17.7.2008 | 19:20
erum við að koma okkur í kínverska sjálfheldu?
![]() |
Hert eftilit með listamönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
17.7.2008 | 14:12
Ekki spurning, Benedikt er íþróttamaður ársins.
Það er nú ekkert undarlegt þó maðurinn sé lurkum lamin eftir þvílíkt afrek í sjónum. 48.000 skriðsundtök á rétt rúmum 16 klst. í sjó er bara varla hægt að hugsa það til enda. Benedikt er öllum til fyrirmyndar og mega margir læra af honum. Aldrei að gefast upp þó að á móti blási. Einbeitnin og viljastyrkurinn réði ferðinni. Hann er sannkallaður íþróttamaður ársins.
Mikið hlýtur það að vera hræðileg tilfinning að vera með svona mikla sjóriðu. Ég fór einu sinni í skíðaferð með Gullfossi til Ísafjarðar og lentum í slæmum sjó á leiðinni og þegar við komum að landi um næsta morgun fann ég til mikillar riðu eftir að ég var kom á fast land. Ég gekk um eins og ég væri drukkin.
Ég sá þátt í sjónvarpinu um unga stúlku sem fór í ferð með skemmtiferðaskipi og fékk svona mikla sjóriðu sem hún gat ekki losnað við. Var alltaf með svima og allt á fleygiferð. Læknarnir tóku upp á því að láta hana stíga upp á pall sem var á smá hreyfingu (velting sem líktist því að vera á skipi) og það virtist hafa jákvæð áhrif á hana og hjálpaði henni að ná jafnvæginu í smá stund, en á endanum minnir mig að hún hafi verið send í aðgerð. Þetta er mjög óvanalegt en skeður hjá örfáum skips farþegum.
![]() |
Aldrei aftur í sjóinn" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2008 | 01:08
Benedikt íþróttamaður ársins!!
Enginn venjuleg sál sem hefur það af að vera á sundi í rúmar 16 klukkustundi og að hluta til í myrkri. Það þarf mikla einbeitni og ótrúlegan viljastyrk að þrauka svona út. Nú má aldeilis taka vel á móti Benedikt þegar hann snýr aftur heim. Vonandi tekur hann sér samt velskilið frí fyrst.
Til hamingju Benedikt. Þetta var glæsilegt afrek hjá þér og það var virkilega gaman að fá að fylgjast með sundinu eins og ég hef lýst yfir á síðunni minni.
![]() |
Tókst að synda yfir Ermarsund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 17. júlí 2008
Um bloggið
Hitt og þetta
Nýjustu færslur
- 1.1.2012 Ísold Ylfa nýjasta stjarnan
- 7.9.2011 Gott að fá samkeppni
- 4.1.2011 Íslandsvinur?
- 9.12.2010 Ósvífnir óþokkar
- 11.11.2010 Ekki felldi ég karlinn minn....
- 25.10.2010 Jafnrétti ?
- 17.10.2010 Trú og glaðlyndi
- 14.10.2010 Dagurinn sem heimurinn stóð kyrr.
- 26.8.2010 áhrif lyfja?
- 17.8.2010 Og hvað ætlar Icelandair að gera?
- 6.8.2010 Af hverju NY?
- 5.8.2010 Bíll fyrir blinda
- 12.11.2009 Fólk þarf að gera sér grein fyrir hversu alvarlegt þetta er.
- 3.6.2009 haga sér eins og óþekk smábörn
- 19.4.2009 Ekki má gleyma skotárásinni í Va.Tech og nýlega var nemandi ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar