15.6.2008 | 14:01
undarlegar tilviljanir
Sl. fimmtudag (12 júní) var ár liðið frá því að pabbi dó og tvö ár og tíu dagar frá því að mamma dó. 'Eg sakna þeirra mikið og það líður ekki sá dagur að ég hugsi ekki til þeirra. Þau áttu bæði langt og gott líf þó svo að það hafi stundum verið erfitt að mörgu leiti. Þau gerðu alltaf gott úr hlutunum.
Þarna sat ég við tölvuna og var að skoða myndir sem ég hafði tekið í gegnum árin og lét hugan dansa í gegnum bernsku árin í faðmi mömmu og pabba og seinna með þeim og börnunum mínum. Endurminningarnar eru hugljúfar. Það skiptir ekki máli hversu gamlir foreldrar okkar eru þegar þeir eru kvaddir í burt, það er alltaf erfitt að missa foreldra sína, hvað þá báða á stuttum tíma. Svo oft að ég hefði viljað segja þeim þetta eða hitt, jafnvel gripið í símann og áttað mig á að þau eru ekki lengur með okkur.
Nýr tölvupóstur birtist á skjánum frá vinkonu minni í Ohio. Hún sagði "ég missti mömmu mína í morgun". Móðir hennar hafði farið í smá kviðslits aðgerð, var á sjúkrahúsinu yfir nótt og hafði svo komið heim kvöldið áður en hún dó. Hún dó í svefni. Það er engin aðgerð "lítil" sem gerð er á öldruðu fólki. Gamla konan hefur sennilega fengið blóðtappa eftir aðgerðina. Hún dó sama dag og ég missti föður minn fyrir ári síðan. 'Eg og vinkona mín berum sömu upphafsstafina og eiginmenn okkar bera einnig sömu upphafsstafina. Hún er fædd sama ár og maðurinn minn og ég er fædd sama ár og maðurinn hennar. Við eigum báðar tvo syni nema að ég á líka dóttir. Mér fanst þetta skrýtin tilviljun að hún missti móðir sína þennan sama dag.
Um bloggið
Hitt og þetta
Nýjustu færslur
- 1.1.2012 Ísold Ylfa nýjasta stjarnan
- 7.9.2011 Gott að fá samkeppni
- 4.1.2011 Íslandsvinur?
- 9.12.2010 Ósvífnir óþokkar
- 11.11.2010 Ekki felldi ég karlinn minn....
- 25.10.2010 Jafnrétti ?
- 17.10.2010 Trú og glaðlyndi
- 14.10.2010 Dagurinn sem heimurinn stóð kyrr.
- 26.8.2010 áhrif lyfja?
- 17.8.2010 Og hvað ætlar Icelandair að gera?
- 6.8.2010 Af hverju NY?
- 5.8.2010 Bíll fyrir blinda
- 12.11.2009 Fólk þarf að gera sér grein fyrir hversu alvarlegt þetta er.
- 3.6.2009 haga sér eins og óþekk smábörn
- 19.4.2009 Ekki má gleyma skotárásinni í Va.Tech og nýlega var nemandi ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 57
- Sl. sólarhring: 58
- Sl. viku: 61
- Frá upphafi: 33123
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.