Færsluflokkur: Bloggar

Hanna

Búið að vera mjög þurrt það sem af er af mánuðnum og jörðin uppskrælnuð. Við erum búin að bíða með eftirvæntingu eftir Hönnu og nú hefur daman loksins látið sjá sig. Rigndi af og til í nótt og jörðin sleikti upp hvern dropa sem féll, en nú er komin stöðug úrhellisrigning og stórir pollar farnir að myndast en samt á eftir að herða á rigningu og vindum. Hanna á að vera yfir Alexandríu um kl.2 í dag á svipuðum tíma  þegar háflæði er í Potomac ánni sem veitir ekki á gott. Síðast þegar við fengum svona úrhelli, þustu maurarnir inn í hús til okkar til að leita sér skjóls. 'Oskemmtileg heimsókn sem endaði með útrýmingar herferð.

'Arlega drukkna um 250 manns (í USA) í bílum sínum við það að reyna að aka yfir götur sem eru undir vatni. 


og hvað verður um gömlu bílana?

Hver skildi heildartala innfluttra bíla vera á ári hverju og hvað verður um gömlu skrjóðana sem enginn vill? Ekki gufa þeir bara upp. Sem betur fer man ég ekki til þess að hafa séð "bílakirkjugarð" eða "junk yard" eins og maður sér erlendis.  Hvað verður um bíl hræin? Vonandi eru þau ekki send til vanþróaðra ríkja. 

 


mbl.is Nýskráningar bíla ekki færri í sex ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi fer þetta betur

Gústav er að ganga á land í Houma Louisiana sem er rétt suðvestur af New Orleans. Margir þeirra sem fóru illa út úr fellibylnum Katrína fluttu til Lafayette sem er norðvestur af New Orleans einmitt þar sem talið er að Gústav eigi eftir að halda stefnu á. Vonandi er Lafayette nógu langt inn í landi og að það eigi eftir að draga enn meir úr vindhraðanum. Síðan á Gústav að taka stefnu að Texas. Annars var það ekki einungis vindhraðinn sem fór illa með New Orleans í fyrra heldur gífurleg rigning og brestur í stíflugarði. Svæðið liggur lágt og er mikið votlendi sem hefði ekki átt að byggja á að mínu mati. Það er skömminni skárra að vera vestan við fellibyl þar sem vindhraðinn er yfirleitt minni og rigningarbeltin halda sig á austur hlið fellibylja. En hvirfilbyljir (skýstrókar) fylgja einnig fellibyljum hvort sem þú ert austan eða vestan við og þá er fólk sem býr í hjólhýsum í mikilli hættu. 'Otrúlega mikill fjöldi Bandaríkjamanna býr í hjólhýsum og nú er Gústav komin of nálægt og orðið of seint að leita skjóls annarsstaðar.  Eins gott að skríða undir rúm ríghalda í rúmfótinn og loka augunum þar til veðrið hefur gengið yfir.  Hryllileg tilhugsun.
mbl.is Dregur úr styrk fellibyls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sarah Palin, glæsileg og eldklár

Nú kom hann okkur svo sannarlega á óvart. Snilldarval hjá McCain sem fáum datt í hug nema kannski einum ungum manni sem hefur verið að blogga um hana og safna undirskriftum allt frá  2007. Gaman að kíkja á bloggið hans http://palinforvp.blogspot.com/ 

Sarah Palin Þessi 5 barna "hockey mom" eins og Sarah Palin kallar sig lét fyrst til sín kveða í foreldrafélagi  barnaskólans í heimabæ sínum í Alaska(parents teachers association). Sat síðan í borgarstjórn og sem leiddi hana upp stigann í embætti ríkisstjóra Alaska sem hún hefur þjónað í tvö ár við miklar vinsældir. Þegar hún tók sæti í borgarstjórn var það hennar fyrsta verk að "hreinsa til" og rak meðal annars lögreglustjórann fyrir spillingu. Sarah er ákveðin og veit hvert hún stefnir og kemur mjög vel fram. Mér líst mjög vel á þessa geðþekku konu eftir að hafa hlustað á hana og eftir það sem ég hef lesið um hana og held að hún eigi eftir að gera vel.   


mbl.is Hver er Sarah Palin?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aftur í skólann

Þá er Andrea mín byrjuð aftur í háskólanáminu. Lítið frí hjá henni í sumar þar sem hún var í vinnu og tók efnafræði samtímis til að létta á haust önninni. Hlóðum bílinn á laugardaginn og ókum af stað. Hún var nýbúin að krækja sér í leiðinda kvefpest og er eiginlega sárlasin. Við hjálpuðum henni að flytja dótið sitt inn og keyptum það sem á vantaði.  Því miður fékk hún ekki herbergið sem hún hafði beðið um, þetta er mun minna heldur en það sem hún hafði í fyrra. Eins og flestar byggingarnar þarna í heimavistinni, er engin loftkæling og herbergin því oft eins og bakaraofnar. Tvær saman í herbergi og lítið pláss til að hreyfa sig.  Rúmið er svokallað "loftbed" og er næstum upp undir loft og skrifborðið undir til að spara gólfpláss.

Mig sár verkjaði að þurfa að skilja hana eftir lasna í þessarri loftlausu hita kompu


Álag á tölvunni............

Álag á tölvunni, músin finnst ekki.

cat on laptop 

 


Ungt fólk og glóandi hendur

Hér er frábært afrek frá ungu fólki. Þið hafið örugglega öll gaman af að sjá þetta myndband. Rosalega flott og fallegt hjá krökkunum. Maður er algerlega hugnumin af handdansinum. Mikil æfing og samstaða sem hefur farið í þetta.  Þau kalla sig CTJF Mime Ministry. Stórfínt hjá þeim.


Magnaður

'Eg var á ferðalagi um Colorado árið 1974 og var svo heppin að komast á minnisstæða Clapton tónleika sem hann hélt í Denver. Það voru jafnframt mínir fyrstu rokk tónleikar.
mbl.is Um 12.000 hlýða á Clapton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kínverjar og tákn númera

Skiljanlega mikið rætt um Kína þessa dagana. Dagsetning opnunnar hátíðar Olimpíu leikanna kl 8 þann 8-8-08 á að bera þeim  mikið lán þar sem 8 er heillatalan þeirra. Ástæðan  er að númerið 8, borið fram "ba" hljómar eins og orðið velmegun/lukka. Brúðhjón velja oft 8. dag hvers mánaðar því hann mun veita þeim lukku og auðsæld. Gert er ráð fyrir að um 16000 brúðapör láti pússa sig saman í dag.  Því fleiri sem átturnar eru í símanúmeri, heimilisfangi eða á bílnúmeri því betra.

Aftur á móti ber talan 4 mikla ólukku því fjórir skrifað "si" er borið fram eins og su sem getur þýtt dauði. Vegna hjátrúar eru Kínverskar byggingar  oft ekki með fjórðu hæð rétt eins og vestræn hótel eru oft ekki með 13. hæð skráða.  14 er enn verri tala því hún táknar skyndilegan dauða.  

Bandaríski sundkappinn Michael Phelps ætlar að reyna við átta gullverðlaun á þessum leikum. Hver veit nema þetta eigi eftir að veita honum lukku. Mark Spitz á heiðurinn af 7 gullum. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Erna Hákonardóttir Pomrenke
Erna Hákonardóttir Pomrenke

Þögull heili er byrjunin á dauðanum

ernahp@gmail.com

Nýjustu myndir

  • 100_1104
  • 100_1079
  • article-1109082-02FD57B3000005DC-983 468x310 popup
  • rauðkál, kartöflur og baunir átti eftir að láta sjá sig
  • 100_0952
  • Ekki má gleyma piparkökunum
  • 100 0951
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband