18.9.2008 | 13:05
gúnguskapur í dómstólum
Hvernig er hægt að leyfa annarri þjóð (Noregur í þessu tilfelli) að vaða svona yfir okkur og hunsa íslenskan dóm? Hvaða máli skiptir það okkur hvaða reglur eru í gildi í Noregi eða annarstaðar í heiminum í máli um forráðarétt íslenskra þegna? Þýðir þetta að nú getur hver sem er flutt úr landi með börnin og látið breyta umráðarétt barnanna því íslenskir dómstólar eru linir og virðast ekki hafa bein í nefinu til að stöðva það sem ég myndi kalla mannrán. Ekki gott mál.
"Almenna reglan á Íslandi er sú að ef um barn yngra en 18 ára er að ræða þá þarf samþykki frá báðum foreldrum eða þá staðfestingu frá sýslumanni eða öðrum á því að viðkomandi foreldri sé með fullt forræði".
Fluttur til Noregs án samþykkis móður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hitt og þetta
Nýjustu færslur
- 1.1.2012 Ísold Ylfa nýjasta stjarnan
- 7.9.2011 Gott að fá samkeppni
- 4.1.2011 Íslandsvinur?
- 9.12.2010 Ósvífnir óþokkar
- 11.11.2010 Ekki felldi ég karlinn minn....
- 25.10.2010 Jafnrétti ?
- 17.10.2010 Trú og glaðlyndi
- 14.10.2010 Dagurinn sem heimurinn stóð kyrr.
- 26.8.2010 áhrif lyfja?
- 17.8.2010 Og hvað ætlar Icelandair að gera?
- 6.8.2010 Af hverju NY?
- 5.8.2010 Bíll fyrir blinda
- 12.11.2009 Fólk þarf að gera sér grein fyrir hversu alvarlegt þetta er.
- 3.6.2009 haga sér eins og óþekk smábörn
- 19.4.2009 Ekki má gleyma skotárásinni í Va.Tech og nýlega var nemandi ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvernig er hægt að leyfa annarri þjóð (Noregur í þessu tilfelli) að vaða svona yfir okkur og hunsa íslenskan dóm?
Ljúfan mín, þetta gera íslenskir dómstólar daglega því sem næst og fara ekki einu sinni eftir alþjóðasamþykktum sem þó norðmenn gera.. ég er handviss um að réttur barnsins er í hávegum hafður í noregi..
Bendi á mitt eigið blogg um sama efni þar sem fjallað er um málið frá hinu sjónarhorninu.
Óskar Þorkelsson, 18.9.2008 kl. 17:04
Það er eflaust óskaplega sárt að lenda í svona máli hvort sem það er móðirin eða faðirinn sem fær forráðarétt barnsins og hlýtur að vera mikil vanlíða hjá barninu að vera klemmt á milli foreldra sem barninu þykir eflaust jafn vænt um. 'Eg gæti ekki hugsað mér að vera án minna barna og veit að ég get sagt það sama fyrir manninn minn. Þú segist vera handviss um að réttur barnsins er í hávegum hafður í noregi.. Hvað með þann dóm sem Íslensk yfirvöld voru búin að setja? Var drengurinn spurður hvar hann vildi helst vera? Vinir hans og fjölskylda eru sjálfsagt á Íslandi (nema faðirinn). Getur verið erfitt fyrir barn að aðlagast nýju umhverfi sérstaklega undir álagi.
Ég hef samúð með öllum þrem í þessu tilfelli. Erfitt fyrir alla
Erna Hákonardóttir Pomrenke, 18.9.2008 kl. 18:02
Ég leyfi mér að efast um að nokkuð hafi verið við drenginn rætt þegar móðirinn fékk forræðið.
Óskar Þorkelsson, 18.9.2008 kl. 18:44
Erfitt að segja til um það, auðvitað á að ræða þetta við barnið. En hvernig í veröldinni geta norsk yfirvöld leift sér að breyta máli sem var dæmt á Íslandi? Er faðirinn ekki líka íslenskur ríkisborgari?
Erna Hákonardóttir Pomrenke, 18.9.2008 kl. 19:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.