að úða eða ekki úða

"Spreyjuðu" er það nú orðin íslenska? 'Eg sem er alltaf á nálum um að nota óvart einhverja enska orðaslettu.

Hvað viðvíkur veggjakrotinu þá myndi ég leggja til að þegar næst til þessara gutta að gefa þeim góðan skrúbb og vatnsfötu og láta þá hreinsa upp eftir sig og síðan gera þeim skilt að borga fyrir málningu eða að mála veggin ef þess með þarf.  Þá myndu þeir ef til vill hugsa sig um tvisvar áður en þeir leggja í þetta aftur.  Það verða að vera einhverjar afleiðingar sem fylgja þegar eignir annarra verða fyrir skemmdum.

'Eg var í húsdýra garðinum fyrir nokkrum árum og þar var mikill fjöldi fólks samankomin. Mér blöskraði hvernig krakkarnir óðu yfir plönturnar til að stytta sér leið eða til að komast framúr mannfjöldanum. Það virðist ekki vera mikil virðing hjá sumum af þessum unglingum fyrir þeirri vinnu sem aðrir hafa lagt fram.


mbl.is Tveir 14 ára drengir spreyjuðu á vegg í miðbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aga og virðingarleysi fyrir eigum annarra er að verða eitt af auðkennum íslenskrar þjóðar og það virðist öllum vera sama þó að ein fegursta höfuðborg í evrópu sé orðin einhver sú sóðalegasta. Þurfum að hægja á neyslukapphlaupinu, og eyða meiri tíma með börnunum og unglingunum.

kveðja Rafn

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 20:32

2 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Já þetta er rétt, Reykjavík er perla norðursins en það er sorglegt hversu ill fólk gengur um. Það er engin smá gjöf að fá að vera Íslendingur og við megum vera stolt af því. En eins og þú bendir á Rafn er þetta agaleysi afar slæmt. Það er eins og fólk sé hrætt við að leiðrétta börnin.

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 22.5.2008 kl. 21:01

3 identicon

Auðvitað er allsekkert hægt að afsaka það að spreyja á hús annarra á nokkrun hátt. En hvernig Reykjavík er orðin og hvernig viðbærinn hefur verið kemur mér ekkert á óvart, þó að ég sé bara 14 ára. Veggjakrot var ekki svona mikið vandamál árið 2005 þegar reykjavíkurborg ákvað að loka öllum leyfisstöðum í reykjavík þar sem ungir listamenn spreyttu sig. Reykjavíkur borg ætlaði sé þá að gjöreyða því litla kroti sem þá var til staðar og málaði yfir öll hlíðarundirgöngin, Austurbæjarskóla, Hamraborgina, Marsvegginn og miklu fleiri staðir og eyddi tugum miljóna í það.

Þá er auðvita skiljanlegt að þeir sem hafa brennandi áhuga á graffiti og götulist leytist bara í það að taka upp tússpenna og spreybrúsa og fara og krota eða 'tagga' og 'bomba' alla borgina í rusl því þeir fá engin tækifæri til að verka sýna list í friði á leyfisveggjum. Þar sem það eru hundruðir manna sem stunda þetta svokallaða 'graffiti' og komast þá kannski bara þeir tuttugu bestu að þar sem hinir fáu leyfistaðir eru.

Reykjarvíkurborg hefur ákveðið að fara erfiðari leiðina, að eyða miljónum í að mála aftur og aftur og aftur yfir ýmsa staði og hefja kostaðarfullt stríð við graffiti listamenn og mála yfir, ekki bara krot heldur líka hafa þeir málað yfir núna fullt af listaverkum sem metnaðarfullir listamenn hafa verkað og fólk jafnvel verið að borga þeim fyrir að fá graffiti listaverk á vegg hjá sér.

En það sem ég er að reyna að koma á framfæri er að borgin hefði getað komið í veg fyrir þetta, en núna er það löngu orðið of seint. Þið ráðið annaðhvort setið þið upp hressilegan fjölda af leyfisveggjum og leyfið öll undirgöng svo að þið getið haft graffitið þar - eða þið hafið enga leyfisveggi og krotið verður á húsunum ykkar og þið haldið áfram að eyða miljónum í að mála aftur og aftur yfir krotið.

Takk fyrir, afsakið stafsettningarvillunar.

Stefán Freyr (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 13:30

4 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Stundar þú íþróttir Stefán minn? 'Eg held að eitt af vandamálunum sé að þið (unglingar yfirleitt) hafið allt of mikinn tíma til að sóa og of lítið fyrir stafni. Unglingar sem stunda íþróttir, eru í tónlistarnámi eða eru svo heppnir að vera í vinnu eru líklegri til að bera meiri virðingu gegnvart nágreninu og eignum annarra.  Farðu og spurðu nágrannana þína hvort þú getir hjálpað þeim með garðvinnu. Ef til vill færðu að slá blettinn hjá þeim og vinna þér inn smá pening. Þegar við þurfum að hafa fyrir hlutunum eflir það ábyrgðar tilfinningu okkar gagnvart öðrum og eigum þeirra.

Foreldrar þínir yrðu eflaust ekki hressir ef þú úðaðir málningu yfir veggina á húsinu/blokkinni sem þú býrð í.  Þú gætir spurt foreldra þína hvort þú megir gera grafíti á veggina inn í herberginu þínu. Það myndi gera herbergið þitt mjög persónulegt og þú gætir breitt "listaverkinu" þínu að vild.

Í sambandi við stafsetningar villurnar þá er alltaf gott að lesa yfir áður en maður skilar verkefni. Vandaðu þig vinur í öllu sem þú gerir.

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 23.5.2008 kl. 18:06

5 identicon

Já, ég stunda íþróttir, æfi fótbolta og hef gert það í 8 ár og ég æfði líka körfubolta í 5 ár, ég vinn í bakaríi 2-3 í viku og ég stunda skólann af fullur krafti og gengur mjög vel. Ég hef reyndar aldrei æft á hljóðfæri af viti.

Engu að síður kemur það ekki í veg fyrir að ég stundi graffiti og já ég er nú þegar búinn að verka inní herberginu mínu og ég og félagi minn vorum lika fengnir til að verka inni herbergi vinkonu okkar. Ég ætla samt ekkert að leyna því að ég hef þó nokkrum sinnum spreyjað ólöglega. En sjálfsögðu verður maður að seta sér siðferðisleg takmörk þar sem þú spreyjar ekki á hús hjá fólki og staði þar sem mikil skaði verður, þó svo að ég hafi kannski skreytt einn og einn gráan símakassa eða undirgöng. Það eru samt alltaf einhverjir sem ganga alltaf of langt og seta stundum svartan blett á graffiti senuna og færa á okkur vont orðspor og þá erum við allir settir undir sama hatt sem glæpamenn og skemmdarvargar.

Það er lika svo slæmt að það er alveg bannað að tala um graffiti eða götulist og enginn fræðsla fyrir því í skólum eða neinstaðar, það vantar fræðslu og svo ætti ríkisstjórnin að koma á móts við graffarana með þvi a seta upp fleiri leyfisstaði og leyfa undirgöng og þá frekar að halda graffinu þar heldur útum allann bæ á húsum fólks. Krotið eða 'Töggin'  mundu kannski ekkert hverfa alveg en það mundi draga virkilega úr því.

Stefán (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 18:50

6 identicon

Stundar þú íþróttir Stefán minn? 'Eg held að eitt af vandamálunum sé að þið (unglingar yfirleitt) hafið allt of mikinn tíma til að sóa og of lítið fyrir stafni. Unglingar sem stunda íþróttir, eru í tónlistarnámi eða eru svo heppnir að vera í vinnu eru líklegri til að bera meiri virðingu gegnvart nágreninu og eignum annarra.  Farðu og spurðu nágrannana þína hvort þú getir hjálpað þeim með garðvinnu. Ef til vill færðu að slá blettinn hjá þeim og vinna þér inn smá pening. Þegar við þurfum að hafa fyrir hlutunum eflir það ábyrgðar tilfinningu okkar gagnvart öðrum og eigum þeirra.

Foreldrar þínir yrðu eflaust ekki hressir ef þú úðaðir málningu yfir veggina á húsinu/blokkinni sem þú býrð í.  Þú gætir spurt foreldra þína hvort þú megir gera grafíti á veggina inn í herberginu þínu. Það myndi gera herbergið þitt mjög persónulegt og þú gætir breitt "listaverkinu" þínu að vild.

Í sambandi við stafsetningar villurnar þá er alltaf gott að lesa yfir áður en maður skilar verkefni. Vandaðu þig vinur í öllu sem þú gerir.

-----------------------

Mesta rugl sem ég hef heyrt lengi....

Váá sko....

Logi (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Erna Hákonardóttir Pomrenke
Erna Hákonardóttir Pomrenke

Þögull heili er byrjunin á dauðanum

ernahp@gmail.com

Nýjustu myndir

  • 100_1104
  • 100_1079
  • article-1109082-02FD57B3000005DC-983 468x310 popup
  • rauðkál, kartöflur og baunir átti eftir að láta sjá sig
  • 100_0952
  • Ekki má gleyma piparkökunum
  • 100 0951
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 32803

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband