17.6.2008 | 18:06
litríkur klæðnaður
Rauðar gallabuxur og taskan hennar Önnu eru hreint æði. Og af því að hún Anna er að monta sig af rauðu skónum og fallegu töskunni frá Ungverjalandi má ég endilega til með að sýna mitt frá Ungverjalandi
Þegar mamma var ung stúlka eignaðist hún tvær undur fallegar útsaumaðar blússur frá Ungverjalandi. Þegar mamma var 17 ára var hún send til London sem var ekki algengt fyrir ungar stúlkur á þeim tíma svo ég býst við að hún hafi keypt blússurnar á þeim tíma eða hvort amma okkar Önnu sem ferðaðist mikið keypti þær eða hvernig það var. 'Eg notaði þær nokkrum sinnu sjálf á hippa tímabilinu en svo hef ég bara varðveitt þær síðan. 'Eg myndi áætla að þessar blússur séu að nálgast það að vera um 70 ára gamlar núna. Þið getið smell á myndirnar til að sjá þær betur.
Um bloggið
Hitt og þetta
Nýjustu færslur
- 1.1.2012 Ísold Ylfa nýjasta stjarnan
- 7.9.2011 Gott að fá samkeppni
- 4.1.2011 Íslandsvinur?
- 9.12.2010 Ósvífnir óþokkar
- 11.11.2010 Ekki felldi ég karlinn minn....
- 25.10.2010 Jafnrétti ?
- 17.10.2010 Trú og glaðlyndi
- 14.10.2010 Dagurinn sem heimurinn stóð kyrr.
- 26.8.2010 áhrif lyfja?
- 17.8.2010 Og hvað ætlar Icelandair að gera?
- 6.8.2010 Af hverju NY?
- 5.8.2010 Bíll fyrir blinda
- 12.11.2009 Fólk þarf að gera sér grein fyrir hversu alvarlegt þetta er.
- 3.6.2009 haga sér eins og óþekk smábörn
- 19.4.2009 Ekki má gleyma skotárásinni í Va.Tech og nýlega var nemandi ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið rosalega eru þessar blússur fallegar og gott að þær eru svona vel varðveittar. Ég man ekki eftir því að afi og amma hafi farið til Ungverjalands, hins vegar er mögulegt að fá svona gripi í London og annað sem mér dettur í hug er Kaupmannahöfn, en bæði amma og afi og langömmur okkar Hólmfríður og Þórunn höfðu mikil tengsl við Köben. Svo komu reyndar ungverskir flóttamenn til Íslands 1956 en mig grunar að þeir hafi ekki haft úr miklu að moða, þótt tengslin hafi komið seinna. Enda lítur út fyrir að þetta séu gripir frá því mamma þín var ung. Ég á eina króatíska, mun grófgerðari, en svolítið í sama stíl, þessar eru ennþá fallegri og fínlegri, þú hefðir gaman af að sjá bók sem ég á: Broderier fra hele verden, minntu mig á það ef þú manst þegar þú kemur til okkar á Álftanesið.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 17.6.2008 kl. 22:27
Fólk hafði nú yfirleitt lítinn pening á milli handanna á þessum tíma, en ég gæti trúað að hún hafi fengið blússurnar í London. Hún sagði mér að hún hafði fengið þær þegar hún var ung stúlka og ég get varla ímyndað mér að svona varningur hafi verið til heim.
Sem betur fer notaði ég blússurnar sjaldan svo þær eru í mjög góðu ásigkomulagi. 'Eg get séð mömmu fyrir mér þveng granna með kastaníubrúnt hárið liðandi yfir öxlunum í þessum fallegu handsaumuðu blússum.
Mig hlakkar virkilega til að heimsækja ykkur út á Álftanesið, en efast um að það verði í sumar. Góða ferð heim.
Erna Hákonardóttir Pomrenke, 17.6.2008 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.