4.2.2009 | 17:00
Hann Sully er engum öðrum líkur
Rétt fyrir slysið fékk Sully lánaða bók á bókasafninu sem hann var að lesa og var með í farangrinum sínum þegar slysið varð. Bókin blotnaði og eyðilagðist svo Sully fór upp á bókasafn til að greiða bókina og bæta tjónið með nýju eintaki. Heiti bókarinnar var hvað annað en "siðfræði".
Vill svo skemmtilega til að Sullenberger var skólabróðir mannsins mín þegar þeir voru báðir við nám í flughersháskólanum Air Force Academy. Sullenberger útskrifaðist 1973 og maðurinn minn tveim árum seinna. Hér er mynd af Sullenberger frá háskólaárunum.
![]() |
Lendingin á Hudsoná fjarstæðukennd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.2.2009 | 03:58
Montin af stráknum.
Yngri sonur minn tók þátt í spurningarkeppni gagnfræðaskólanna hérna á Washington D.C svæðinu fyrir stuttu. Hann leiddi liðið í annað sæti. Eigum að mæta við hátíðlega athöfn upp í skóla annað kvöld þar sem börnin verða heiðruð. Hann var einnig einn af þrem frá skólanum okkar sem var valin til að taka þátt í sjónvarpsþættinum "It´s Academic". Þátturinn er búin að vera í gangi í 48 ár undir stjórn Mac McGarry. Sl. laugardag ókum við niður á NBC sjónvarpsstöðina í upptöku. Ég hef aldrei áður lagt leið mína í sjónvarpssal og fannst þetta auðvitað allt mjög spennandi. Við þurftum að bíða í dágóða stund þar sem verið var að taka upp annan þátt þegar við komum. Okkur var sagt að upptöku salurinn sem við vorum í er sá sami og notaður er við upptöku þáttarins "Meet the Press" sem Tim Russer heitinn sá um. Það fór meiri tími í undirbúning heldur en sjálfa upptökuna á spurningarþættinum. Ekki aðeins þátttakendurnir sem undirbúa þurfti, heldur einnig áhorfendur. Sviðstjórinn sagði okkur með handapati hvenær við ættum að klappa prúðlega, með ákafa og svo auðvitað með ofsahrifningu í lokin. Svolítið broslegt. Þættinum verður síðan sjónvarpað laugardagsmorguninn 28 mars.
Fyrir ykkur sem ekki þekkið til, þá er Erik minn sá í hvítu skyrtunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 4. febrúar 2009
Um bloggið
Hitt og þetta
Nýjustu færslur
- 1.1.2012 Ísold Ylfa nýjasta stjarnan
- 7.9.2011 Gott að fá samkeppni
- 4.1.2011 Íslandsvinur?
- 9.12.2010 Ósvífnir óþokkar
- 11.11.2010 Ekki felldi ég karlinn minn....
- 25.10.2010 Jafnrétti ?
- 17.10.2010 Trú og glaðlyndi
- 14.10.2010 Dagurinn sem heimurinn stóð kyrr.
- 26.8.2010 áhrif lyfja?
- 17.8.2010 Og hvað ætlar Icelandair að gera?
- 6.8.2010 Af hverju NY?
- 5.8.2010 Bíll fyrir blinda
- 12.11.2009 Fólk þarf að gera sér grein fyrir hversu alvarlegt þetta er.
- 3.6.2009 haga sér eins og óþekk smábörn
- 19.4.2009 Ekki má gleyma skotárásinni í Va.Tech og nýlega var nemandi ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar