Mikil stemning hjá McCain og Palin

Obama er einfaldlega að missa stjórn á sjálfum sér og virðingu frá kjósendum.  Dónaleg framkoma hans og skítkast í garð Söru Palin hefur lagst illa í alla hvort sem það eru demókratar eða repúblikanar. Hann lagði sig lágt þegar hann líkti  henni við svín með varalit. Hann sér augsýnilega mikið eftir því að hafa sniðgengið Hillary Clinton

Sara Palin aftur á móti hefur unni hjarta þjóðarinnar og nýtur geysilega mikilla vindælda. 'Eg fór á rallý með McCain og Söru Palin í gær í Fairfax.  Fyrst átti að halda fundinn í gagnfræðaskóla, en þar sem aðsóknin í inngöngumiða var svo mikil var staðsetningin flutt yfir í Van Dyke garðinn þar sem yfir 23.000 manns söfnuðust saman. Ég býst við að biðröðin við hliðið hafi verið ca.1,6 km löng.  Frábær stemning var á staðnum og  fer ekki á milli mála að ef McCain verður kosin forseti er það mikið til vegna vinsælda Söru Palin. 

Joe Biden varaforseta efni Obama var í New Hampshire í dag og sagði á fundi að Hillary hefði verið betri kostur sem varaforseta efni. Furðulegt af frambjóðanda að segja svona. Í útvarpinu var síðan rætt um það hvort Obama væri að íhuga að gefa honum spark og láta til leiðast og skríða til Hillary. Hann er að missa allt niður um sig.  

100_0649                                  100_0650  brot af hópnum

         DSC02226           100_0672    Smellið á myndirnar til að stækka þær

                                                                     Biðröð


mbl.is Sakaður um kvenfyrirlitningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Freyr Bergsteinsson

Hann líkti ekki henni við svín, hann líkti málefnum McCain's sem svín og hana sem varalit.

Annars er McCain lítið skárri og notaði sama málshátt um heilbrigðismálefni Hillarys:

http://www.youtube.com/watch?v=BR8IhMMhe8w

Freyr Bergsteinsson, 11.9.2008 kl. 10:22

2 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Þar sem Palin var nýbúin að nota varalit í ræðu sinni þegar hún sagði að  munurinn á íshokkí mömmu og pit bull (varasöm hundategund) væri varalitur finnst mér mjög ósmekklegt af Obama að segja að þó maður setti varalit á svín verður það alltaf áfram svín. Þetta var mjög óheppilegt orðaval hjá honum enda hefur það bitið hann í rassinn.  

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 11.9.2008 kl. 11:55

3 identicon

Obama var að tala um að stefna McCain væri sú sama og hjá Bush og Chaney og að það væru ekki breytingar heldur líkt og að setja varalit á svín.

McCain hefur hinsvegar notað þetta orðatiltæki nokkuð oft ... og í meira niðrandi tón (til Hillary).

Mér finnst soldið ótrúlegt að fólk éti upp þennan áróður Republicana, áróður sem er til þess gerður að dreifa athygli fólks frá raunverulegum málefnum korteri fyrir kosningar.

Ég mæli með þessu myndbandi til að skýra málið: 

http://onegoodmove.org/1gm/1gmarchive/2008/09/lipstick_hyster.html

SG (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 13:18

4 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Obama sýnir hroka blessaður. Kemur mér ekki á óvart. Heillavænlegra hefði verið fyrir hann að hafa Hilary með sér um borð til að sætta stríðandi fylkingar.  His funeral!

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 11.9.2008 kl. 23:50

5 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Já Guðrún, Obama hefur skemmt mikið fyrir sér með þessum hroka í garð Sarah Palin.  Í kvöld var sýnt viðtal við Sarah Palin sem fréttamaðurinn Charlie Gibson hafði við hana. Gibson gekk mjög hart að henni og spurði hana spjörunum úr og reyndi eftir bestu getu að þrýsta henni upp við vegg. Án þess að snúa út úr eins og mörgum stjórnmálamönnum er gjarnt á að gera, svaraði Sarah spurningum Gibsons hreinskilningslega og með festu og stóð sig mjög vel. Mér finnst pressan hafa komið mjög illa fram við hana og verið mjög hlutdræg. Ég hef aldrei séð þvílíkar og aðrar eins spurningar lagðar fyrir Obama.  

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 12.9.2008 kl. 04:53

6 identicon

Þessi frétt er mjög heimskuleg og hlutdræg, Barack Obama var ekki að segja að Sarah Palin væri svín með varalit, hann var að segja að stefna John Mccain í hagkerfismálum væri sú sama og George Bush væri með, það væri bara búið að láta hana lýta út fyrir að vera öðruvísi, og þess vegna notaði hann þetta orðatiltæki. Sarah Palin notaði þetta orðatiltæki einnig í einum af sínum ræðum og þess vegna heldur fólk að hann sé með kvenfyrirlitningu.

Nokkrum klukkutímum eftir þessa ræðu sem Barack Obama flutti gáfu repúblíkanar út auglýsingu sem sagði að Barack Obama væri með kvenfyrirlitningu, og afhverju gerðu þeir það? Því að þeir vita að fjölmiðlar mundu vitna í það sem veldur því að fólk sem veit EKKI NEITT um þessar kosningar, eins og síðustu tveir "bloggarar" hér fyrir ofan mig, tekur það til sín og  trúir því sem gefur repúblíkönum að sjálfsögðu fleiri atkvæði.

Þetta er fáfræði og til skammar að þið á komið með svona athugasemdir, ef þið hefðuð tekið pínu tíma og horft á alla ræðuna hjá Barack Obama þá hefðuð þið ekki sagt þetta.

Sigurbjartur Sturla Atlason (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 05:13

7 identicon

Eitt í viðbót, ég vitna í þig : 

"Sara Palin aftur á móti hefur unni hjarta þjóðarinnar og nýtur geysilega mikilla vindælda. "

Ef þú heldur að Sarah Palin sé með góða reynslu og góða stefnuskrá þá ertu allveg úti að aka í þessum málum.

Sarah Palin er búin að vera ríkisstjóri Alaska í tvö ár, það gefur mér þá hugmynd að hún sé EKKI með nógu mikla reynslu til að verða forseti Bandaríkjanna. Hún er bókstafstrúarmaður ( hún trúir ekki á þróunarkenninguna, hún heldur að jörðin sé 12000 ára gömul og svo framvegis ). Hún er á móti fóstureyðingum, sama þótt að pabbi manns, bróðir manns eða  ókunnugur maður úti á götu nauðgi manni eða að þú sért í lífshættu ef þú eignist barnið þá verðuru samt að eignast barnið, ég veit að það er mjög ógeðslegt að segja, en það gerist í heiminum. Hún er á móti samkynhneigðu fólki. Hún er á móti stem cells sem er aðal lyfið gegn parkinsons veiki, og afhverju vill hún það ekki, því að það er genatengt lyf og hún neitar hugtakinu gen. Hún neitar því að global warming sé að gerast út af mönnum. Hún hefur enga reynslu af samskiptum við önnur lönd og þegar John Mccain var spurður hvort það væri ekki vandamál ef hún yrði forseti, þá sagði hann að það væri ekkert vandamál því að Alaska er nálægt Rússlandi. Þegar hún varð ríkisstjóri Alaska var hún spurð hvað henni fyndist um stríðið í Írak og hún sagði að það væri svo mikið að gera með Alaska að hún hafði ekki einu sinni tíma til að hugsa um Írak.

Ég gæti haldið svona áfram lengilengi en ég er búinn að niðurlægja ykkur nóg.

Takk fyrir, og endurskoðið málin áður en þið segið svona. 

Sigurbjartur Sturla Atlason (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 05:40

8 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

þetta eru svo miklir öfgar í þér SA að það er varla vert að vera að svara þessu. 'Eg heyrði þessa umræddu ræðu hans Obama í fullri lengd og finnst mjög ósmekklegt að hann notaði varalitinn til að gera samanburð sérstaklega þar sem Sarah Palin var nýbúin að gera það sjálf. Fór einni á McCain-Palin kosningarfund og Obama samkomu fyrr í sumar. Fjölmiðla fólk (sem er oft Demókratar) hefur verið mjög harðsnúið gegn Palin og komið illa fram við hana. Það er dúndrað á hana spurningum sem hvorki Joe Biden né Obama hafa þurft að svara. Mínar ábendingar eru ekki úr lausu lofti gripnar.

Obama er komin í varnarstöðu og komin leiðinlegur mórall yfir vígstöðvar hans. Joe Biden hefur líst því yfir að Hillary hefði orðið betri varaforseti heldur en hann sjálfur.  

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 12.9.2008 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Erna Hákonardóttir Pomrenke
Erna Hákonardóttir Pomrenke

Þögull heili er byrjunin á dauðanum

ernahp@gmail.com

Nýjustu myndir

  • 100_1104
  • 100_1079
  • article-1109082-02FD57B3000005DC-983 468x310 popup
  • rauðkál, kartöflur og baunir átti eftir að láta sjá sig
  • 100_0952
  • Ekki má gleyma piparkökunum
  • 100 0951
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 32808

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband