Sarah Palin, glæsileg og eldklár

Nú kom hann okkur svo sannarlega á óvart. Snilldarval hjá McCain sem fáum datt í hug nema kannski einum ungum manni sem hefur verið að blogga um hana og safna undirskriftum allt frá  2007. Gaman að kíkja á bloggið hans http://palinforvp.blogspot.com/ 

Sarah Palin Þessi 5 barna "hockey mom" eins og Sarah Palin kallar sig lét fyrst til sín kveða í foreldrafélagi  barnaskólans í heimabæ sínum í Alaska(parents teachers association). Sat síðan í borgarstjórn og sem leiddi hana upp stigann í embætti ríkisstjóra Alaska sem hún hefur þjónað í tvö ár við miklar vinsældir. Þegar hún tók sæti í borgarstjórn var það hennar fyrsta verk að "hreinsa til" og rak meðal annars lögreglustjórann fyrir spillingu. Sarah er ákveðin og veit hvert hún stefnir og kemur mjög vel fram. Mér líst mjög vel á þessa geðþekku konu eftir að hafa hlustað á hana og eftir það sem ég hef lesið um hana og held að hún eigi eftir að gera vel.   


mbl.is Hver er Sarah Palin?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aftur í skólann

Þá er Andrea mín byrjuð aftur í háskólanáminu. Lítið frí hjá henni í sumar þar sem hún var í vinnu og tók efnafræði samtímis til að létta á haust önninni. Hlóðum bílinn á laugardaginn og ókum af stað. Hún var nýbúin að krækja sér í leiðinda kvefpest og er eiginlega sárlasin. Við hjálpuðum henni að flytja dótið sitt inn og keyptum það sem á vantaði.  Því miður fékk hún ekki herbergið sem hún hafði beðið um, þetta er mun minna heldur en það sem hún hafði í fyrra. Eins og flestar byggingarnar þarna í heimavistinni, er engin loftkæling og herbergin því oft eins og bakaraofnar. Tvær saman í herbergi og lítið pláss til að hreyfa sig.  Rúmið er svokallað "loftbed" og er næstum upp undir loft og skrifborðið undir til að spara gólfpláss.

Mig sár verkjaði að þurfa að skilja hana eftir lasna í þessarri loftlausu hita kompu


Álag á tölvunni............

Álag á tölvunni, músin finnst ekki.

cat on laptop 

 


Ungt fólk og glóandi hendur

Hér er frábært afrek frá ungu fólki. Þið hafið örugglega öll gaman af að sjá þetta myndband. Rosalega flott og fallegt hjá krökkunum. Maður er algerlega hugnumin af handdansinum. Mikil æfing og samstaða sem hefur farið í þetta.  Þau kalla sig CTJF Mime Ministry. Stórfínt hjá þeim.


Magnaður

'Eg var á ferðalagi um Colorado árið 1974 og var svo heppin að komast á minnisstæða Clapton tónleika sem hann hélt í Denver. Það voru jafnframt mínir fyrstu rokk tónleikar.
mbl.is Um 12.000 hlýða á Clapton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kínverjar og tákn númera

Skiljanlega mikið rætt um Kína þessa dagana. Dagsetning opnunnar hátíðar Olimpíu leikanna kl 8 þann 8-8-08 á að bera þeim  mikið lán þar sem 8 er heillatalan þeirra. Ástæðan  er að númerið 8, borið fram "ba" hljómar eins og orðið velmegun/lukka. Brúðhjón velja oft 8. dag hvers mánaðar því hann mun veita þeim lukku og auðsæld. Gert er ráð fyrir að um 16000 brúðapör láti pússa sig saman í dag.  Því fleiri sem átturnar eru í símanúmeri, heimilisfangi eða á bílnúmeri því betra.

Aftur á móti ber talan 4 mikla ólukku því fjórir skrifað "si" er borið fram eins og su sem getur þýtt dauði. Vegna hjátrúar eru Kínverskar byggingar  oft ekki með fjórðu hæð rétt eins og vestræn hótel eru oft ekki með 13. hæð skráða.  14 er enn verri tala því hún táknar skyndilegan dauða.  

Bandaríski sundkappinn Michael Phelps ætlar að reyna við átta gullverðlaun á þessum leikum. Hver veit nema þetta eigi eftir að veita honum lukku. Mark Spitz á heiðurinn af 7 gullum. 


gangandi hrísla

Þegar ég kom heim úr vinnunni í morgun sá ég göngustaf á bílskúrshurðinni.  Walking stick er meinlaust furðulegt skordýr sem líkist helst lítilli hríslu. Þeir eru oftast um 15sm langir en geta orðið mun lengri í hitabeltislöndunum. Ég fjarlægði hann af hurðinni og færði yfir í blómabeðið. Þið getið séð hversu vel hann fellur inn í umhverfið.

              100_0356       100_0360          Smellið á myndina til að stækka hana.


uppeldi

Hvað er með þessi börn? Þetta er sko ekki í fyrsta skipti sem unglingur gengur út og lætur ekkert vita af sér.  Erum við að kenna börnunum okkar að sýna tillitsleysi? Má ekki leiða lítil börn því það skerðir frelsi þeirra svo þau mega valsa um eins og þeim sýnist,  má ekki banna eða segja NEI við íslensk börn því það myndi auðvitað bæla þau niður. Reglur eru hollar fyrir börn en ekki ætlaðar til að hefta frelsi. Ég er svo orðlaus yfir svona hegðun og tillitsleysi gagnvart foreldrum eða forráðamönnum. Svo er það nú annað, 13 ára hefur ekkert við það að gera að vera uppdubbuð eins og 18 ára. Það liggur ekkert á að eldast. Börn eiga að vera börn. Nógur er tíminn.  
mbl.is Lýst eftir 13 ára stúlku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kanntu að brjóta saman bol?

Flott hjá þessum. Ég hef reyndar ekki komist upp á lag með þetta enn sem komið er. 

 


Hreysti

Væri lífið ekki betra ef við fengjum meir af svona fréttum heldur en endalausar fréttir um  barnsmíðar og volæði? Engin smá dugnaður í manninum að hjóla alla þessa vegalengd. Hann fær aldeilis mína virðingu.  Hver veit nema að  einhvern tímann verði lögð hjólabraut í kringum landið. Ég gæti rétt ímyndað mér að hún nyti vinsælda.


mbl.is Hjólaði frá Reykjavík til Bolungarvíkur á 3 dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Journey to the Center of the Earth

 Í gær Fórum við og sáum Journey to the Center of the Earth sem er byggð eftir samnefndri sögu Jules Verne og skemmtum okkur konunglega. Fyrir okkur sem búum erlendis gleypum við allt sem er íslenskt og gómsætt.  Myndin er sýnd í þrívídd (3D). Þetta er hin mesta ævintýramynd reyndar mörg mjög ótrúleg atriði, en þetta var virkilega góð skemmtun og gaman að sjá fallegt íslenskt andlit á breiða tjaldinu. Ég hefði viljað að Anita Briem hefði heilsað á íslensku í byrjun myndarinnar, það hefði verið eðlilegra, en oh well. Fyrri hluti myndarinnar er tekinn upp á Íslandi og ég vildi bara að sá hluti hefði enst lengur. Stórkostlegt að sjá náttúruna í þrívídd á breiða tjaldinu.  Mér fannst þetta hin besta fjölskyldu skemmtun.  Eins er myndin heilmikil auglýsing fyrir bæði Iceland Air og  66°Norður og hefðu þeir ekki getað gert betur sjálfir. Ég sé að Anita leikur Jane Seymour í "The Storyteller" og hlakka til að sjá myndina.  

Litlir bílar tiltölulega dýrari en miðlungs stærð

Ég var fegin að heyra að nú ætti að hætta framleiðslu Hummer bílanna enda er ég skíthrædd við þá út í umferðinni. Ég líki þessu flikki við skriðdreka sem kemur æðandi að þér.  Dóttur minni vantar bíl svo ég fór með henni fyrr í vikunni til að skoða notaða Honda Civic bíla. Notaðir litlir bílar hafa hækkað verulega í verði vegna mikillar eftirspurnar og seljast eins og heitar lummur sem mér finnst mjög ósanngjarnt að bílasalar skuli notfæra sér þetta háa bensínverð með því að hækka verðið á smá bílunum.  Bílasölur eiga erfitt með að losað sig við þessa stóru jeppa (SUV) og pallbíla sem voru svo vinsælir áður fyrr og vildu eigendur þessara stóru bíla nota þá sem stöðutákn.  Ef börnin mín þyrftu ekki að ferðast um á hraðbrautum myndi ég kaupa Smart smábíla handa þeim, en  ég þori því ekki vegna þessara risa trukka sem bruna um amerískar þjóðvegi og hraðbrautir eins og þeir séu á sterum
mbl.is Enn dregur úr jeppasölu vestanhafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sokkar ganga lausir

Er einhver fótur fyrir því að sokkar gangi um án fóta, þe. án þess að það sé fótur til staðar til að halda þeim uppi? Woundering  Hvernig stendur á því að sokkar verða svona oft viðskila sérstaklega eftir þvott? Af hverju týnast nærbuxur ekki eða aðrir smáir hlutir? Mér þykir þetta mjög svo undarlegt. Það kemur fyrir að  þessir "týndu" sokkar hafi falið sig innan um rykhnoðrana á bakvið rúmin en svo liggur þvottavélin undir stór grun um að éta sokka. Þegar sokkur týnist reyni ég að geyma hin sokkinn á móti í kassa þar til bróðir kemur í leitirnar.  Fyrr í vikunni var ég að taka til í þessum sokka kassa mínum og tók hvorki meira né minna en 20 sokka og sendi í endurvinslu og enn á ég ca 15 staka sokka eftir sem ég fæ mig ekki til að henda straks.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Erna Hákonardóttir Pomrenke
Erna Hákonardóttir Pomrenke

Þögull heili er byrjunin á dauðanum

ernahp@gmail.com

Nýjustu myndir

  • 100_1104
  • 100_1079
  • article-1109082-02FD57B3000005DC-983 468x310 popup
  • rauðkál, kartöflur og baunir átti eftir að láta sjá sig
  • 100_0952
  • Ekki má gleyma piparkökunum
  • 100 0951
Ágúst 2008
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband