Múgsefjun

Obama heimsótti Manassas í Virginia í gærkveldi og er talið að um 85.000 manns hafi verið á staðnum. Ég get sagt ykkur að ég bý í ca. 5km fjarlægt frá fundarstaðnum og skríls lætin voru svo mikil og hátalararnir svo hátt stilltir að við gátum heyrt það sem fram fór. Alger múgsefjun. Ekki vildi ég verða á þeirra vegi ef Obama verður ekki fyrir valinu. Fjölmiðlarnir halda áfram að hafa áhrif á fólk og var byrt stór mynd í blaðinu af Obama á kosningarstað í morgun. Grein úr Manassas dagblaði hér fyrir neðan og síðan er smá kosningar fróðleikur frá Yahoo þar fyrir neðan. 

http://www.insidenova.com/isn/news/politics/article/obamas_final_virginia_rally_draws_85000/23889/

http://news.yahoo.com/s/ynews/ynews_pl126


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ég er alveg sammála þér alger múgsefjun en ég trúi ekki að Bandaríkjamenn séu það vitlausir að kjósa Obama.

Óðinn Þórisson, 4.11.2008 kl. 18:12

2 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

 Óðinn, ég skrapp í bæinn í hádeginu og brá heldur í brún því á hverju horni mátti sjá unglinga með Obama skilti hrópandi á akandi vegfarendur Minnti mann óþyrmilega á "Hitler Youth" Því miður er hægt að hafa mikil áhrif á fólk með tómu tali en ég vona bara að skynsemin fái að ráða hér.

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 4.11.2008 kl. 19:30

3 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Það hefur öugglega verið talsvert álag að fylgjast með þessu, keppnin í þessum málum er svakaleg allsstaðar, og miklir peningar lagðir í þetta.   Verst ef reiði brýst út hjá unga fólkinu.

Sólveig Hannesdóttir, 5.11.2008 kl. 13:54

4 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

'Eg er rosalega fegin að þetta er yfirstaðið og maður er laus við allar sjónvarps auglýsingarnar og lætin í kringum þessar forseta kosningar. Ég man ekki eftir að hafa séð eins mikla hörku eins og maður sá nú. McCain var orðin peninga lítill, en Obama virtist eiga nóg enda er talið að hann hafi fengið mikið fé erlendis frá. Það er verið að segja að það sem réði úrslitunum fyrir Obama er að mikill fjöldi ungs fólks og eins minnihluta hópar mættu á kjörstaði, fólk sem venjulega lætur síður sjá sig í kosningum.  

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 6.11.2008 kl. 03:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Erna Hákonardóttir Pomrenke
Erna Hákonardóttir Pomrenke

Þögull heili er byrjunin á dauðanum

ernahp@gmail.com

Nýjustu myndir

  • 100_1104
  • 100_1079
  • article-1109082-02FD57B3000005DC-983 468x310 popup
  • rauðkál, kartöflur og baunir átti eftir að láta sjá sig
  • 100_0952
  • Ekki má gleyma piparkökunum
  • 100 0951
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 32812

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband