24.11.2008 | 13:40
Laufsuga
Ég bý í gamalgróinu hverfi sem var áður skóglendi. Þegar byggingar framkvæmdir hófust fyrir næstum 40 árum var reynt að fjarlægja aðeins þau tré sem með þurfti og húsunum síðan "plantað" inn á milli. Þetta gefur hverfinu mikinn sjarma enda eru tréin stór og tignarleg. Þau skýla húsunum fyrir sterkri sumarsólinni og gera það að verkum að við þurfum ekki að nota loftkælinguna eins mikið. Bílnum mínum legg ég í innkeyrslunni í skugga trjánna og er alveg ótrúlegt hversu svalt og gott hitastigið helst í honum. Það er fátt sem mér þykir verra en að þurfa að fara inn í bullandi heitan bíl í mikilli hitasvækju. Eins mynda trén mikið skjól gegn vindum enda alltaf blíða í garðinum mínum.
Á haustin skarta þau glæsilegri litadýrð sem á engan líka. Laufin taka að falla til jarðar í þúsundatali þar til þau mynda þykkt teppi yfir jörðinni. Vinnan við að hreinsa garðinn á vorin getur verið "bakbrjótandi" og fyllt fleiri fleiri ruslapoka. Það er ekki leyfilegt að henda grasi, laufi né trjágreinum í ruslið því þetta verður allt að fara í sérstaka stóra þykka bréf poka og allt er sent í endurvinnslu.
'A haustin á meðan laufin falla af trjánum býður bærinn upp á sérstaka laufsugu þjónustu. Húseigendur raka laufunum saman og þau eru sett út við vegakantinn. 'A nokkurra vikna fresti fram að jólum kemur laufsugan og hreinsar laufhaugana upp. Sugan mylur laufið niður og þetta er geymt í haug þar til það verður aftur að mold með tímanum. Á vorin býður bærinn fólki upp á að koma og sækja ókeypis mold sem hefur verið unnin úr því efni sem kom úr görðum íbúanna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 24. nóvember 2008
Um bloggið
Hitt og þetta
Nýjustu færslur
- 1.1.2012 Ísold Ylfa nýjasta stjarnan
- 7.9.2011 Gott að fá samkeppni
- 4.1.2011 Íslandsvinur?
- 9.12.2010 Ósvífnir óþokkar
- 11.11.2010 Ekki felldi ég karlinn minn....
- 25.10.2010 Jafnrétti ?
- 17.10.2010 Trú og glaðlyndi
- 14.10.2010 Dagurinn sem heimurinn stóð kyrr.
- 26.8.2010 áhrif lyfja?
- 17.8.2010 Og hvað ætlar Icelandair að gera?
- 6.8.2010 Af hverju NY?
- 5.8.2010 Bíll fyrir blinda
- 12.11.2009 Fólk þarf að gera sér grein fyrir hversu alvarlegt þetta er.
- 3.6.2009 haga sér eins og óþekk smábörn
- 19.4.2009 Ekki má gleyma skotárásinni í Va.Tech og nýlega var nemandi ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar