Hrottaleg líkamsárás

Ég vona að það verði tekið harkalega á þessum óþverrum og þeir ekki  bara yfirheyrðir og sleppt. Menn sem veitast að lögreglunni og slasa eins og í þessu tilfelli ættu að eiga yfir höfði mun þyngri dóm en ef um væri að ræða almennan borgara þó það sé nógu slæmt. Það er ekki hægt að líða það að ráðist sé að lögreglunni, lögreglan verður að geta unnið sitt verk. Það má líta á þetta sem tilræði til manndráps. Mjög alvarlegt mál. Ég öfunda ekki laganna verði í dag.
mbl.is Lögreglumaður kinnbeinsbrotinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegt ár

Ég bjó í sama húsinu við Fjólugötu frá því ég var 7 ára gömul og þar til ég gifti mig og flutti að heiman eða í samtals 15 ár. Fjólugatan er yndisleg gata að búa við og nágrannar okkar voru allir gott fólk.  Fullorðna fólkið heilsaðist en fór síðan sína leið. Pabbi tók ofan fyrir frúnum og bauð góðan daginn. Ég man ekki til þess að fólk staldraði við út á gangstétt til að spjalla um daginn og veginn né að börnum hafi verið yfirleitt heilsað  þegar við mættum fullorðna fólkinu.  Fólk var sennilega meira samansaumað í þá daga. Auðvitað áttum við systkinin okkar vini og suma held ég enn sambandi við eftir 32 ára búsetu erlendis.

Tölvuvæðing og Internetið hefur breytt samskiptum manna. Internetið gerir það auðvelt að vera í stöðugu sambandi við vini okkar með tölvupósti og á Facebook. Við bloggum um skoðanir okkar af frjálsum vilja, setjum inn færslur hjá fólki sem við vitum engin deili á og tökum við kommentum frá bloggurum og bloggvinum, sumum sem við höfum aldrei séð, allt bara sjálfsagður hlutur og kannski vegna þess að við getum varið okkur á bak við skerm.  

Hverjum dytti í hug að taka allt í einu upp á því að ganga upp að blá ókunnugri manneskju í Bankastrætinu og gefa viðkomanda álit sitt á hinu eða þessu. Einkvað smá skrýtinn þessi, myndi maður hugsa.

Það er einmitt þetta sem er svo heillandi við bloggið, það tengir okkur saman því við erum öll "systkini" í augum Guðs. Við getum hughreyst hvort annað og sent góða og jákvæða strauma. Við þurfum öll á því að halda. 'Eg hef áður skrifað um vísindamanninn Randy Paush sem dó fyrr á árinu. Þegar hann var barn kvartaði hann yfir fótbolta þjálfaranum sem honum fannst vera of afskiptasamur og stundum dómharður. Randy benti á að þegar fólk hættir að "skipta sér að" hættir að leiðbeina eða krítesera er það í rauninni merki um áhugaleysi gagnvart viðkomanda. Haldið því áfram að blogga og verið góð við hvort annað. Þakka allar heimsóknirnar á árinu og kommentin.

Ég óska ykkur öllum gott og gæfuríkt komandi ár.  Wizard

 

!!GLEÐILEGT ÁR !!


Gleðileg Jól

Gleðileg Jól kæru vinir. Í dag höldum við upp á fæðingu frelsara vors. Undirbúningur jólanna er auðvitað misjafn á milli heimila. Ég setti inn nokkrar myndir hér til hliðar frá okkar jóla undirbúningi. Megi fagnaðarerindi jólanna lifa í hjörtum ykkar og ég óska ykkur öllum blessunarríkt komandi ár.

100_0952 


Sjálfsagt

Það er ekkert sjálfsagðara en að umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt standist próf í íslensku. Eins ætti að vera skilyrði að þessir umsækjendum  læri um landið og þjóðina. Áður en maður gerist Bandarískur þegn þarf að standast próf um land og þjóð.  

Einnig ætti einstaklingar sem sækir um að búa á Íslandi þurfi að gangast undir "background check" og að gengi verði úr skugga um að viðkomandi sé ekki eftirlýstur eða með glæpaferil að baki.

Hvernig er það, hversu lengi getur erlendur þegn búið í landinu ef hann/hún er ekki giftur íslending? 


mbl.is Íslenskupróf skilyrði fyrir ríkisborgararétti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dorrit lét sig hverfa

og hverjum er svo sem ekki sama. Efnislaus frétt og kannski enn efnislausara að vera að blogga um þetta, hmmm. Ég er samt að undrast yfir hvers vegna hún lét sjá sig til að byrja með. Var það til að styðja foreldra sína eða bara til að geta gert smá "networking" fyrir sjálfa sig og þegar engin spennandi gestur var á staðnum  lét hún sig hverfa. Hversu oft höfum við ekki öll verið í boði, engan þekkt og staðið vandræðaleg með glasið í hendinni? Já glas í hendi reddar öllu við svona aðstæður. Alltaf hægt að daðra svolítið við glasið. Hún hefði geta snúið þessu upp í "hit partý" Svo var kannski aldrei ætlunin að staldra við eða að hún fékk bara magapínu og varð að fara heim.


mbl.is Dorrit staldraði stutt við í veislu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Saltkjöt, nammi namm

Í morgun var saumaklúbbur hjá okkur íslensku konunum sem búa hérna á Washington D.C svæðinu. Við komum saman einu sinni í mánuði sem er alltaf tilhlökkunarefni og oft eini tíminn fyrir okkur til að viðhalda íslenskunni. Við byrjum morguninn með kaffi og einhverju gómsætu. Síðan er borin fram hádegisverður og í dag fengum við girnilegt saltkjöt með rófum og kartöflum og baunasúpu. Það er ekki oft að maður fær íslenskt saltkjöt og því fannst mér ég þurfa að borða nógu hægt til að geta notið hvers einast  bita. Margt sem maður saknar af skerinu og við erum svo dæmalaust lánsöm að vera fædd í eins frábæru landi og Ísland er.


Kirkjan eða eiginkonan

Þessi saga vakti óneytanlega athygli mína. Maður nokkur að nafni Johnny Harsh í Oshkosh Wisconsin er kapteinn í Hjálpræðishernum og hefur starfað með honum í 14 ár og ætti því að vera nokkuð fróður um reglur kirkju safnaðarins. Eiginkona Johnny var einnig foringi í Hjálpræðishernum en hún dó fyrr á árinu. Fljótlega kynntist Johnny annarri konu bæði fallegri að innan sem utan eins og hann segir sjálfur og ráðgerði að giftast henni nk. júní þar til Hjálpræðisherinn greip í taumana. Á heimasíðu Salvation Army kemur mjög greinilega fram að "must marry another Salvation Army officer or leave his or her officer status."  Sem sagt Johny missir stöðu sína og starf ef hann giftist útfyrir söfnuðinn. Það er víst eins gott að huga að ýmsu áður en maður fer að skuldbinda sig. Mörg okkar standa í þeirri trú að Hjálpræðisherinn sé aðeins góðgerðarstofnun en er í rauninni rótgróið kirkju samfélag  stofnað 1865. Má lesa meir um þetta hér

Obama $8 virði

'Eg fékk þennan $8 seðil í hendurnar fyrir stuttu. Skildi upphæðin standa fyrir árin sem Obama mun sitja við völd, þe. tvö tímabil ? Ég held ég láti nú samt ekki reyna á það að fá seðlinum skipt þó svo að hann sé mjög "ekta" að sjá.

 Obama Dollars

 


Er þetta Victoria´s secret?

ljúf brjóst, ha

 image00111

Kíktu betur,

 

 betur,

 

ah,

 

 

 

 

 

 image00222

 


Ekki byrja allir lífið jafnt.

Eins og mér er vant fór ég upp á spítala í gær og tók myndir af nýburunum sem voru að fara heim og gekk síðan inn á herbergi til mæðranna sem áttu að fara heim í dag og leiðbeindi þeim með hvaða eyðublöð ættu að vera tilbúin fyrir morguninn. Ég veitti því athygli að í einu herberginu sat "vinkona" í stól við hlið rúm móðurinnar. "Vinkonan" var klædd þykkum svörtum jakka með loðkraga og var búin að breiða teppi yfir sig næstum upp að herðum.  Snemma í morgun þegar ég gekk inn í sama herbergi til að sækja barnið og undirbúa fyrir myndatöku sat vinkonan enn í stólnum og virtist ekki hafa hreyft sig nema að nú lá teppið aðeins yfir fótleggjunum og skein í lögregluskjöld á hægra brjóstinu.  Mér varð ljóst að móðirin var undir gæzlu lögreglu. Hún bað mig um að bíða með myndatökuna því fötin sem barnið átti að klæðast voru á leiðinni. Henni var mikið í mun um að fá að klæða barnið sitt sjálf heldur en að láta okkur klæða það. Ég skildi að þetta var sennilega í eina skiptið sem hún fékk að klæða drenginn sinn. Ég dró að fara aftur inn til hennar til að gefa henni meiri tíma með barninu. Síðan bað hún um hvort hægt væri að reyna að hafa augun opin því hana langaði til að geta horft í augun á honum. Guð veit hvað við reyndum að vekja barnið en hann var algerlega "out". Búin að fá volga mjólk og svaf vært. Væri svo ekkert hissa á því að það væru eftirstöðvar af eiturlyfjum í barninu. Barnið var síðan sótt af eldri svertingja hjónum svo það var augljóst að hann var sendur í fóstur (þar sem móðirin var hvít og hjónin gátu því ekki verið amman og afinn)og móðirin var leidd út í kuldann í lögreglufylgd og sennilega beint í steininn.  Eina sem hún hafði í fórum sínum voru minningarnar og myndirnar af barninu sem ég gaf henni. Þetta var einkvað svo trist og átakanlegt. Móðirin hálfgerður aumingi og lítil framtíð fyrir barnið. Börn sem eru send í fóstur ganga oft á milli heimila þar til þau eru nógu gömul til að sleppa þeim lausum á götuna. Börn sem engin vill.  Ég bað móðurina að fara vel með sig og óskaði henni velgengis.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Erna Hákonardóttir Pomrenke
Erna Hákonardóttir Pomrenke

Þögull heili er byrjunin á dauðanum

ernahp@gmail.com

Nýjustu myndir

  • 100_1104
  • 100_1079
  • article-1109082-02FD57B3000005DC-983 468x310 popup
  • rauðkál, kartöflur og baunir átti eftir að láta sjá sig
  • 100_0952
  • Ekki má gleyma piparkökunum
  • 100 0951
Des. 2008
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband