28.1.2009 | 14:23
Fyrsti snjórinn
Frétt dagsins í gær var að fyrsti snjórinn féll á Washington D.C og svæðið hér í kring. Ótrúlegt hvað smá snjókoma getur ollið miklum usla hérna. Venjulega er gatnamálastjóri hér í Norðurhluta Virginíu mjög fljótur að taka við sér áður en snjórinn lætur sjá sig. Stórir pallbílar fullir af salti sitja oft klukkutímunum saman við hraðbrautirnar og bíða eftir fyrsta snjókorninu. Ég hef oft furðað mig á þessari bensín eyðslu. Sama er með bæinn minn. Götur eru ruddar samstundis og borið á þær þannig að snjórinn nái ekki að festast. Þrátt fyrir allan þennan viðbúnað eru skólarnir fljótir að taka þá ákvörðun að fella niður kennslu, sennilega vegna hræðslu við skaðabótamál. Mjög stór hópur barna ferðast til og frá skóla með skóla rútum (varla hægt að segja að við eigum almennings vagna hér í bæ) og stór hópur gagnfræðaskóla nema er á eigin bílum. (rúmlega 1.800 gagnfræðaskóla nemar undir sama þaki)
Einkvað fór úrskeiðið í gær. Þegar við vöknuðum voru alla götur óruddar, kennslu hafði ekki verið frestað. Það var eins og heimurinn hafi sofnað á vaktinni. Strákurinn minn er búin að vera að keyra frá því í haust svo ég lét til leiðast og leifði honum að fara á bílnum í skólann. All í fyrsta sinn, ekki satt? Gott að ég gerði mér ekki grein fyrir mikilli hálku fyrr en ég þurfti að fara út stuttu seinna sem átti síðan eftir að versna með morgninum. Ég fór að efa ákvörðun mína og berja mig fyrir að hafa ekki látið hann æfa sig í snjó áður. Hvað ef.... Það er ekki alltaf auðvelt að sleppa verndarvængnum yfir ungunum okkar. Þegar sonurinn kom heim úr skólanum seinna um morguninn í flughálku ljómaði hann af stolti og engin efi að sjálfsálitið óx heilan helling við þetta.
Í morgun vöknuðum við við klakalag yfir öllu. Hef á tilfinningunni að of margir foreldrar hafi fengið góðan skemmt af skrekk í gær og í dag eru allir skólar lokaðir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggfærslur 28. janúar 2009
Um bloggið
Hitt og þetta
Nýjustu færslur
- 1.1.2012 Ísold Ylfa nýjasta stjarnan
- 7.9.2011 Gott að fá samkeppni
- 4.1.2011 Íslandsvinur?
- 9.12.2010 Ósvífnir óþokkar
- 11.11.2010 Ekki felldi ég karlinn minn....
- 25.10.2010 Jafnrétti ?
- 17.10.2010 Trú og glaðlyndi
- 14.10.2010 Dagurinn sem heimurinn stóð kyrr.
- 26.8.2010 áhrif lyfja?
- 17.8.2010 Og hvað ætlar Icelandair að gera?
- 6.8.2010 Af hverju NY?
- 5.8.2010 Bíll fyrir blinda
- 12.11.2009 Fólk þarf að gera sér grein fyrir hversu alvarlegt þetta er.
- 3.6.2009 haga sér eins og óþekk smábörn
- 19.4.2009 Ekki má gleyma skotárásinni í Va.Tech og nýlega var nemandi ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar