undarlegar tilviljanir

Sl. fimmtudag (12 júní) var ár liðið frá því að pabbi dó og tvö ár og tíu dagar  frá því að mamma dó. 'Eg sakna þeirra mikið og það líður ekki sá dagur að ég hugsi ekki til þeirra. Þau áttu bæði langt og gott líf þó svo að það hafi stundum verið erfitt að mörgu leiti. Þau gerðu alltaf gott úr hlutunum.

Þarna sat ég við tölvuna og var að skoða myndir sem ég hafði tekið í gegnum árin og lét hugan dansa í gegnum bernsku árin í faðmi mömmu og pabba og seinna með þeim og börnunum mínum. Endurminningarnar eru hugljúfar. Það skiptir ekki máli hversu gamlir foreldrar okkar eru þegar þeir eru kvaddir í burt, það er alltaf erfitt að missa foreldra sína, hvað þá báða á stuttum tíma. Svo oft að ég hefði viljað segja þeim þetta eða hitt, jafnvel gripið í símann og áttað mig á að þau eru ekki lengur með okkur.

Nýr tölvupóstur birtist á skjánum frá vinkonu minni í Ohio. Hún sagði "ég missti mömmu mína í morgun". Móðir hennar hafði farið í smá kviðslits aðgerð, var á sjúkrahúsinu yfir nótt og hafði svo komið heim kvöldið áður en hún dó. Hún dó í svefni.  Það er engin aðgerð "lítil" sem gerð er á öldruðu fólki. Gamla konan hefur sennilega fengið blóðtappa eftir aðgerðina. Hún dó sama dag og ég missti föður minn fyrir ári síðan. 'Eg og vinkona mín berum sömu upphafsstafina og eiginmenn okkar bera einnig sömu upphafsstafina. Hún er fædd sama ár og maðurinn minn og ég er fædd sama ár og maðurinn hennar. Við eigum báðar tvo syni nema að ég á líka dóttir.   Mér fanst þetta skrýtin tilviljun að hún missti móðir sína þennan sama dag.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Erna Hákonardóttir Pomrenke
Erna Hákonardóttir Pomrenke

Þögull heili er byrjunin á dauðanum

ernahp@gmail.com

Nýjustu myndir

  • 100_1104
  • 100_1079
  • article-1109082-02FD57B3000005DC-983 468x310 popup
  • rauðkál, kartöflur og baunir átti eftir að láta sjá sig
  • 100_0952
  • Ekki má gleyma piparkökunum
  • 100 0951
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 32781

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband