Hann Sully er engum öðrum líkur

Rétt fyrir slysið fékk Sully lánaða bók á bókasafninu sem hann var að lesa og var með í farangrinum sínum þegar slysið varð. Bókin blotnaði og eyðilagðist svo Sully fór upp á bókasafn til að greiða bókina og bæta tjónið með nýju eintaki. Heiti bókarinnar var hvað annað en "siðfræði".

Vill svo skemmtilega til að Sullenberger var skólabróðir mannsins mín þegar þeir voru báðir við nám í flughersháskólanum Air Force Academy. Sullenberger útskrifaðist 1973 og maðurinn minn tveim árum seinna. Hér er mynd af Sullenberger frá háskólaárunum.

Sullenberger Class 1973 a


mbl.is Lendingin á Hudsoná fjarstæðukennd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Yndisegar þessar tengingar!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Sólveig Hannesdóttir, 6.2.2009 kl. 19:56

2 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Sæl Sólveig

Það má segja að heimurinn er ekki stór. Annars er alltaf að koma meir og meir í ljós hversu afbragðs flugstóri Sullenberger er. Ég var að hlusta á flugritann og það er með ólíkindum hversu sallarólegur hann var í gegnum þetta allt saman. Eins og það væri ekkert eðlilegra en að lenda þessu flikki á ánni.

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 6.2.2009 kl. 21:03

3 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Sæl vertu.

   Ég sá í gær á dönsku sjónvarpsstöðinni stuttan þátt um Sullenberger, og myndskeið frá lendingunni, það var mjög hrífandi að hlusta á manninn, og ótrúlegt hvernig hann gat lent, en eins og hannsagði sjálfur, var flóinn eini slétti flöturinn. Ótrulegt kraftaverk.

Sólveig Hannesdóttir, 10.2.2009 kl. 17:16

4 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Þetta var sannkallað kraftaverk. Þarna eru margar brýr yfir Hudson ána og hreint ótrúlegt að hann gat fundið þarna part af ánni þar sem ekkert var til fyrirstöðu til að lenda vélinni.  Eins var þarna höfn sem fljótabátar athöfnuðu sig þannig að  hjálp barst mjög fljótt. Má segja að þetta hafi verið velheppnað slys.

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 10.2.2009 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Erna Hákonardóttir Pomrenke
Erna Hákonardóttir Pomrenke

Þögull heili er byrjunin á dauðanum

ernahp@gmail.com

Nýjustu myndir

  • 100_1104
  • 100_1079
  • article-1109082-02FD57B3000005DC-983 468x310 popup
  • rauðkál, kartöflur og baunir átti eftir að láta sjá sig
  • 100_0952
  • Ekki má gleyma piparkökunum
  • 100 0951
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband