6.3.2008 | 15:12
Plastpoka Bann
I dag tekur Maryland fylki ákvörðun um hvort banna eigi notkun plastpoka eða ekki. Umræðan hefur komið upp áður en var feld en vonandi gengur þetta í gegn í dag. Matvöruverslunar keðjan Whole Foods sendi nýlega frá sér tilkynningu þess efnis að frá og með 22 apríl (Earth Day) munu þeir ekki lengur bjóða upp á plastpoka heldur einungis sterka bréfpoka og síðan verður hægt að kaupa fjölnota nælon poka. Þeir þjóna sama tilgangi og gömlu góðu netin sem við notuðum í gamla daga. 'Eg keypti mér svona nælonpoka hjá Wagmans og nota hann mikið. Eins er Giants með með sína poka í kóngabláum lit verslunarinnar og kosta aðeins 99 cent stykkið. Þeir voru með "Special Edition" bleika nælon poka fyrir nokkru skreyttir með mynd af slaufunni sem minnir á brjóstkrabbamein og allur ágóði af sölunni rann til rannsókna á brjóstkrabbameini. Mér fannst það mjög sniðugt hjá þeim. Þetta er auglýsing fyrir þá sjálfa og um leið er ég að styrkja gott málefni. Svo má segja að í hvert skipti sem ég fer út í búð með bleika pokann minn mynni ég aðrar konur á að fara í skoðun og láta fylgjast með sér. Margt gott sem leiðir af þessu. Ekki bara að við séum orðin meira meðvitandi um áhrif okkar á náttúruna með öllu þessu rusli sem við framleiðum. Mágur minn var í Dubai nýlega og sagði að það hafi haft sláandi áhrif á hann að sjá plastpoka fjúkandi um allt allstaðar. Alls ekki sú ímynd sem við gerum okkur um Dubai.Hér eru smá plastpoka staðreyndir. Það getur tekið yfir 1.000 ár fyrir plast poka að grotna niður á sorphaug og það tekur nálægt 1.7 milljón lítra af hráolíu til að framleiða 100 milljón plast poka og í Bandaríkjunum einum saman er um 100 milljarðar af plastpokum hent út árlega og aðeins 0.6% af þeim fer í endurvinnslu.
Um bloggið
Hitt og þetta
Nýjustu færslur
- 1.1.2012 Ísold Ylfa nýjasta stjarnan
- 7.9.2011 Gott að fá samkeppni
- 4.1.2011 Íslandsvinur?
- 9.12.2010 Ósvífnir óþokkar
- 11.11.2010 Ekki felldi ég karlinn minn....
- 25.10.2010 Jafnrétti ?
- 17.10.2010 Trú og glaðlyndi
- 14.10.2010 Dagurinn sem heimurinn stóð kyrr.
- 26.8.2010 áhrif lyfja?
- 17.8.2010 Og hvað ætlar Icelandair að gera?
- 6.8.2010 Af hverju NY?
- 5.8.2010 Bíll fyrir blinda
- 12.11.2009 Fólk þarf að gera sér grein fyrir hversu alvarlegt þetta er.
- 3.6.2009 haga sér eins og óþekk smábörn
- 19.4.2009 Ekki má gleyma skotárásinni í Va.Tech og nýlega var nemandi ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.