21.7.2008 | 14:59
og verðið lækkar í USA
Ferðir manna stjórnast mikið af himinháu eldsneytisverði og hefur orðið til þess að fólk hefur haldið sig meira heimavið í sumar eða farið í styttri ferðir. Verðið á galloninu var komið vel yfir $4 og var spáð hækkandi verði, en í síðustu viku lækkaði verðið í fyrsta sinn í lengri tíma og er búist við meiri lækkun á næstu dögum og ég vona svo sannarlega að það standist (Bandaríkjamenn mega bara þakka fyrir að ástandið er ekki orðið eins slæmt og í flestum Evrópulöndum þar sem verð á bensíni er 3 til 4 sinnum hærra). Flestar bensínstöðvar eru komnar rétt undir $4 en á leiðinni heim í gær sá ég að Citco (sem er selt við 7-Eleven verslanir) var að selja bensín fyrir $3.89 og auðvitað hafði löng bíla röð myndast við dælurnar. Flestir Ameríkanar vita sennilega ekki að Citco er í eigu Petróleos de Venezuela, S.A.(PDVSA), the national oil company of the Bolivarian Republic of Venezuela sem er í eigu einræðisráðherra Venezuela Hugo Chavez. Hann hefur oft opinberlega lýst andúð sinni á Bandaríkjastjórn og jafnvel hótað að fella hana. Með því að kaup bensín af honum eru Bandaríkjamenn óvísvitandi að styrkja hann. Það er athyglisvert að í Caracas höfuðborg Venezuela kostar bensínið 12 sent á gallonið (3sent fyrir lítrann).
Eldsneytisverð hækkaði um helgina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hitt og þetta
Nýjustu færslur
- 1.1.2012 Ísold Ylfa nýjasta stjarnan
- 7.9.2011 Gott að fá samkeppni
- 4.1.2011 Íslandsvinur?
- 9.12.2010 Ósvífnir óþokkar
- 11.11.2010 Ekki felldi ég karlinn minn....
- 25.10.2010 Jafnrétti ?
- 17.10.2010 Trú og glaðlyndi
- 14.10.2010 Dagurinn sem heimurinn stóð kyrr.
- 26.8.2010 áhrif lyfja?
- 17.8.2010 Og hvað ætlar Icelandair að gera?
- 6.8.2010 Af hverju NY?
- 5.8.2010 Bíll fyrir blinda
- 12.11.2009 Fólk þarf að gera sér grein fyrir hversu alvarlegt þetta er.
- 3.6.2009 haga sér eins og óþekk smábörn
- 19.4.2009 Ekki má gleyma skotárásinni í Va.Tech og nýlega var nemandi ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.