meira um American Idol

Þó svo að American Idol sé einn af mínum uppáhalds þáttum þessa dagana hef ég lítið þorað að blogga um þættina þar sem ég sé þá í beinni útsendingu en þið heima á Íslandi sjáið þættina viku seinna. Þáttunum er skipt niður í tvær sýninar í hverri viku, á þriðjudögum syngja þau og þá má hringja inn og kjósa og síðan er dómur kveðin upp á miðvikudags kvöldum sem veldur oft miklu tára flóði meðal þeirra sem eru eftirstandandi.  

Breska tónskáldið og snillingurinn Andrew Lloyd Webber var með Idol keppendum í sl viku og í næstu viku er það Neil Dimond og verður gaman að sjá hvernig það gengur. Mér fannst td strákunum ganga betur að syngja lögin hennar Mariah Carey sem eru bæði talin "stelpu lög" og erfið að singja.

Margt gott og jákvætt frá American Idol og margir hafa gert það mjög gott eftir þættina eins td. og Carrie, Underwood, Kelly Clarkson, Clay Aiken, Chris Daughtry, Elliott Yamin, Fantasia, Jordin Sparks, Kellie Pickler, Taylor Hicks, Katarine McPhee og Jennifer Hudson sem krækti sér í Oskars verðlaun með leik sínum í "Dreamgirls" og leikur einnig í nýrri mynd "Sex & The City" sem kemur út í lok maí.  Jennifer lék einnig í "The Secret Life of Bees". 'Eg hef ekki séð myndina, en las bókina og fannst hún góð. Idol Gives Back dró að margar stór stjörnur og eftir kvöldið höfðu safnast yfir 60 milljón dollarar, söfnunin er enn opin svo ég er viss um að þessi upphæð hefur margfaldast. Peningnum er svo varið í hjálparstarf sérstaklega fyrir börn bæði í Bandaríkjunum og víða í Afríku.

Ryan Seacrest 180x240

Ekki má svo gleyma sjálfum Ryan Seacrest sem hlýtur að vera draumaprins allra mæðra. Kemur sérlega vel fyrir, vel klæddur, og gengur vel í öllu sem hann gerir enda með járnin víða. Hvað er hægt að biðja um meira? Ég segi bara svona. Ég hef einnig mikið dálæti á Paula, Randy og Simon sjarmi.

Margt sem kemur á óvart í þáttunum enda allt í höndum áhorfandans og sést hversu vinsældir þátttakandans skipta miklu máli. Fyrir mig er ég búin að fá hund leið á David Archuleta og finnst hann óekta. Held mikið upp á Jason Castro, en ég vona að David Cook vinni keppnina. Þið verðið bara að horfa á næsta þátt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Erna Hákonardóttir Pomrenke
Erna Hákonardóttir Pomrenke

Þögull heili er byrjunin á dauðanum

ernahp@gmail.com

Nýjustu myndir

  • 100_1104
  • 100_1079
  • article-1109082-02FD57B3000005DC-983 468x310 popup
  • rauðkál, kartöflur og baunir átti eftir að láta sjá sig
  • 100_0952
  • Ekki má gleyma piparkökunum
  • 100 0951
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 32857

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband