26.8.2008 | 00:46
Aftur í skólann
Þá er Andrea mín byrjuð aftur í háskólanáminu. Lítið frí hjá henni í sumar þar sem hún var í vinnu og tók efnafræði samtímis til að létta á haust önninni. Hlóðum bílinn á laugardaginn og ókum af stað. Hún var nýbúin að krækja sér í leiðinda kvefpest og er eiginlega sárlasin. Við hjálpuðum henni að flytja dótið sitt inn og keyptum það sem á vantaði. Því miður fékk hún ekki herbergið sem hún hafði beðið um, þetta er mun minna heldur en það sem hún hafði í fyrra. Eins og flestar byggingarnar þarna í heimavistinni, er engin loftkæling og herbergin því oft eins og bakaraofnar. Tvær saman í herbergi og lítið pláss til að hreyfa sig. Rúmið er svokallað "loftbed" og er næstum upp undir loft og skrifborðið undir til að spara gólfpláss.
Mig sár verkjaði að þurfa að skilja hana eftir lasna í þessarri loftlausu hita kompu
Um bloggið
Hitt og þetta
Nýjustu færslur
- 1.1.2012 Ísold Ylfa nýjasta stjarnan
- 7.9.2011 Gott að fá samkeppni
- 4.1.2011 Íslandsvinur?
- 9.12.2010 Ósvífnir óþokkar
- 11.11.2010 Ekki felldi ég karlinn minn....
- 25.10.2010 Jafnrétti ?
- 17.10.2010 Trú og glaðlyndi
- 14.10.2010 Dagurinn sem heimurinn stóð kyrr.
- 26.8.2010 áhrif lyfja?
- 17.8.2010 Og hvað ætlar Icelandair að gera?
- 6.8.2010 Af hverju NY?
- 5.8.2010 Bíll fyrir blinda
- 12.11.2009 Fólk þarf að gera sér grein fyrir hversu alvarlegt þetta er.
- 3.6.2009 haga sér eins og óþekk smábörn
- 19.4.2009 Ekki má gleyma skotárásinni í Va.Tech og nýlega var nemandi ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Úff, hvað ég skil þig. Það hefur orðið mér til bjargar í minni vistarveru að í sumar voru sett loftkælingtæki í hvert herbergi. Apparatið er háværara en orrustuþota (smá ýkjur) og ef ég hef ekki kveikt á því yfir nóttina sef ég ekki neitt. Það var 27°C hiti í herberginu mínu í gær þegar ég komi inn og er nú samt búið að kólna nokkuð úti. Mitt fyrsta verk er að kveikja á græjunni.
Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 26.8.2008 kl. 11:26
Úff, ég vona að það fari ekki of illa um hana frænku mína, en lýsingin á herberginu hennar lofar ekki góðu. Það er því miður of algengt að bjóða námsmönnum upp á óviðunandi aðstæður. En baráttukveðjur og vona að hún losi sig við pestina, ég er einmitt að slást við mína pest núna eftir langt tímabil án svoleiðis leiðinda.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 26.8.2008 kl. 15:39
Þakka þér fyrir Anna mín. Talaði við Andreu fyrr í dag og það var mun betra í henni hljóðið. Ekki eins þræl kvefuð og svo var aðeins svalara í nótt og í morgun svo það var ekki eins heitt í herberginu hennar, en svo hefur hitnað í dag aftur og meiri raki í loftinu. Hvenær fer Hanna út? Gangi henni allt í haginn. Ég vona að þú losni við þessa leiðindapest fljótlega.
Jæja Ólöf, er nógu mikill hiti fyrir þig? Íslendingar eru svo oft að kvarta yfir því að það sé ekki nógu heitt fyrir þá. 'Eg sá myndirnar af herberginu þínu. Það er bara mjög fínt miðað við heimavistar herbergi. Bjartir og hressandi litir. Vona að námið gangi vel. Væri gaman að hittast. Ég er að fara í læknisskoðun mánudaginn 8 sept. niður í Georgetown University Hospital sem er ekkert langt frá þér. Hvernig verður dagurinn hjá þér?
Erna Hákonardóttir Pomrenke, 26.8.2008 kl. 20:51
Sendi þér tölvupóst
Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 31.8.2008 kl. 13:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.