erum við að koma okkur í kínverska sjálfheldu?

Því miður hef ég grun um að ekki verði nein vandræði að finna viljuga skemmtikrafta ef frægð, frami og peningur er annarsvegar á borðinu. Helst hefði ég viljað að stórþjóðir eins og Bandaríkin hefðu hætt öllum viðskiptum við Kína þar til þeir hugsa sinn gang og huga að mannúðarreglum. Ekki bara hvernig þeir fara með Tíbeta, heldur líka börn sem búa í hænsnakofum sem ekki er hægt  að standa uppréttur í og þræla svo allan daginn við að framleiða varning sem endar síðan í höndunum á mér og þér.  Ég er reyndar mjög meðvitandi um þetta þegar ég versla og kaupi yfirleitt engan varning frá Kina.  Því miður eru Bandaríkin orðin að hálfgerðum leppum þar sem stór hluti alls innflutts varnings kemur frá Kína. 
mbl.is Hert eftilit með listamönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Því miður er mannréttindum áfátt á mörgum sviðum í Bandaríkjunum einnig og margt ekki til fyrimyndar þar, þau eru síðan smá saman að breytast í mesta lögregluríki heims...þó að maður heyri ekki massafjölmiðlana tala um slíkt. Kínverjar þurfa einnig að taka sig verulega á.

Georg P Sveinbjörnsson, 17.7.2008 kl. 20:24

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Innilega sammála þér, sá eitt sinn þátt á RÚV um munaðarleysingjahæli í Kína og var lengi vel ekki mönnum sinnandi vegna þess hve sjokkeruð ég var á hrottalegum gjörðum gagnvart þessum börnum. Ég hef reynt að sniðganga kínverskjar vörur og það gegnur ágætlega, tekur lengri tíma. Ég held að það sé mikilvægt að við öll gerum okkur meðvituð um hvaðan vörurnar eru að koma sem við kaupum og ef eitthvað er augljóslega of ódýrt miðað við vinnu og efni þá er verið að misnota fólk og náttúru í framleiðsluferlinu.

Birgitta Jónsdóttir, 17.7.2008 kl. 22:25

3 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

'Eg furða mig á því afhverju  við sniðgöngum ekki Ólimpíuleikana í ár vegna stefnu Kínverja í mannréttindamálum. Sennilega of mikill peningur í húfi. Íþróttamenn búnir að gera auglýsingar samninga við fyrirtæki og fram eftir götunum. Mikið af vörunum frá Nike, Adidas og öllum hinum eru einmitt framleidd í Kína.

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 18.7.2008 kl. 15:34

4 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

" Money makes the world go round, wourld go round " , sama hvar er stungið niður, dansinn í kringum gullkálfinn og eftirsókn eftir vindi allsráðandi, skeytingaleysi og firring í Kína sem annar staðar, mannréttindi hafa ekki lengi átt jafn mikið undir högg að sækja um allan heim.

Mæli með ÞESSA fyrirlestri til að átta sig á stöðunni með tilliti til mannréttinda og frelsis á næstu árum, virðist stutt í það jafnvel á Íslandi verð köld krumla eftirlits og lögregluríkis eftir hugmyndafræði Fasismans = Corporationism = Alræði Fyrirtækjanna.

Georg P Sveinbjörnsson, 18.7.2008 kl. 20:44

5 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Birgitta, það er óskiljanlegt hvað fólk getur leift sér að fara illa með börn og þá sem minna mega sín. Fjöldi Kínverskra foreldra hafa verið þvingaðir til að selja börnin sín bæði vegna fátæktar og eins vegna þess að það er búið að setja á þá kvóta hvað má eiga mörg börn. Mig minnir að það sé eitt barn og sekt við barni númer tvö. Stúlkubörn eru oftar gefin eða seld þar sem foreldrarnir eru að reyna að eignast son til að halda ættarnafninu uppi og af fleiri ástæðum.  Þessi börn lenda síðan á munaðarleysingja hælum eins og þú talar um eða í þrælabúðum og við (þe. Vestrænar þjóðir) gerum lítið við þessu vegna græðgi í ódýran varning. Kínverjar eru búnir að ná allt of miklu tangarhaldi á heims framleiðslu. Þetta er viðbjóður.

Það er víða pottur brotinn. Við skulum halda okkur við efnið Kill Jóker, Georg eða hvað þú villt kalla þig. Það er auðvelt að skrifa og vera falin á bak við verðmiða eða hvað þetta heitir.

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 19.7.2008 kl. 15:13

6 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Allt er þetta samhangandi, en ef þú vilt frekar ræða málin á þröngum grundvelli ok.

Ég heiti Georg P. Sveinbjörnsson og skrifa ávallt undir fullu nafni og hef ekkert að fela, ásjóna mín er algert aukatriði.

Georg P Sveinbjörnsson, 19.7.2008 kl. 17:23

7 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Ég fór og kíkti á myndbandið sem þú varst að vísa í Georg og um margt merkilegt. Maður hefur því miður vitað af þessum fasísku tilburðum sem þar eru í gangi. Sé reyndar svipaða tendensa hér.

Víkjum okkur aftur að Kína. Ég er búin að vera að kynna mér ástand mála þar og ég á ekki orð yfir því að við ætlum að senda ráðherra á opnun á þessari nú þegar blóði drifnu hátíð. Fullt af fólki hefur misst heimili sín, lífsviðurværi og jafnvel endað í fangelsum eða verið drepið svo hægt væri að byggja ólympíuhallir og ólympíuþorp og hótel. Það sem ef til vill er skringilegast er samningur sem íslenska ólympíunefndin lét íþróttafólkið okkar skrifa undir: þar er þeim gert að skrifa undir að þau munu ekki viðra neinar pólitískar skoðanir. Eins og til dæmis að koma í bol sem stendur á human rights in China eða save Tibet. Ég hélt að við værum ættum lýðræðislega rétt á að tjá okkur. Merkilegt að það sé löglegt að fara fram á svona þöggun.

Birgitta Jónsdóttir, 20.7.2008 kl. 09:20

8 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Sorglegt hvernig farið er með fólkið. Því miður finnst mér þetta vera orðin meiri skrípaleikur heldur heilbrigðir Ólympíuleikar. Mér finnst það algerlega óhæft að þvinga þátttakendur til að skrifa undir samning eins og þú bendir á Birgitta. Er það þá ekki líka hræsni að skrifa undir einhvert plagg sem maður er algerlega ósammála en gerir það samt til að geta keppt? Síðan kæmi mér ekkert á óvart þó þeir skoðuðu allan farangur sem kemur inn í landið (Kína) fyrir Ólimpíuleikana.

Í morgun var verið að tala um þessa rosalegu mengun í Kína sem er meir en 7 sinnum meiri en alþjóðlegt hámark leifir. Þeir fara ekkert eftir alþjóðareglum um mengun. Hlaupa og hjólreiðamenn hafa sagt að það sem eins og að keppa með púströr fyrir framan andlitið.  Þeir ætla að minkabílaumferð og  minka verksmiðju vinnslu rétt fyrir og á meðan á leikunum standa en síðan fer allt í gang aftur. Ekkert skrítið þó þetta aumingja fólk flytji úr landi.

Georg, hefur þú lesið bók sem heitir 1984? Hún er um hvernig stjórnvöld stjórna öllu og öllum. Þú kemst ekkert nema vera myndaður eða fylgst með á einhvern hátt.

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 20.7.2008 kl. 18:17

9 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Ég tel reyndar þann heim sem 1984 lýsir og Brave New World einnig raunar færast hratt nær og er hægt að sjá merki þeirra breytinga skýrt á undaförnum 2 áratugum ef að maður er vakandi fyrir þeim, en fæstir nenna svo sem að vera að hafa of miklar áhyggjur af hraðminnkandi aðför að frelsinu á vesturlöndum. Það sem þú ert að gagnrýna (afar réttilega) Kínversk stjórnvöld fyrir og margt verra en það verður hluti af raunveruleika vesturlandabúa sem og alls heimsins ef að siðblindingjarnir sem ráða að mestu för í dag fá að koma sínu langþráða markmiði um eina alheimsstjórn undir stjórn elítunnar og öflugustu fyrirtækjaeigendanna. Þá munu ríkja fasískir/nasískir stjórnarhættir í Kína sem á Íslandi. Ég vildi bara minna á að það er ýmislegt alvarlegt að breytast í stjórnarháttum í Bandaríkjunum og Evrópu til hins verra þó að vissulega beri að fordæma mannréttindabrot Kínverja harðlega, mér þykja bara brot Bandarískra stjórnvald ekki síðri og sá skaði sem þeir hafa valdið víða um heim(þar á meðal Tíbet) með afskiptum CIA af uppreisnum og byltingum á bak við tjöldin til að þjóna annarlegum hagsmunum óbætanlegur og afar vanmetinn, dæmin eru nánast óteljandi.

Það eru myndir af mér á Myspace síðunni minni í myndaalbúminu ef það gæti orðið mér til framdráttar

Georg P Sveinbjörnsson, 20.7.2008 kl. 21:57

10 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Georg, þú ert nú meiri huldumaðurinn  Ég get hvorki fundið þig á my space né annarstaðar. Ég hef ekki lesið Brave New World en maðurinn minn vitnar mjög oft í hana og er búin að vera að benda mér á það sem koma skal sennilega síðustu 10 árin þe. ef við gerum ekkert í þessu. En mannkynið hagar sér oft sem sauðkind og eltir bara hópinn, því miður

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 21.7.2008 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Erna Hákonardóttir Pomrenke
Erna Hákonardóttir Pomrenke

Þögull heili er byrjunin á dauðanum

ernahp@gmail.com

Nýjustu myndir

  • 100_1104
  • 100_1079
  • article-1109082-02FD57B3000005DC-983 468x310 popup
  • rauðkál, kartöflur og baunir átti eftir að láta sjá sig
  • 100_0952
  • Ekki má gleyma piparkökunum
  • 100 0951
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband