26.11.2008 | 15:59
Mjög gott graskerapæ (Pumpkin pæ)
í tilefni dagsins á morgun, set ég þetta inn aftur. Prufið og látið mig vita hvað ykkur finnst. Happy Thanksgiving.
3/4 bolli smjör
2 bollar hveiti
1/4 tesk. salt
2/3 bolli púður sykur
1/2 bolli smátt saxaðar Pecans eða walnuts
5-6 matsk. kalt vatn
1 3/4 bolli eða 15 oz dós af pumkin
1/2 bolli sykur
2 tesk. pumkin pie krydd*
1/4 tesk. salt
3 egg
1/4 bolli sýrður rjómi
1 bolli matreiðslu rjómi
1 tesk. vanilludropar
1) fyrir pie skelina, létt bræðið smjörið við miðlungs hita. Passið að hita það ekki of mikið því það á eftir að dekkjast meðan það kólnar. Setjið til hliðar og látið kólna.
2) blandið saman hveiti, 1/4 tesk. salti í miðlungsstórri skál. Bætið við smjörinu og blandið saman þar til það líkist grófri milsnu.
3) Til að gera mylsnuna sem fer yfir pæið, takið 3/4 bolla af milsnunni og bætið við helmingnum af púðursykrinum og hnetunum. Geymið.
4) blandið 1 matskeið af kalda vatninu saman við það sem eftir var af mylsnunni. Varlega blandið saman með gafli og bætið við restinni af vatninu varlega saman við þar til myndast hefur kúla.
5) Setjið hveiti á borðflöt og fletjið deigið út þar til það er ca. 30cm í þvermál og setjið í kringlótt eldfast fat sem er ca. 23cm. Jafnið kantana upp við barmin.
6) Hitið ofnin að 190 gráðum. 'I stórri skál, bætið saman pumkin, sykri, 1/3 bolla af púðursykrinum sem eftir er, pumkin pie kriddinu og 1/4 tesk. af salti. Bætið við eggjunum og sýrðum rjóma. Blandið saman með gafli þar til létt blandað. Bætið við matreiðslu rjómanum og vanilludropunum.
7) varlega hellið hrærunni í pæ skelina. Til að varast að röndin brenni ekki er gott að setja þunna ræmu af álpappír meðfram röndinni. Bakist í 35 minútur. Takið álpappírinn af og stráið hnetumylsnuna yfir pæið og bakið í 20 mínútur til viðbótar eða þar til pinna sem stungið er í pæið kemur út hreynn. Látið kólna.
* til að gera heimatilbúið pumpkin krydd, blandið saman 1 tesk. kanil, 1/2 tesk. engifer, 1/4 tesk. múskat og 1/8 tesk af allspice.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
26.11.2008 | 12:07
Þakkagjörðardagur
Á morgun fimmtudag er haldið upp á Thanksgiving Day eða þakkagjörðardaginn hér í Bandaríkjunum. Fleiri ferðast um þessa helgi heldur en á nokkurm öðrum tíma á árinu. Það er til siðs að bera fram kalkún með öllu tilheyrandi eins og sætum kartöflum (sweet potatos), maís, grænar baunir (aflangar), cranberry sultu og heimabökuðu maísbrauði. Ekki má gleyma graskerapæi (pumpkinpæ) epplapæ, peacanpæ og cranberrypæ. Eftir matinn er oft setið yfir amerískum fótbolta
Ég er með uppskrift að frábæru graskerapæi í uppskriftunum mínum. 'Eg ætla að reyna að vera dugleg og bæta freirum við.
Haustlegt í Virginíu Hér er íkorni að gæða sér á graskeri
fyrir framan dyrnar hjá mér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2008 | 01:56
Kjúklingur með ananassósu
3/4 Bolli hveiti
1/4 tesk. Salt
1/4 Tesk. Sellerí salt
1/4 Tesk. hvítlauks salt eða 1-2 báta ferskan hvítlauk
1/4 Tesk. múskat
Má nota kjúklingaleggi eða bringur. Ef nota á bringur sker ég þær í bita.
1/2 bolli smjör eða smjörlíki til að steikja upp úr
1 15 oz dós ananas (smátt skorin)
3 matsk. hveiti (eða afgangurinn af þurrefnablöndunni hér að ofan)
1 matsk. sykur.
soysósa eftir smekk.
Blandið fyrstu 5 þurrefnunum saman og notið til að velta kjúklingnum upp úr.
Veltið kjúklingnum upp úr þurrefnunum. Bræðið smjörið á stórri pönnu og brúnið kjúklinginn. Færið kjúklinginn yfir á ofnfastadisk. Setjið til hliðar safa af ananasnum í 1 bolla. Setjið ananas bitana yfir kjúklinginn.
Setjið 3 matskeiðar af þurrefnunum á pönnuna og sykurinn og hrærið vel með smjörinu sem eftir er á pönnunni. Þynnið út með ananas safanum og bætið soysósu eftir smekk. Hrærið þar til sósan þykknar og hellið yfir kjúklinginn og bakið við 175° í eina klukkustund. Einnig má setja kjúklinginn aftur í sósuna á pönnunni, setja lok á og elda við hægan hita á pönnunni.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 01:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 26. nóvember 2008
Um bloggið
Hitt og þetta
Nýjustu færslur
- 1.1.2012 Ísold Ylfa nýjasta stjarnan
- 7.9.2011 Gott að fá samkeppni
- 4.1.2011 Íslandsvinur?
- 9.12.2010 Ósvífnir óþokkar
- 11.11.2010 Ekki felldi ég karlinn minn....
- 25.10.2010 Jafnrétti ?
- 17.10.2010 Trú og glaðlyndi
- 14.10.2010 Dagurinn sem heimurinn stóð kyrr.
- 26.8.2010 áhrif lyfja?
- 17.8.2010 Og hvað ætlar Icelandair að gera?
- 6.8.2010 Af hverju NY?
- 5.8.2010 Bíll fyrir blinda
- 12.11.2009 Fólk þarf að gera sér grein fyrir hversu alvarlegt þetta er.
- 3.6.2009 haga sér eins og óþekk smábörn
- 19.4.2009 Ekki má gleyma skotárásinni í Va.Tech og nýlega var nemandi ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar