25.11.2008 | 23:13
Frábærar haframjöls smákökur
1 1/4 Bolli jurta (smjörlíki)
3/4 Bolli þétt pakkaður púðursykur
1/2 Bolli sykur
1 Egg
1 Tesk. Vanilludropar
1 1/2 Bolli hveiti
1 Tesk. matarsódi
1 Tesk. salt (má sleppa)
1 Tesk. kanill
1/4 Tesk. múskat
3 Bollar hafrar.
Hitið ofninn í 175° Hrærið saman jurtasmjöri og sykrinum þar til ljóst og létt. Bætið púðursykrinum við. Bætið egginu og vanilludropunum við. Í sér skál, blandið saman hveiti, salti, matarsódanum og kryddi og blandið saman við eggjahræruna. Blandið vel. Hrærið höfrunum saman við. Setjið eina tesk fyrir hverja köku á ósmurða bökunarplötu. Mjúkar kökur bakist í 8-9 mínútur og stökkar kökur bakist í 10-11 mínútur. Þið fáið ca. 54 kökur.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Nýjustu færslur
- 1.1.2012 Ísold Ylfa nýjasta stjarnan
- 7.9.2011 Gott að fá samkeppni
- 4.1.2011 Íslandsvinur?
- 9.12.2010 Ósvífnir óþokkar
- 11.11.2010 Ekki felldi ég karlinn minn....
- 25.10.2010 Jafnrétti ?
- 17.10.2010 Trú og glaðlyndi
- 14.10.2010 Dagurinn sem heimurinn stóð kyrr.
- 26.8.2010 áhrif lyfja?
- 17.8.2010 Og hvað ætlar Icelandair að gera?
- 6.8.2010 Af hverju NY?
- 5.8.2010 Bíll fyrir blinda
- 12.11.2009 Fólk þarf að gera sér grein fyrir hversu alvarlegt þetta er.
- 3.6.2009 haga sér eins og óþekk smábörn
- 19.4.2009 Ekki má gleyma skotárásinni í Va.Tech og nýlega var nemandi ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir þessa, fer strax í gang með hana, ég var einmitt að gera eina, sem ég asnaðist til að lesa ekki almennilega og hún var bara vond. Prófa þessa.
Sólveig Hannesdóttir, 3.12.2008 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.