BILUN

Gærdagurinn var skelfilegur. Datt ekki í hug að ég væri orðin svona háð blogginu og orðin að blogg fíkli. Frown  Ég saup hveljur í hvert skipti sem ég reyndi að opna bloggið og ekkert skeði. Skildi allt vera týnt? Nei þeir lofuðu að svo væri ekki. En það var svo margt sem mig langaði til að tjá mig um og nú var ég sama sem með báðar hendur bundnar fyrir aftan bak.

Mikil hamingja greip mig þegar ég sá að bloggið ætlaði að opnast í morgun og þegar það loks opnaðist sá ég hreinlega RAUTT. Já vefsíðan mín var alltaf bláleit, held það sé vetrarþema, en nú er síðan mín rauð og öllu hefur verið snúið við. Þori varla að snerta á þessu á meðan á þessari bilun stendur. Þeir hljóta að klára sig á þessu. Þetta eru jú Mogga menn. Wink Eins og ég hef áður sagt um farsímana, hvernig fórum við að áðurfyrr? Við erum orðnir þrælar tækninnar.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Mitt hefur heldur ekki jafnað sig til fulls. Ætla að láta það vera um sinn. Komið inn fullt af fítusum sem ég setti ekki þar inn og það sem ég stillti inn er horfið. Verst þykir mér myndin mín í hausnum. Það var mikið mál að fá hana rétta svo ég ætla ekki einu sinni að anda á hana strax.

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 29.7.2008 kl. 19:54

2 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Eins og sérð er ég eldrauð . Skil ekki hversvegna liturinn breyttist svona. Vona svo sannarlega að myndirnar af bloggvinunum komi upp aftur. Margt annað sem hefur horfið. Ég segi bara eins og þú, ég þori ekki einu sinni að anda á þetta eins og er. Vonandi lagast þetta sjálfkrafa. 'Eg var búin að reyna svo mikið að setja inn hausmynd en það gekk aldrei upp. Myndin var alltaf of stór eða einhvað svo ég skil hvað þú átt við.

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 29.7.2008 kl. 21:04

3 Smámynd: Björn Magnús Stefánsson

Haha já þokkalega... Við erum algerir þrælar tækninnar og kæmumst ekki af án hennar lengi.

Ef þú hefur séð Wall-E þá finnst mér svo fyndið að sjá feitu kallanna sem við eigum að breitast í þegar við erum búin að búa í geimnum í nokkur hundruð ár.

Björn Magnús Stefánsson, 30.7.2008 kl. 22:00

4 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Já Wall-E er frábær mynd eins og svo margt sem kemur frá Pixar. En Björn, ég held að við þurfum nú samt ekki að búa út í geimnum til að verða fitunni að bráð eins og þú hefur eflaust rekið þig á þarna út í Chicago  Þýðir lítið að bjóða þeim upp á Smart Car.

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 30.7.2008 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Erna Hákonardóttir Pomrenke
Erna Hákonardóttir Pomrenke

Þögull heili er byrjunin á dauðanum

ernahp@gmail.com

Nýjustu myndir

  • 100_1104
  • 100_1079
  • article-1109082-02FD57B3000005DC-983 468x310 popup
  • rauðkál, kartöflur og baunir átti eftir að láta sjá sig
  • 100_0952
  • Ekki má gleyma piparkökunum
  • 100 0951
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband