29.7.2008 | 21:20
Meira um Randy Pausch
Fyrir ykkur sem eruð í Bandaríkjunum langar til að benda á Diane Sawyer Primtime Special sem verður sýnt kl 10 ET og verður þátturinn helgaður lífi og starfi Randy Pausch sem ég hef skrifað áður um hér á síðunni minni. Randy var tölvuprófessor í Carnegie Mellon Háskólanum og lést sl. föstudag úr krabbameini í brisi. Diane Sawyer gerði viðtal við Randy og Jai konu hans fyrr á árinu sem þið getið nálgast með því að fara inn á http://abcnews.go.com/GMA/LastLecture/ eða www.abcnews.com/lastlecture
Randy Pausch varð heimsfrægur fyrir fyrirlestur sinn "Last Lecture" og bók sem ber sama titil. Randy hefur snert líf svo margra og ekki hægt annað en að dáðst af honum. Það er svo margt hægt að læra af honum. 'Eg ætla ekki að segja meira en ég vona að þið horfið á þáttinn í kvöld og viðtalið sem Diane hafði við hann hér að ofan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.7.2008 | 12:11
BILUN
Gærdagurinn var skelfilegur. Datt ekki í hug að ég væri orðin svona háð blogginu og orðin að blogg fíkli. Ég saup hveljur í hvert skipti sem ég reyndi að opna bloggið og ekkert skeði. Skildi allt vera týnt? Nei þeir lofuðu að svo væri ekki. En það var svo margt sem mig langaði til að tjá mig um og nú var ég sama sem með báðar hendur bundnar fyrir aftan bak.
Mikil hamingja greip mig þegar ég sá að bloggið ætlaði að opnast í morgun og þegar það loks opnaðist sá ég hreinlega RAUTT. Já vefsíðan mín var alltaf bláleit, held það sé vetrarþema, en nú er síðan mín rauð og öllu hefur verið snúið við. Þori varla að snerta á þessu á meðan á þessari bilun stendur. Þeir hljóta að klára sig á þessu. Þetta eru jú Mogga menn. Eins og ég hef áður sagt um farsímana, hvernig fórum við að áðurfyrr? Við erum orðnir þrælar tækninnar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 29. júlí 2008
Um bloggið
Hitt og þetta
Nýjustu færslur
- 1.1.2012 Ísold Ylfa nýjasta stjarnan
- 7.9.2011 Gott að fá samkeppni
- 4.1.2011 Íslandsvinur?
- 9.12.2010 Ósvífnir óþokkar
- 11.11.2010 Ekki felldi ég karlinn minn....
- 25.10.2010 Jafnrétti ?
- 17.10.2010 Trú og glaðlyndi
- 14.10.2010 Dagurinn sem heimurinn stóð kyrr.
- 26.8.2010 áhrif lyfja?
- 17.8.2010 Og hvað ætlar Icelandair að gera?
- 6.8.2010 Af hverju NY?
- 5.8.2010 Bíll fyrir blinda
- 12.11.2009 Fólk þarf að gera sér grein fyrir hversu alvarlegt þetta er.
- 3.6.2009 haga sér eins og óþekk smábörn
- 19.4.2009 Ekki má gleyma skotárásinni í Va.Tech og nýlega var nemandi ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar