og jú það var David.........  en hvor það var segi ég ekki. Vil ekki skemma fyrir ykkur svo þið verðið bara að bíða þar til í næstu viku, en ég er mjög sátt við útkomuna.

Nú vildi ég bara að ég gæti horft á Eurovision.


að úða eða ekki úða

"Spreyjuðu" er það nú orðin íslenska? 'Eg sem er alltaf á nálum um að nota óvart einhverja enska orðaslettu.

Hvað viðvíkur veggjakrotinu þá myndi ég leggja til að þegar næst til þessara gutta að gefa þeim góðan skrúbb og vatnsfötu og láta þá hreinsa upp eftir sig og síðan gera þeim skilt að borga fyrir málningu eða að mála veggin ef þess með þarf.  Þá myndu þeir ef til vill hugsa sig um tvisvar áður en þeir leggja í þetta aftur.  Það verða að vera einhverjar afleiðingar sem fylgja þegar eignir annarra verða fyrir skemmdum.

'Eg var í húsdýra garðinum fyrir nokkrum árum og þar var mikill fjöldi fólks samankomin. Mér blöskraði hvernig krakkarnir óðu yfir plönturnar til að stytta sér leið eða til að komast framúr mannfjöldanum. Það virðist ekki vera mikil virðing hjá sumum af þessum unglingum fyrir þeirri vinnu sem aðrir hafa lagt fram.


mbl.is Tveir 14 ára drengir spreyjuðu á vegg í miðbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég segi bara vá!

Arkansas mom pregnant with 18th child

Michelle Duggar gives her kids a Mother’s Day surprise: ‘We’re expecting!’

Video
May 9: Jim Bob and Michelle Duggar make an exclusive TODAY announcement about their family, just in time for Mother's Day.
Mikið barnalán hjá Duggar hjónunum bæði falleg börn og spila öll á hljóðfæri, fiðlu, píanó og hörpu. Nokkurskonar "Von Trapp" fjölskylda. Helst dettur manni  í hug ábyrgðarleysi hjá foreldrunum þegar maður sér svona stórann barnahóp, en það er varla hægt annað en að dáðst að þeim og merkilegt hvað börnin eru prúð og vel upp alin. Gaman að horfa á myndbandið sem má nálgast hér.
Eins er hægt að fara inn á  http://www.duggarfamily.com/photos.html og kíkið á húsið þeirra. Það er ekkert smá flott. Allt er keypt annaðhvort á uppboði eða notað.

Here we go again....

Það var ljótt um að lítast í Fredericksburg í morgun. Slæmt óveður skall á okkur í gærkveldi og voru uppi viðvaranir um hvirfilbyl á svæðinu og fólk beðið að leita skýlis. Við vorum með áhyggjur af Stefáni og Lee Ann því þau búa í Fredericksburg en þorðum ekki að hringja í þau því það var orðið svo áliðið. Talaði svo við Lee Ann í morgun og það er sem betur fer allt í lagi hjá þeim.

 

3061610stafforddamage2-fHvirfilvindar eru ekki algengir í Virginíu en þetta er í þriðja skiptið á stuttum tíma sem hvirfilvindar valda miklum skemmtum á svæðinu á milli Fredericksburg og Norfolk svo þetta ætlar að verða mjög óvanalegt vor hjá okkur.  Eins rigndi mjög mikið og á tímabili allt að 5sm. á klukkustund.  Það er talið að yfir 100 hús hafi skemmst og sum gjör eyðilagst.  Eins og sjá má á myndinni hér að ofan hefur efri hæð hússins sópast í burtu. Þið getið séð fleiri myndir á www.wusa9.com  Fredericksburg er ca. 45 mínútna keyrsla frá mér.


Viðtal við Stefán Hákon

Það birtist mynd og viðtal við Stefán Hákon og Lee Ann á forsíðu Manassas Journal Messanger í dag um starf þeirra í Kenía og Tansaníu fyrr á árinu. Mikil lífsreynsla fyrir þau bæði og unnu oft undir mjög erfiðum aðstæðum. 'Eg ætla að leifa ykkur að lesa greinina sjálf. Eftir að þau komu aftur til baka hefur Stefán Hákon unnið  á bráðavaktinni í Richmond hér í Virginíu en síðasti dagurinn hans þar var í gær. Hann útskrifast frá læknanámi 16 maí með master í heilsugæslu. Búin að fá starf í Minneapolis svo það verður gaman að geta heimsótt þau þangað. Ég setti inn hlekk hér fyrir neðan fyrir ykkur sem hafið áhuga að lesa viðtalið við þau. Mikið er annars gaman að vera mamma.

Manassas couple heals, preaches

 http://www.insidenova.com/isn/news/local/article/manassas_couple_heals_preaches/14710/

 


Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Erna Hákonardóttir Pomrenke
Erna Hákonardóttir Pomrenke

Þögull heili er byrjunin á dauðanum

ernahp@gmail.com

Nýjustu myndir

  • 100_1104
  • 100_1079
  • article-1109082-02FD57B3000005DC-983 468x310 popup
  • rauðkál, kartöflur og baunir átti eftir að láta sjá sig
  • 100_0952
  • Ekki má gleyma piparkökunum
  • 100 0951
Maí 2008
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband