Hörmuleg endalok

Hvernig í veröldinni er hægt að  lýsa því yfir að vera sáttur við þessi hörmulegu endalok?  Það mátti nú  búast við að ísbjörninn væri magur eftir langt sund í sjónum og eflaust litla sem enga hvíld. Var ekki hægt að hlúa að dýrinu á meðan gert var við þófana og fljúga seinna með hann norður í íshaf? Mikið voru þetta dapurleg endalok á degi sem bar svo mikla von. 

Ansi er ég hrædd um að einhver hafi verið of fljótur á sér með þessa ákvörðun.

Kíkið á http://www.youtube.com/watch?v=JE-Nyt4Bmi8 eða þið getið líka farið aðeins neðar á síðunni minni og smellt beint á unaðslegan leik bjarndýra og hunda við norðurheimsskautið.


mbl.is Daprir en um leið sáttir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

litríkur klæðnaður

Rauðar gallabuxur og taskan hennar Önnu eru hreint æði. Og af því að hún Anna er að monta sig af rauðu skónum og fallegu töskunni frá Ungverjalandi má ég endilega til með að sýna mitt frá Ungverjalandi Smile

Þegar mamma var ung stúlka eignaðist hún tvær undur fallegar útsaumaðar blússur frá Ungverjalandi. Þegar mamma var 17 ára var hún send til London sem var ekki algengt fyrir ungar stúlkur á þeim tíma svo ég býst við að hún hafi keypt blússurnar á þeim tíma eða  hvort amma okkar Önnu sem ferðaðist mikið keypti þær eða hvernig það var.  'Eg notaði þær nokkrum sinnu sjálf á hippa tímabilinu en svo hef ég bara varðveitt þær síðan. 'Eg myndi áætla að þessar blússur séu að nálgast það að vera um 70 ára gamlar núna.  Þið getið smell á myndirnar til að sjá þær betur.

100_0350        100_0353


vel af sér vikið

Mikið var gleðilegt að lesa þessa frétt. 'Eg er svo fegin að ísbjörninn varð ekki að  ferðamanna gildru, lokaður inn í búri einhvernestaðar. Við megum vera stolt af því hvernig staðið er að þessum flutningi. Það getur verið vandasamt mál að deyfa dýr svo þau hljóti ekki skaða af svo ég fagna því að fagmaður var fengin til að deyfa bangsa. Eins finnst mér að þeir sem settu flugbann í kringum staðin sem ísbjörninn er á eiga mikið lof skilið. Ástæðulaust að skelka vesalings dýrið.

Mig langar til að vita hvort dýralæknir verði með í ferðinni til að kíkja á björninn? Rak hann hingað vegna lasleika? Oft þegar dýr eru flutt milli staða er sett á þau hálsband með senditæki á  sem síðan sendir frá sér upplýsingar um ferðir dýrisins. Þetta er oft gert í rannsóknarskini og gott að fylgjast með hegðun dýrsins á þann hátt.


mbl.is Björgunaraðgerðir undirbúnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. júní 2008

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Erna Hákonardóttir Pomrenke
Erna Hákonardóttir Pomrenke

Þögull heili er byrjunin á dauðanum

ernahp@gmail.com

Nýjustu myndir

  • 100_1104
  • 100_1079
  • article-1109082-02FD57B3000005DC-983 468x310 popup
  • rauðkál, kartöflur og baunir átti eftir að láta sjá sig
  • 100_0952
  • Ekki má gleyma piparkökunum
  • 100 0951
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband