22.2.2008 | 03:43
Afhverju ekki Baltimore?
'Eg get ekki ímyndað mér að það hafi verið farsæl ákvörðun hjá Icelandair að hætta flugi á BWI sem þjónar bæði Baltimore og Washington D.C. höfuðborg Bandaríkjanna en halda áfram flugi til Halifax. Hvernig í veröldinni getur verið meiri hagnaður í að fljúga til Halifax spyr ég? Skyldu þeir hafa misst samningin eða hver veit nema þeir séu að hugleiða að fljúga frá Dullas International airport í Washington D.C. Já, þá væru þessar elskur yndislegar. Ekki nema hálftíma keyrsla að skella sér þangað frá mér en eftir að Baltimore fluginu var hætt verður maður að fljúga fyrst til New York eða keyra sem tók mig 7 klst. síðast. 'Eg myndi ætla að Baltimore/Washington svæðið hafi að geyma einn fjölmennasta hóp af Íslendingum í Bandaríkjunum.
Mjög dró úr hagnaði Icelandair | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hitt og þetta
Nýjustu færslur
- 1.1.2012 Ísold Ylfa nýjasta stjarnan
- 7.9.2011 Gott að fá samkeppni
- 4.1.2011 Íslandsvinur?
- 9.12.2010 Ósvífnir óþokkar
- 11.11.2010 Ekki felldi ég karlinn minn....
- 25.10.2010 Jafnrétti ?
- 17.10.2010 Trú og glaðlyndi
- 14.10.2010 Dagurinn sem heimurinn stóð kyrr.
- 26.8.2010 áhrif lyfja?
- 17.8.2010 Og hvað ætlar Icelandair að gera?
- 6.8.2010 Af hverju NY?
- 5.8.2010 Bíll fyrir blinda
- 12.11.2009 Fólk þarf að gera sér grein fyrir hversu alvarlegt þetta er.
- 3.6.2009 haga sér eins og óþekk smábörn
- 19.4.2009 Ekki má gleyma skotárásinni í Va.Tech og nýlega var nemandi ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Íslendingar eru ekki nema mjög lítið brot af heildar farþegafjölda þeirra í Ameríkufluginu. Opinbera skýringin sem þeir gáfu þegar þeir hættu að fljúga á BWI var sú að eftir að kaninn fór frá Keflavík hafi orðið veruleg fækkun farþega á þessari leið og auk þess er líka töluvert framboð af beinu flugi frá Washington svæðinu til Evrópu svo samkeppnin var hörð. Halifax kemur svo reyndar ekki í staðinn fyrir BWI heldur má frekar segja að það verði Toronto en þeir hefja flug þangað í vor.
En ég skil vel að þú sérst svekkt með þá...ég bý nálægt Minneapolis og vona innilega að þeir haldi áfram flugi hingað en þeir tóku sér vetrarfrí núna yfir dauðasta tímann frá janúar fram í mars...þessar elskur.
Kveðja frá Minnesota.
Róbert Björnsson, 22.2.2008 kl. 04:19
Eftir að varnarliðið hvarf frá Íslandi þá hefur eitthvað minnkað aðsóknin til BWI en samt sem áður er BWI flugið með einhverja þá bestu sætanýtingu í Bandaríkjafluginu þannig að það er með öllu óskiljanlegt hversvegna Flugleiðir hættu flugi þangað.
Ívar Jón Arnarson, 22.2.2008 kl. 09:23
Jú ég hef heyrt þessa skýringu áður en á nú einkvað erfitt með að trúa því að Kaninn frá vellinum hafi haft það mikil áhrif á farþega fjöldann þar sem hermenn og fjölskyldur þeirra gátu flogið frítt með Mac flights, þe hervélum eða í leiguflugi. Veit að herinn leigði farþegaþotur sem flugu reglulegt flug held einu sinni í viku til Keflavíkur með þeirra fólk.
Icelandair tóku einmitt einnig svona vetrar frí á Baltimore í fyrra og ég var bara að vonast til að þetta yrði aðeins yfir daufast tímann núna. 'Eg vona bara að þetta sé ekki vísbending á það sem koma skal hjá þér.
'Eg hafði gaman af að lesa viðbótina við fréttina hjá þér Róbert á Moggasíðunni í gær og þakka þér fyrir góðar upplýsingar. 'Eg vissi td. ekki að aðeins þessi flugfélög sem þú minntist á mættu fljúga á milli USA og Bretlands. Verður athyglisvert ef aðrir fara inn á Íslands markaðinn. Icelandair mættu gjarnan fá smá samkeppni, þær færu kannski betur með okkur. Finnst það hund skítt að við sem fljúgum "heim" erum að borga sama prís og þeir sem halda áfram tildæmis til Frankfurt og ég held það sé reyndar ódýrara.
Erna Hákonardóttir Pomrenke, 22.2.2008 kl. 12:43
Eru þeir alveg hættir að fljúga til Baltimore eða er það bara á veturna? Sé ekki betur á Icelandair-vefnum en þetta sé alveg hætt.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 22.2.2008 kl. 14:36
Rétt hjá þér Anna. Því miður sýnist mér þetta endanleg ákvörðun hjá þeim. Ergilegt fyrir okkur. Verður ekki eins auðvelt að komast heim.
Erna Hákonardóttir Pomrenke, 22.2.2008 kl. 15:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.