'A ferð um Virginíu

101_0017     101_0011  100_9990    101_0021   

Páskaferð í Virginíu  

Það eru fáir staðir jafn fallegir og Virginia á vorin þegar gróðurinn vaknar til lífsins og holt og hæðir ilma undur sætt og söngfuglar eru í óða önn að koma sér upp varp stað. Reyndar búið að vera frekar kalt í veðri svo gróðurinn er aðeins á eftir áætlun. Þar sem dóttirin er á kafi í námi og komst ekki heim yfir Páskana ákváðum við að keyra niður til Virginia Tech og vera hjá henni yfir Páskana. Í staðin fyrir Páska Egg, eru súkkulaði Páska Kanínur settar í Páska körfuna. Eini árstíminn sem maður lítur til kanínunnar með velvild annars eru þær yfirleitt bandsettar kanínur í augum garðyrkjumanna. Svo súkkulaði kanínan fékk að fljóta með. Förum alltaf með einhvern glaðning með okkur til hennar og í þetta skipti var það “The Office” á DVD svona til afþreyingar fyrir hana ef það verður þá einhver tími til að horfa á þættina. Virginia Tech var herskóli áður fyrr, en er nú einn af betri tækni háskólum Bandaríkjanna staðsettur í Blacksburg sem er í suð-vestur hluta Virginíu fylkis, alls 27,000 nemendur. Flestir muna eftir sl. 16 Apríl þegar ungur geðveikur maður réðist inn í Virginia Tech byggingar og skaut 32 nemendur og síðan sjálfan sig til bana.   Nú er búið að reisa þarna minnisvarða til að minnast þeirra sem létust og næstkomandi 16 apríl er ár liðið frá því þessi voða atburður átti sér stað og verður gefið frí í skólanum og deginum varið til að minnast þeirra sem létust á þessum skelfilega degi. Þessi atburður hefur haft mjög djúp áhrif á nemendur í Virginia Tech sem og aðra og er oft rætt um geðheilsu manna og hvernig hægt sé að koma í veg fyrir að svona getir endur tekið sig..  Veðrið var margbreytilegt á leiðinni til Virginia Tech. Þetta er tæplega 4 tíma keyrsla frá Norður hluta Virginíufylkis þar sem ég bý. Byrjaði með glampandi sól þegar við ókum vestur á Interstate 66 og klukkutíma seinna í Strasburg var komin smá éljaskúr.

 LurayCavernsOrgan Luray Caverns

Það eru margir fallegri hellar á svæðinu á milli Front Royal og Strasburg og þekktastur þeirra er Luray Caverns. Svo má líka nefna, Shenandoah Caverns, Skyline Caverns, Endless Caverns, og Crystal Caverns.  Sólargeislarnir brutust fljótlega aftur út í gegnum skýin þar sem við þustum niður Interstate 81 með fjallgarða og vingjarnlegar hæðir til beggja handa.

University of Virginia Tech.

 101_0005     101_0006    100_9991    101_0012

Það var komið kvöldmatarleiti þegar við runnum í hlað í heimavistinni í Virginia Tech. Dóttirin var afar sæl að sjá okkur og góð tilbreyting fyrir hana að komast út fyrir múra skólans. Tek það fram að nemendur á fyrsta ári geta ekki haft bíla með sér. Með 27,000 nemendur yrði lítið um bílastæði ef allir væru með bíla og eins  bara ágætt að halda nýjum nemendum við námsefnið heldur en að þau séu að rjúka út um kvippin og kvappin.    Það var þung skýjað og aðeins nokkra stiga hiti í Blacksburg á Páskasunnudag. Við ákváðum að fara í Páska Guðþjónustu í Luther Memorial (Evangelical Lutheran Church) sem er rétt við Virginia Tech. Alltaf gaman að fara í “nýjar kirkjur”.  Eftir kirkju fórum við í “Páska Brunch” á Holliday Inn. Þetta var heljarmikið hlaðborð með óteljandi valkostum fyrir $20 á mann. Ekki þörf á að borða mikið það sem eftir er dagsins eftir svona stóra máltíð. Við vissum að það var erfið vika framundan og mörg náms verkefni sem þurfti að vinna að og skila svo við vildum ekki vera  að tefja hana og kvöddum fljótlega eftir hádegið. 

Roanoke

 101_0018    101_0022    101_0030    101_0026

Á heimleiðinni ókum við í gegnum Roanoke, VA. Það er staður sem mig langar til að heimsækja aftur þegar betri tími er til. Roanoke hefur 5 sinnum verið valin “All-American City” 5 sinnum “Top Digital City” og eins valin sem “Top livable city”. Fljótlega eftir að komið er inn í bæinn blasir við mjög sérkennileg ráðstefnu og sýningarhöll í stíl sem ég kann ekki að nefna. Hótel Roanoke er glæsileg bygging í Tudor stíl sem ekki er hægt að missa af og vert er að skoða. Byggingin er yfir 100 ára gömul og árið 1989 var Virginia Tech háskólanum gefin byggingin, hún gerð upp og hótelið endur-opnað árið 1995. Takið eftir hesta vatns brunninum sem er fyrir framan Wachovia bankann. Brunurinn er frá 1898 og er sagt að hestar drukku frá þeirri hlið sem snéri að götunni en fólk úr munni hundsins.  Roanoke býr yfir mörgum fallegum kirkjum og sennilega mest áberandi er St.Andrew´s Kaþólska kirkjan þar sem hún situr upp á hæðog gnæfir yfir. St.Andrew´s er byggð árið 1902 í Viktoríu-Gotneskum stíl. Má alls ekki missa af úti markaðnum á Market Street sem er opin laugardaga og sunnudaga frá kl. 11-2 apríl-september.  Eins má ekki missa af “Art by the Night” sem er fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði. 

Útsýnið hjá vinkonunni

 101_0039       101_0038       101_0037

Ein vinkona mín er að byggja í Lexington, VA. Annar mjög fallegur staður. Ógleymanlegt hvernig kvikmyndin “Sound of Music” byrjar þar sem Julie Andrews snýr sér með tilþrifum á hæðinni með fjallahringinn allt í kring, baðar út höndunum og syngur “The Hills Come Alive”. ‘Eg sagði vinkonunni að hún ætti að fá sér svuntu eins og Julie Andrews því þar sem hún er að byggja gæti hún alveg eins dansað um  grænar grundir eins og Maria. Eins og pabbi hefði sagt þetta vera “glimrandi fallegur staður”.Fyrir hestafólk og hestavini er The Virginia Eqestrian Center i Lexington ómissandi stopp. Skrifa meira um Lexington seinna. Á heimleiðinni fórum við yfir á Interstate 64 í átt að Charlottesville. Eftir að farið er yfir Blue Ridge fjallgarðinn er  mjög fallegt útsýnis útskot þar sem hægt er að horfa yfir dalinn sem vert er að staldra við. Jú það er endalaust hægt að skrifa um fegurðina í Virginíu.     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Erna Hákonardóttir Pomrenke
Erna Hákonardóttir Pomrenke

Þögull heili er byrjunin á dauðanum

ernahp@gmail.com

Nýjustu myndir

  • 100_1104
  • 100_1079
  • article-1109082-02FD57B3000005DC-983 468x310 popup
  • rauðkál, kartöflur og baunir átti eftir að láta sjá sig
  • 100_0952
  • Ekki má gleyma piparkökunum
  • 100 0951
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband