Randy Pausch, 23 október 1960 - 25 júlí 2008

 

cross2 

Randy Pausch

23 október 1960 - 25 júlí 2008

Pausch  

Mér var brugðið þegar ég las að Randy Pausch hafði dáið fyrr í dag. Þessi frétt kom samt engum á óvart sem til hans þekktu því Randy hafði barist hetjulega við krabbamein í brisi. Randy var prófessor í tölvu vísindum við Carnegie Mellon Háskólann í Pittsburg.  Hann kallaði sig tölvu nörd. Í september í fyrra  var honum boðið að gefa fyrirlestur “síðustu ræðuna” sem hann gerði og var skyndilega komin inn á svo til hvert heimili, þökk sé You Tube. Fyrirlesturinn gaf hann nafnið “Really Achieving Your Childhood Dreames” og tileinkaði hana börnunum sínum þrem. Hann gerði sér fulla grein fyrir að hann átti ekki langt eftir og vissa að það yrði erfitt fyrir börnin hans að muna eftir honum þar sem þau eru svo ung. Hann vildi skilja einhvað eftir handa börnunum sínum sem þau mættu læra af og muna eftir pabba sínum. Hann hefur sagt að það erfiðasta sem hann barðist við var hugsunin um að börnin hans yrðu föðurlaus. Randy sagðist ekki kunna að njóta ekki lífsins og ætlaði sér að gera það til hinsta dags. Hann sagði það ekki skipta eins miklu máli hversu marga daga við ættum á þessu jarðríki, heldur hvernig við verjum þeim.  Hann skrifaði einnig bók sem heitir “The Last Lecture” og fór straks á metsölulistann. Randy sagði að múrveggir væru til staðar til að sýna okkur hversu mikið okkur langar í einhvað og hinum sem langar ekki nóg til að komast yfir. Mig langar til að benda öllum á að hlusta á “The Last Lecture”

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Pancreatic cancer = krabbamein í brisi

Fyrirlesturinn lofar góðu. Horfði á fyrstu mínúturnar og ætla að hlusta á hann allan í fyrramálið.

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 26.7.2008 kl. 19:35

2 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

kærar þakkir Ólöf fyrir ábendinguna, ég gat alls ekki komið þessu orði fyrir mig og fann það ekki í orðabókinni minni.

Ég dáist af Randy Pausch, hugrekki hans og það sem hann hefur gert fyrir börnin sín með þessum fyrirlestri. Það er svo margt sem læra má af honum. Hann hefur skilið meira eftir sig heldur en honum hefði grunað. 'Eg vona að þú fáir tækifæri til að hlusta á myndbandið til enda.

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 26.7.2008 kl. 21:42

3 identicon

Þetta er myndband sem mig langar að horfa á en eins og Ólöf segir verður það að vera í góðu tómi. Ætla að setja linkinn í bookmarks. Gott að rekast á þetta, takk

kv. Martha

Martha Elena Laxdal (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 02:11

4 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

'Eg las einnig bókina sem gefur manni betri skilning á því sem hann hefur gengið í gegnum.'Eg viðurkenni að þetta er dálítið langt, en hann hefur margt gott að segja. Randy er t.d að tala um atvik frá því að hann var barn og segir fótbolta þjálfarann sinn hafa verið mjög kröfuharðan. Randy minnir okkur á  að þegar aðrir hætta að skipta sér að okkur er það venjulega vegna þess að þeim stendur á sama og það mættu unglingarnir hugsa um þegar þau kvarta yfir að mamma og pabbi séu með einhverja afskiptasemi. 

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 28.7.2008 kl. 02:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Erna Hákonardóttir Pomrenke
Erna Hákonardóttir Pomrenke

Þögull heili er byrjunin á dauðanum

ernahp@gmail.com

Nýjustu myndir

  • 100_1104
  • 100_1079
  • article-1109082-02FD57B3000005DC-983 468x310 popup
  • rauðkál, kartöflur og baunir átti eftir að láta sjá sig
  • 100_0952
  • Ekki má gleyma piparkökunum
  • 100 0951
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband