29.2.2008 | 22:04
gullfalleg
Hugsa sér að geta framið þvílíkt ódæðisverk og síðan að skilja barnið eftir einsamalt á lestarstöð í stórháska. Furðulegt að við þurfum leifi til að vera með hunda en hvaða idjót sem er getur alið barn.
Gott að fylgjast vel með umhverfinu í kringum okkur og ennþá betra að hafa hugrekki til að tilkynna grunsamlega atburði sem ég held að margir leiði framhjá sér
![]() |
Faðir yfirgefinnar stúlku frá Kína handtekinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.2.2008 | 16:22
Blueman á tónleikaferð
Búið að vera mikið að gerast á þessum bæ svo ég hef lítið komist í tölvuna og var næstum búin að gleyma að segja ykkur að við skruppum á Blueman tónleika fyrir nokkru. OK, ég viðurkenni að við fórum og sáum þá tvisvar. Fyrst með Erik í Patriot Center hér rétt fyrir utan Washington D.C. og manninum mínum fannst svo gaman að við ákváðum að fara aftur þegar Andrea okkar kom heim í smá skólafrí og þá sáum við þá í flottu íþrótta húsi sem University of Virginia í Charlottesvill er nýbúið að opna. Blueman eru í tónleikaferð um Bandaríkin um þessar mundir (þar til í maí) sem þeir kalla "How To Be A Megastar" Fyrir þá sem ekki þekkja gæjana (sennilega komnir vel yfir fertugt) þá eru þeir snilldar trommu leikarar eða ég ætti kannski að segja að þeir séu ásláttar leikarar þar sem þeir nota ýmislegt til að berja á eins og td PVC plast rör sem er hreint frábært hvað þeir geta gert með plast rör. Tónlistin þeirra er sennilega sambland af Rokk og Teknó. Mikið stuð og skemmtilegir bláingjar.
Verð að minnast á Mike Ralm sem hitaði upp fyrir tónleikana. Ekki viss um hvað á að kalla hann nema Music Video DJ. Hann notaði ma. söng video með Björk og notaði hljómborð til að ýkja og bæta við ýmsum hljómborðs nudd hljóðum. Sorry, kann ekki skil á þessu. Eins sýndi hann "immigrant Song"music video með Led Zeppelin. Verð að viðurkenna að þó ég hafi marg oft heyrt þetta frábæra lag var það bara nýlega að unglingarnir mínir gerðu mér grein fyrir að þeir sömdu þetta lag fyrir Tónleikaferð þeirra til Íslands mig minnir 1972. http://www.youtube.com/watch?v=svR3iXKTJvc&feature=related svo það má segja að það voru aldeilis 'Islensk áhrif á tónleikunum hjá Blueman.
Eftir tónleikana fór ég og keypti music video með Blueman handa eiginmanninum (nýja music videóið þeirra kemur út í lok tónleikaferðarinnar í maí) og síðan keypti ég Led Zeppelin music vidio handa Erik. Skrýtið hvað tíminn endurtekur sig. Nú er hann að hlusta á Bítlana, Led Zeppelin og aðra góða 70´s tónlist sem ég ólst upp á. Gaman fyrir mig.
Því miður get ég ekki niður halað mynd af þeim en þið getið kíkt á þá með því að fara inn á slóðina þeirra www.blueman.comog eins getið þið kíkt á tónlistahttp://www.youtube.com/watch?v=svR3iXKTJvc&feature=relatedr ferðina þeirra ef þið eruð á leið Vestur um haf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2008 | 22:12
SNIÐUGT STAFARUGL
Sá sem útbjó þetta ætti að vera góður í krossgátum
(Bíddu þar til þú sérð síðasta orðið)!
DORMITORY:
When you rearrange the letters:
DIRTY ROOM
PRESBYTERIAN
When you rearrange the letters:
BEST IN PRAYER
ASTRONOMER:
When you rearrange the letters:
MOON STARER
DESPERATION:
When you rearrange the letters:
A ROPE ENDS IT
THE EYES:
When you rearrange the letters:
THEY SEE
GEORGE BUSH:
When you rearrange the letters:
HE BUGS GORE
THE MORSE CODE :
When you rearrange the letters:
HERE COME DOTS
When you rearrange the letters:
CASH LOST IN ME
ELECTION RESULTS:
When you rearrange the letters:
LIES - LET'S RECOUNT
SNOOZE ALARMS:
When you rearrange the letters:
ALAS! NO MORE Z 'S
A DECIMAL POINT:
When you rearrange the letters:
IM A DOT IN PLACE
THE EARTHQUAKES:
When you rearrange the letters:
THAT QUEER SHAKE
ELEVEN PLUS TWO:
When you rearrange the letters:
TWELVE PLUS ONE
AND FOR THE GRAND FINALE:
MOTHER-IN-LAW:
When you rearrange the letters:
WOMAN HITLER
SKYLDI TENGDASONURINN HAFA GERT ÞETTA?
Bloggar | Breytt 28.2.2008 kl. 16:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2008 | 18:40
Gordon og hákarlinn
Fegin að við erum ekki komin með ilm-sjónvörp.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2008 | 15:10
engin barnaleikur
Skelfilegt að lesa þetta. Ef telpan var ekki nema 14 ára gömul þegar hún á sitt fyrsta barn get ég ekki annað séð en að um nauðgun sé að ræða og reyndar í öllum þrem tilvikunum. 'I staðin fyrir að kenna henni um lauslæti held ég að mætti athuga hvort "fullorðna fólkið" í kringum hana sé með öllum mjalla. Gleymum ekki að hún er sjálf barn. Gefur í skyn í greininni hjá BBC að hún er sennilega bláfátæk, móðir hennar hreingerninga kona sennilega lítið eða ekkert aðhald og hver veit hvað. En hugsa sér að það ólíklegasta geti endurtekið sig.
http://news.bbc.co.uk/2/hi/americas/7258072.stm
'Eg starfa á sjúkrahúsi hér í Virginíu við það að taka myndir af nýburum að ósk móðurinnar að sjálfsögðu. Venjulega er barnsburður mikið fagnaðarefni og jú mæðurnar eru stundum barnungar sjálfar. 'I síðustu viku fór ég inn á stofu hjá 16 ára gamalli stúlku sem hafði alið dreng daginn áður. Hún var hvít, kærastinn sennilega Mexíkani og lá upp í rúmi hjá henni. Engin mamma hjá henni, engin fjölskylda, engir vinir, engin blóm. Framtíðin ekki glæsileg. Hún sennilega enn í gagnfræðaskóla og verður bara að "verða fullorðin" í einum grænum fá sér vinnu og sjá um fyrir sér og sínu barni. Því miður lenda flestar ungar einstæðar mæður í fátækt og ná aldrei að menta sig, hafa hvorki pening né tíma til þess.
![]() |
Unglingsstúlka eignast aftur þríbura |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2008 | 03:43
Afhverju ekki Baltimore?
![]() |
Mjög dró úr hagnaði Icelandair |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.2.2008 | 23:28
frá Arusha with Love
Þá er stóri dagurinn að renna upp. Stefán minn og Lee Ann lenda seinnipartinn á morgun út á Dulles flugvellinum eftir tveggja mánaða dvöl fyrst í Kenía og síðan í Tansaníu. Ósköp held ég að þau verði fegin að geta þvegið af sér ferðarikið og komist í hreint rúm og hvílt sig. Þau náðu því að heimsækja litlu stúlkuna sem Lee Ann er búin að vera að styrkja í Kenía. 'Eg veit að hún Lee Ann hefði ekki verið í rónni án þess að heimsækja barnið. Hún slær ekki slöku við daman því hún ætlar að prédika strax á sunnudaginn og síðan ætla þau bæði að halda fyrirlestur um ferðina. Verður gaman að heyra um starf þeirra í Kenía og Tansaníu. Við báðum Stefán Hákon um að kaupa bók og koma með handa okkur. Hann sagði okkur að í fyrsta lagi hafi hann aðeins séð 3 bókaverslanir í Arusha og þær seldu einungis námsbækur. Kannski hann komi með námsbók handa okkur. Mér skilst að enska sé notuð í Kenía, en aftur á móti voru þau bæði að læra Svahílí á meðan þau voru í Arusha í Tansaniu. Til skemmtunar kallaði Stefán sig "Mimi Muzungu Morani"sem þýðir hvíti stríðsmaðurinn sem kom Tansaníu mönnum til að brosa því hann er nú ekki svo stríðsmannalegur að sjá.
Annars er veðurspáin alls ekki góð fyrir morgundaginn hérna á austurströnd Bandaríkjanna. Búist við snjókomu í nótt og í fyrramálið sem breytist síðan í ísregn. Má búast við lokun skóla víða og seinkun á flugi. Veðrið ætti samt ekki að hafa áhrif á þau þar sem þau fljúga bara beint inn. Minnir að þau fljúgi í gegnum Amsterdam.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.2.2008 | 22:23
Lest eða Monorail
![]() |
Vilja láta skoða möguleika á lestarsamgöngum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2008 | 21:04
Meira um Stefán Hákon
Eins og ég minnist á áður flugu Stefán Hákon og Lee Ann til Nairobi í lok desember og átti Stefán Hákon að starfa við lækningar á Kenyatta National Hospital (á bráðavaktinni). Mikið óöryggi fylgdi í kjölfar forsetakosninganna þar í landi og tveim vikum eftir að þau komu til Nairobí var þeim sagt að það væri ekki óhætt fyrir þau að vera þarna lengur og voru beðin um að fara. Þau höfðu búið hjá lækni sem starfaði þarna á sjúkrahúsinu og ég býst við að hann hafi ekki þorað að þurfa að bera ábyrgð á velferð þeirra lengur enda mjög alvarlegt ástand þarna. Þau óku suður til Arusha í Tansaníu þar sem þau eru búin að vera síðan og starfað.
Nú fer að styttast í að þau komi heim. Talaði við Stefán Hákon í dag og þau eru komin aftur til Nairobí og gista þar í nótt. Ætla svo að fara á munaðarleysingja hæli þarna fyrir norðan og heimsækja litla stelpu sem Lee Ann hefur verið að senda peninga til og styrkt. Búumst svo við þeim heim á föstudaginn kemur. Miklum áhyggjum létt þegar maður veit af þeim hérna. 'Eg hef reynt að fylgjast með ástandinu í Kenya á www.bbc.co.uk og manni er óskiljanlegt að í fátækra "hverfi" í Nairóbí búa ein milljón manna í kofum og varla hægt að kalla þetta kofa oft bara járnplötur sem hafa verið lagðar saman. Jafnframt stærsta fátækrahverfi í heimi. Sorglegt hvað saklaust fólkið verður fyrir barðinu á ósvífnum stjórnvöldum, fátækt og eymd herjar á og mikið kynþátta hatur. Vitanlega ekkert rafmagn og ekkert rennandi vatn. Bara ryðgaður krani sem allir eiga aðgang að. Hugsa sér hvað við förum illa með vatnið, látum kalda vatnið bara renna og renna eins og það sé engin endir á því.
Bloggar | Breytt 21.2.2008 kl. 23:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2008 | 20:18
Frábær frásögn
Ingibjörg er snilldar penni segir skemmtilega frá svo graf alvarlegum veikindum þeirra hjóna. Mætti gera úr þessu leikrit sem slægi í gegn. 'Eg vona bara að ykkar góðu læknar finni ráð á og Ingibjörg mín og Haraldur nái fullri heilsu sem allra fyrst. Þú ert svo frábær á svo marga vegu frænka mín. Gangi ykkur allt í haginn.
'Eg veit ekki hvort vantar meira starfsfólk eða pláss eða bæði. Faðir minn sem var hjartveikur lenti í því oftar en einu sinni að þurfa að liggja fram á gangi. Reyndar var rúminu hans ýtt eins langt inn á ganginn eins og hægt var til að sem minnst umferð væri um þar sem hann lá. Mér fannst leitt að vita af honum fram á gangi, en hann tók öllu vel og hældi starfsfólkinu ákaft.
![]() |
Kannar á eigin skinni hvernig kerfið virkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2008 | 13:56
Dagur Valentínusar
Þegar ég fór fram úr í morgun biðu mín 12 eldrauðar rósir sem hafði verið komið fallega fyrir í vasa á borðstofu borðinu frá mínum elskulega. Þetta er svo sannarlega dagur sem verður mér ógleymanlegur og ég mun alltaf halda upp á með sérstöku þakklæti því fyrir ári síðan í dag stóð ég frammi fyrir lækninum mínum og hann færði mér þær fréttir að ég gengi með brjóst krabba. Kannski ekki það sem manni langar til að heyra á degi ástar og gleði, en ég er svo þakklát fyrir að hafa farið í skoðun og þetta uppgötvaðist. Hálfu ári áður hafði ég greinst með 3 æxli í hinu brjóstinu sem reyndust sem betur fer ekki illkynja og þau voru fjarlægð. Nú stóð ég þarna og var í 6 mánaðar eftirlits skoðun svona til að vera viss um að allt væri í lagi og þá fæ ég þessar fréttir. Vissulega mikið áfall að fá svona gusu framan í sig þegar fréttirnar áttu bara að vera góðar og í staðin fyrir að ganga létt í spori út í vetrar sólina, sit ég og er að ráðfærast við lækna um aðra aðgerð. Eg er mjög heppin að vera með einn færast brjóst skurðlækni í Bandaríkjunum og hef tröllatrú á henni og hún hefur leitt mig í gegnum þetta og sett mig í samband við nýjustu aðgerðir gegn brjóst krabbameini. Eftir að hafa gengið í gegnum tvær skurðaðgerðir í von um að fjarlægja krabba fundust enn krabbameins frumur og var þá tekið það ráð að fjarlægja brjóstið og sú aðgerð var gerð sl. júlí. Reyndar er brjóstið ekki lengur fjarlægt, heldur er allt hreynsað út úr því og í sömu aðgerð var brjóstið byggt upp aftur með aðgerð sem heitir DIEP FLAP og mjög fáir læknar sem hafa kunnáttu til að gera. Læknirinn minn mun vera sá eini á Washington DC svæðinu sem gerir þessa aðgerð. Allt gekk vel og ég var fljót að komast yfir aðgerðina þó svo að allar aðstæður í kringum mig hafi verið mjög erfiðar eins og þið sem þekkið mig vitið því ég var nýbúin að missa báða foreldra mína ofan á allt annað. Skrítið hvernig lífið getur komið í gusum. Eg þakka bara Guði fyrir að ég fór í skoðun. Til hamingju með daginn og hugsið vel um ykkar heilsu stelpur.
Bloggar | Breytt 6.3.2008 kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2008 | 15:50
Plastpokar
Gleður mig að heyra þetta og ég býst við að fleiri verslanir fylgi á eftir. Whole Foods sendi nýlega út tilkynningu þess efnis að frá og með 22 apríl (Earth Day) munu þeir ekki lengur bjóða upp á plastpoka heldur einungis sterka bréfpoka og síðan verður hægt að kaupa fjölnota nælon poka fyrir 99 cent stykkið. Þeir þjóna sama tilgangi og gömlu góðu netin sem við notuðum í gamla daga. 'Eg keypti mér svona nælonpoka hjá Wagmans og nota hann mikið. Eins er Giants með með sína nælon poka í kóngabláum lit verslunarinnar. Þeir voru með "Special Edition" bleika nælon poka fyrir nokkru skreyttir með mynd af slaufunni sem mynnir á brjóstkrabbamein og allur ágóði af sölunni rann til rannsókna á brjóstkrabbameini. Mér fannst það mjög sniðugt hjá þeim. Þetta er auglýsing fyrir þá og um leið er ég að styrkja gott málefni. Svo má segja að í hvert skipti sem ég fer út í búð og dinglast um með bleika pokann minn mynni ég aðrar konur á að fara í skoðun og láta fylgjast með sér. Margt gott sem leiðir af þessu. Ekki bara að við séum orðin meira meðvitandi um áhrif okkar á náttúruna með öllu þessu rusli sem við framleiðum.
Hér eru smá plastpoka staðreyndir. Það getur tekið yfir 1.000 ár fyrir plast poka að grotna niður á sorphaug og það tekur nálægt 1.7 milljón lítra af hráolíu til að framleiða 100 milljón plast poka og í Bandaríkjunum einum saman er um 100 milljarðar af plastpokum hent út árlega og aðeins 0.6% af þeim fer í endurvinnslu.
'Eg vona að næst þegar ég kem heim verði Nóatún komið með fallega rauða og græna nælonpoka sem ég get notað aftur og aftur eða hver veit nema einhvert styrktarfélagið verði farið að bjóða upp á poka.
![]() |
Plastpokum sagt stríð á hendur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 6.3.2008 kl. 13:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Hitt og þetta
Nýjustu færslur
- 1.1.2012 Ísold Ylfa nýjasta stjarnan
- 7.9.2011 Gott að fá samkeppni
- 4.1.2011 Íslandsvinur?
- 9.12.2010 Ósvífnir óþokkar
- 11.11.2010 Ekki felldi ég karlinn minn....
- 25.10.2010 Jafnrétti ?
- 17.10.2010 Trú og glaðlyndi
- 14.10.2010 Dagurinn sem heimurinn stóð kyrr.
- 26.8.2010 áhrif lyfja?
- 17.8.2010 Og hvað ætlar Icelandair að gera?
- 6.8.2010 Af hverju NY?
- 5.8.2010 Bíll fyrir blinda
- 12.11.2009 Fólk þarf að gera sér grein fyrir hversu alvarlegt þetta er.
- 3.6.2009 haga sér eins og óþekk smábörn
- 19.4.2009 Ekki má gleyma skotárásinni í Va.Tech og nýlega var nemandi ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar