Búin að fá upp í kok

Þið heima megið bara vera þakklát fyrir að vera ekki hérna Vestan hafs núna þar sem kosningarfréttum er troðið niður í kok á okkur. Kosningar baráttan er búin að standa í tvö ár og nú í endasprettinum mætti halda að Barack Obama sé búin að kaupa allar sjónvarpsstöðvarnar. Það er ekki nokkur friður fyrir manninum. Sama hvaða sjónvarpsstöð, frétta tíminn snýst um Obama og auglýsingarnar hans virðast koma á fimm mínútna fresti. Hann lét seinka World Series um hálftíma í kvöld því hann hefur svo mikla þörf á að mala og mala.

Nú væri gott að geta ýtt á "Fast Forward" til 5 nóvember. Geta sleppt þessum dögum fyrir kosningarnar sem stjórnast af Obama.  Það má segja að Repúblikanaflokkurinn hefði getað fundið betri mann en McCain, en ég held að fólk geri sér enga grein fyrir hvað það er að bjóða yfir sig ef Obama kemst í Hvíta Húsið.


mbl.is McCain og Obama berjast hart á lokasprettinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Maður hefði alveg þegið að vera þarna þessar kosningar ,hefi verið þarna nokkrar sennliega um það bil 5-6 og það var her áður en við fengum svona mikið sjónvarp tiil að fylgjast með þessu beint núna hér /Mér finnst að þú sért vissum að Obama vinni það er eg aftur a´móti ekki,það snúast margir i kjörklefanum/MCCAIN vinnur þetta"""" /Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 2.11.2008 kl. 22:24

2 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Komdu sæll Halli.

Ég vona svo sannarlega að Obama vinni ekki, en mér finnst fréttamiðlarnir vera búnir að vera mjög hlutdrægir í þessum forseta kosningum og td. verið mjög óréttlátir í garð Söru Palin.

Ég sá skoðanakönnun fyrir stuttu þar sem stuðningsmenn Obama voru spurðir um hvort þeir væru fylgjandi málefnum sem þeir voru látnir halda að væru á stefnuskrá Obama en var í rauninni á stefnuskrá McCain. Jú, Jú þetta var allt bara hið besta mál og þeir voru auðvitað sammála öllu því þeir voru í þeirri trú að þetta væri allt Obama mál. Það hrikalega við þetta er að þarna voru algerir hálfvitar og var svo augljóst að fólk hefur ekki hugmynd um hvað það er að kjósa. Ég held að fréttamiðlar geti haft mikil áhrif á hvernig kjósendur hugsa, en ég vona bara að fólk noti skynsemina á þriðjudaginn.

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 3.11.2008 kl. 03:40

3 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Það var fljótlega hægt að finna hverjum þú fylgir, ég er svo rugluð í svona kostningur hvort sem hér heima eða annarsstaðar, að það er engu lagi líkt, og skammast mín fyrir það. Fróðlegt er að heyra frá þér að Obama er að kaupa allar sjónvarpsstöðvar.  Ég er búin að sitja við í dag og fylgjast með fréttaflutningi í Skandinaviu og Bretlandi, og hef svosem alltaf gaman að því.

Einu hef ég þó tekið eftir að Söru Phalin, hefur ekki verið hampað neitt sérstaklega, en þó kom í einum fréttaskyringarþætti í dag, að hún myndi örugglega fara fram fyrir republikana eftir 4 ár.  Ég bara vona að Bandaríkjamenn verði sáttir í lokin.

(Persónulega vildi ég mrs. Clinton)

Sólveig Hannesdóttir, 4.11.2008 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Erna Hákonardóttir Pomrenke
Erna Hákonardóttir Pomrenke

Þögull heili er byrjunin á dauðanum

ernahp@gmail.com

Nýjustu myndir

  • 100_1104
  • 100_1079
  • article-1109082-02FD57B3000005DC-983 468x310 popup
  • rauðkál, kartöflur og baunir átti eftir að láta sjá sig
  • 100_0952
  • Ekki má gleyma piparkökunum
  • 100 0951
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband