Blueman á tónleikaferð

Búið að vera mikið að gerast á þessum bæ svo ég hef lítið komist í tölvuna og var næstum búin að gleyma að segja ykkur að við skruppum á Blueman tónleika fyrir nokkru. OK, ég viðurkenni að við fórum og sáum þá tvisvar. Fyrst með Erik í Patriot Center hér rétt fyrir utan Washington D.C. og manninum mínum fannst svo gaman að við ákváðum að fara aftur þegar Andrea okkar kom heim í smá skólafrí og þá sáum við þá í flottu íþrótta húsi sem University of Virginia í Charlottesvill er nýbúið að opna.  Blueman eru í tónleikaferð um Bandaríkin um þessar mundir (þar til í maí) sem þeir kalla    "How To Be A Megastar" Fyrir þá sem ekki þekkja gæjana (sennilega komnir vel yfir fertugt) þá eru þeir snilldar trommu leikarar eða ég ætti kannski að segja að þeir séu ásláttar leikarar þar sem þeir nota ýmislegt til að berja á eins og td PVC plast rör sem er hreint frábært hvað þeir geta gert með plast rör. Tónlistin þeirra  er sennilega sambland af Rokk og Teknó. Mikið stuð og skemmtilegir bláingjar.

Verð að minnast á  Mike Ralm sem hitaði upp fyrir tónleikana. Ekki viss um hvað á að kalla hann nema Music Video DJ. Hann notaði ma. söng video með Björk og notaði hljómborð til að ýkja og bæta við ýmsum hljómborðs nudd hljóðum. Sorry, kann ekki skil á þessu. Eins sýndi hann "immigrant Song"music video með Led Zeppelin. Verð að viðurkenna að þó ég hafi marg oft heyrt þetta frábæra lag var það bara nýlega að unglingarnir mínir gerðu mér grein fyrir að þeir sömdu þetta lag fyrir Tónleikaferð þeirra til Íslands mig minnir 1972. http://www.youtube.com/watch?v=svR3iXKTJvc&feature=related svo það má segja að það voru aldeilis 'Islensk áhrif á tónleikunum hjá Blueman. 

Eftir tónleikana fór ég og keypti music video með Blueman handa eiginmanninum (nýja music videóið þeirra kemur út í lok tónleikaferðarinnar í maí) og síðan keypti ég Led Zeppelin music vidio handa Erik. Skrýtið hvað tíminn endurtekur sig. Nú er hann að hlusta á Bítlana, Led Zeppelin og aðra góða 70´s tónlist sem ég ólst upp á. Gaman fyrir mig.

Því miður get ég ekki niður halað mynd af þeim en þið getið kíkt á þá með því að fara inn á slóðina þeirra www.blueman.comog eins getið þið kíkt á tónlistahttp://www.youtube.com/watch?v=svR3iXKTJvc&feature=relatedr ferðina þeirra ef þið eruð á leið Vestur um haf.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Erna Hákonardóttir Pomrenke
Erna Hákonardóttir Pomrenke

Þögull heili er byrjunin á dauðanum

ernahp@gmail.com

Nýjustu myndir

  • 100_1104
  • 100_1079
  • article-1109082-02FD57B3000005DC-983 468x310 popup
  • rauðkál, kartöflur og baunir átti eftir að láta sjá sig
  • 100_0952
  • Ekki má gleyma piparkökunum
  • 100 0951
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband