31.12.2008 | 19:48
Hrottaleg líkamsárás
Ég vona að það verði tekið harkalega á þessum óþverrum og þeir ekki bara yfirheyrðir og sleppt. Menn sem veitast að lögreglunni og slasa eins og í þessu tilfelli ættu að eiga yfir höfði mun þyngri dóm en ef um væri að ræða almennan borgara þó það sé nógu slæmt. Það er ekki hægt að líða það að ráðist sé að lögreglunni, lögreglan verður að geta unnið sitt verk. Það má líta á þetta sem tilræði til manndráps. Mjög alvarlegt mál. Ég öfunda ekki laganna verði í dag.
Lögreglumaður kinnbeinsbrotinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hitt og þetta
Nýjustu færslur
- 1.1.2012 Ísold Ylfa nýjasta stjarnan
- 7.9.2011 Gott að fá samkeppni
- 4.1.2011 Íslandsvinur?
- 9.12.2010 Ósvífnir óþokkar
- 11.11.2010 Ekki felldi ég karlinn minn....
- 25.10.2010 Jafnrétti ?
- 17.10.2010 Trú og glaðlyndi
- 14.10.2010 Dagurinn sem heimurinn stóð kyrr.
- 26.8.2010 áhrif lyfja?
- 17.8.2010 Og hvað ætlar Icelandair að gera?
- 6.8.2010 Af hverju NY?
- 5.8.2010 Bíll fyrir blinda
- 12.11.2009 Fólk þarf að gera sér grein fyrir hversu alvarlegt þetta er.
- 3.6.2009 haga sér eins og óþekk smábörn
- 19.4.2009 Ekki má gleyma skotárásinni í Va.Tech og nýlega var nemandi ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Grjótið er ekki mikið verra en gasið, ég hreinlega skil ekki, laganaverði, eru þeir eitthvað menntaðir englar, sem ekkert má koma fyrir? geta verið bölvaðir skítbuxnar, jafn og þeir sem hentu grjótinu.
Georg Óskar Giannakoudakis, 31.12.2008 kl. 20:00
Ég er algerlega ósammála því að refsingar eigi að vera mismunandi eftir því hverjir eiga í hlut.
Sigurður Þór Guðjónsson, 31.12.2008 kl. 20:11
Ég er algerlega á því að þú lesir bloggið birgitta.blog.is áður en þú lætur glepjast af fréttaflutningi og setur svona vitleysu frá þér.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.1.2009 kl. 01:51
Óhlýðni við lögreglu verður ekkert réttlætt með einhverri frásögn birgittu - lögreglan var að reyna að koma í veg fyrir árás á formenn allra stjórnmálaflokkanna og starfsmenn Stöðvar 2.
Mín vegna geta þeir notað hver þau tól og tæki sem þeim sýnist. Óþarfa harka ?? Hættið þá að brjóta lögin með því að hlýða þeim ekki. Hóf lögreglan átökin??? Hvað með það ??? Áttu þeir að bíða eftir því að þeir eða forsvarsmenn
þjóðarinnar yður fyrir frekari árásum??
Áfram löggur
Ólafur I Hrólfsson
Ólafur Ingi Hrólfsson, 1.1.2009 kl. 06:04
Ólafur Hrólfsson veit allt enda fasisti og rassasleikja Davíðs drullusokks og Björns Bjarnasonar sem er með skítlegasta eðlið í ríkisstjórninni eins og hann á ætt til. Lögreglan hóf átökin í anda skítlegs eðlis og fasistainnrætis dómsmálaráðherrans. Það er ekki nema eðlilegt að löggufíflin verði fyrir hnjaski þegar þeir ráðast á almenning. Og það má búast við meiru en kinnbeinsbroti ef þeir ætla að halda til streitu fasískum tilburðum við borgara þessa lands. Og svo voru það starsmenn Stöðvar 2 sem voru í lögguleik og réðust að mótmælendum eins og best sést á myndbandi sem birt er á visir.is.
corvus corax, 1.1.2009 kl. 12:36
Þakka þér fyrir Ólafur. Ef við ætlum að búa við lýðræðislegt fyrirkomulag þá verður að halda uppi lögum og reglum. Það gengur ekki vera með skrílslæti og vinna spjöll á eigum annarra. Mótmælið á siðsamlegan hátt. Þessi læti gera bara illt verra. Lögreglan virðist ekki mega blaka við fólki og þá er strax komið með skítkast á hana. Það var búin að vara fólkið við sem hafði ruðst inn og biðja það að fara út. Corvus, þú ert gott dæmi um hvað lögreglan á við að glíma ef þú ert að spá fleirum líkamsmeiðingum.
Erna Hákonardóttir Pomrenke, 1.1.2009 kl. 13:03
Það er sorglegt hvað þeir sem ekki voru á vettvangi virðast vita mikið um atburði. Ef Erna mundi leggja það á sig að skoða myndbandið á visir.is mundi hún sjá að mótmælendur voru að fara að fyrirmælum löggunnar, búnir að snúa baki í lögguna og á leið í burtu þegar löggan ræðst skyndilega aftan að mótmælendum að fara og byrjar að dæla piparúða yfir þá. Ég var þarna í hópi mótmælenda og veit hvernig piparúðaárásin hófst en ég sá það ekki frekar en aðrir mótmælendur af því að ég sneri baki í lögguna á leið minni í burtu og fékk gusuna Í HNAKKANN! Erna og aðrir besservisserar, endilega gerið ykkur að meiri fíflum með blaðri um hluti sem þið vitið ekkert um!
corvus corax, 1.1.2009 kl. 23:26
Það er auðséð á myndböndum eins og td sem er inn á Vísi að fólkið ruddist inn í anddyri Hótel Borgar og starfsfólkið þurfti að hafa sig við að reyna að koma lýðnum út, starf sem hefði betur hentað lögreglunni. Það hefst ekkert með óspektum og skemmdarstarfsemi. Þjóðin er öll í sárum og reiði er skiljanleg en það má ekki verða til þess að fólk mæti með múrsteina eða önnur vopn eða skemmi eigur annarra.
Erna Hákonardóttir Pomrenke, 2.1.2009 kl. 00:56
Ég er á sama máli það þarf að stoppa þetta,handtökur og fjársektir og líka fangelsi ef til þess þarf þetta er ekkert annað en óðjóðalýður og mótmæli á að leifa á Sandskeiðinu ekki nær Höfuðborginni.
Guðjón H Finnbogason, 2.1.2009 kl. 16:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.