17.7.2008 | 14:12
Ekki spurning, Benedikt er íþróttamaður ársins.
Það er nú ekkert undarlegt þó maðurinn sé lurkum lamin eftir þvílíkt afrek í sjónum. 48.000 skriðsundtök á rétt rúmum 16 klst. í sjó er bara varla hægt að hugsa það til enda. Benedikt er öllum til fyrirmyndar og mega margir læra af honum. Aldrei að gefast upp þó að á móti blási. Einbeitnin og viljastyrkurinn réði ferðinni. Hann er sannkallaður íþróttamaður ársins.
Mikið hlýtur það að vera hræðileg tilfinning að vera með svona mikla sjóriðu. Ég fór einu sinni í skíðaferð með Gullfossi til Ísafjarðar og lentum í slæmum sjó á leiðinni og þegar við komum að landi um næsta morgun fann ég til mikillar riðu eftir að ég var kom á fast land. Ég gekk um eins og ég væri drukkin.
Ég sá þátt í sjónvarpinu um unga stúlku sem fór í ferð með skemmtiferðaskipi og fékk svona mikla sjóriðu sem hún gat ekki losnað við. Var alltaf með svima og allt á fleygiferð. Læknarnir tóku upp á því að láta hana stíga upp á pall sem var á smá hreyfingu (velting sem líktist því að vera á skipi) og það virtist hafa jákvæð áhrif á hana og hjálpaði henni að ná jafnvæginu í smá stund, en á endanum minnir mig að hún hafi verið send í aðgerð. Þetta er mjög óvanalegt en skeður hjá örfáum skips farþegum.
Aldrei aftur í sjóinn" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hitt og þetta
Nýjustu færslur
- 1.1.2012 Ísold Ylfa nýjasta stjarnan
- 7.9.2011 Gott að fá samkeppni
- 4.1.2011 Íslandsvinur?
- 9.12.2010 Ósvífnir óþokkar
- 11.11.2010 Ekki felldi ég karlinn minn....
- 25.10.2010 Jafnrétti ?
- 17.10.2010 Trú og glaðlyndi
- 14.10.2010 Dagurinn sem heimurinn stóð kyrr.
- 26.8.2010 áhrif lyfja?
- 17.8.2010 Og hvað ætlar Icelandair að gera?
- 6.8.2010 Af hverju NY?
- 5.8.2010 Bíll fyrir blinda
- 12.11.2009 Fólk þarf að gera sér grein fyrir hversu alvarlegt þetta er.
- 3.6.2009 haga sér eins og óþekk smábörn
- 19.4.2009 Ekki má gleyma skotárásinni í Va.Tech og nýlega var nemandi ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.