18.6.2008 | 19:26
Ágæti D-vítamíns
Mikið rætt um áhrif D-vítamíns á líkamann þessa dagana. Í morgunfréttunum var skýrt frá því að allt að 40-50% Bandarískra barna þjáist af D-vítamín skorti. Ein aðal ástæðan er sú að börn eru ekki nógu mikið úti (sólin hjálpar líkamanum að framleiða D-vítamín). Sjónvarpsgláp, tölvu og vidio leikir eiga eflaust mikinn þátt í þessu. Þegar börnin eru úti er okkur gjarnt að moða á þau þykku lagi af sólarvarnar kremi til að verja þau gegn húðkrabba, alaveganna hér (ég bý í Virginíu) þar sem sólin er hærra á lofti og geislarnir sterkari. Beinkröm og beinþynning fer því miður vaxandi í börnum. Þetta hefur jafnvel komið fram í ungabörnum sem eru enn á brjósti. Ástæðan er einfaldlega sú að líkami móðurinnar framleiðir ekki það D-vítamín sem barnið þarf að fá í gegnum móður mjólkina. Fyrr í vikunni kom fram að konur sem greinst höfðu með brjóst krabbamein höfðu oft lágt magn af D-vítamíni í líkamanum og karlmönnum er hættar við hjartaáfalli. Ég læt með fylgja ágætis grein sem fróðlegt er að lesa. http://www.vitamindcouncil.org/?gclid=CKeRtJDZ_pMCFQxbHgod7C7PWg
Um bloggið
Hitt og þetta
Nýjustu færslur
- 1.1.2012 Ísold Ylfa nýjasta stjarnan
- 7.9.2011 Gott að fá samkeppni
- 4.1.2011 Íslandsvinur?
- 9.12.2010 Ósvífnir óþokkar
- 11.11.2010 Ekki felldi ég karlinn minn....
- 25.10.2010 Jafnrétti ?
- 17.10.2010 Trú og glaðlyndi
- 14.10.2010 Dagurinn sem heimurinn stóð kyrr.
- 26.8.2010 áhrif lyfja?
- 17.8.2010 Og hvað ætlar Icelandair að gera?
- 6.8.2010 Af hverju NY?
- 5.8.2010 Bíll fyrir blinda
- 12.11.2009 Fólk þarf að gera sér grein fyrir hversu alvarlegt þetta er.
- 3.6.2009 haga sér eins og óþekk smábörn
- 19.4.2009 Ekki má gleyma skotárásinni í Va.Tech og nýlega var nemandi ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.