Dagur Valentínusar

 

 Þegar ég fór fram úr í morgun biðu mín 12 eldrauðar rósir sem hafði verið komið fallega fyrir í vasa á borðstofu borðinu frá mínum elskulega. Þetta er svo sannarlega dagur sem verður mér ógleymanlegur og ég mun alltaf halda upp á með sérstöku þakklæti því fyrir ári síðan í dag stóð ég frammi fyrir lækninum mínum og hann færði mér þær fréttir að ég gengi með brjóst krabba. Kannski ekki það sem manni langar til að heyra á degi ástar og gleði, en ég er svo þakklát fyrir að hafa farið í skoðun og þetta uppgötvaðist. Hálfu ári áður hafði ég greinst með 3 æxli í hinu brjóstinu sem reyndust sem betur fer ekki illkynja og þau voru fjarlægð. Nú stóð ég þarna og var í 6 mánaðar eftirlits skoðun svona til að vera viss um að allt væri í lagi og þá fæ ég þessar fréttir. Vissulega mikið áfall að fá svona gusu framan í sig þegar fréttirnar áttu bara að vera góðar og í staðin fyrir að ganga létt í spori út í vetrar sólina, sit ég og er að ráðfærast við lækna um aðra aðgerð. ‘Eg er mjög heppin að vera með einn færast brjóst skurðlækni í Bandaríkjunum og hef tröllatrú á henni og hún hefur leitt mig í gegnum þetta og sett mig í samband við nýjustu aðgerðir gegn brjóst krabbameini. Eftir að hafa gengið í gegnum tvær skurðaðgerðir í von um að fjarlægja krabba fundust enn krabbameins frumur og var þá tekið það ráð að fjarlægja brjóstið og sú aðgerð var gerð sl. júlí. Reyndar er brjóstið ekki lengur fjarlægt, heldur er allt hreynsað út úr því og í sömu aðgerð var brjóstið byggt upp aftur með aðgerð sem heitir DIEP FLAP og mjög fáir læknar sem hafa kunnáttu til að gera. Læknirinn minn mun vera sá eini á Washington DC svæðinu sem gerir þessa aðgerð. Allt gekk vel og ég var fljót að komast yfir aðgerðina þó svo að allar aðstæður í kringum mig hafi verið mjög erfiðar eins og þið sem þekkið mig vitið því ég var nýbúin að missa báða foreldra mína ofan á allt annað. Skrítið hvernig lífið getur komið í gusum. ‘Eg þakka bara Guði fyrir að ég fór í skoðun. Til hamingju með daginn og hugsið vel um ykkar heilsu stelpur.    

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Erna Hákonardóttir Pomrenke
Erna Hákonardóttir Pomrenke

Þögull heili er byrjunin á dauðanum

ernahp@gmail.com

Nýjustu myndir

  • 100_1104
  • 100_1079
  • article-1109082-02FD57B3000005DC-983 468x310 popup
  • rauðkál, kartöflur og baunir átti eftir að láta sjá sig
  • 100_0952
  • Ekki má gleyma piparkökunum
  • 100 0951
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 32856

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband