ojbarasta

Gott mál að styrkja lamaða og fatlaða en hverslags smekkleysa er þetta í fólkinu. Jeminn einasti, hvað kemur Grýla jólunum við?
mbl.is Grýla prýðir Óslóartréð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mjög gott graskerapæ (Pumpkin pæ)

í tilefni dagsins á morgun, set ég þetta inn aftur. Prufið og látið mig vita hvað ykkur finnst. Happy Thanksgiving.

3/4 bolli smjör

2 bollar hveiti

1/4 tesk. salt

2/3 bolli púður sykur

1/2 bolli smátt saxaðar Pecans eða walnuts

5-6 matsk. kalt vatn

1 3/4 bolli eða 15 oz dós af pumkin

1/2 bolli sykur

2 tesk. pumkin pie krydd*

1/4 tesk. salt

3 egg

1/4 bolli  sýrður rjómi

1 bolli matreiðslu rjómi

1 tesk. vanilludropar

1) fyrir pie skelina, létt bræðið smjörið við miðlungs hita. Passið að hita það ekki of mikið því það á eftir að dekkjast meðan það kólnar. Setjið til hliðar og látið kólna.

2) blandið saman hveiti, 1/4 tesk. salti í miðlungsstórri skál. Bætið við smjörinu og blandið saman þar til það líkist grófri milsnu.

3) Til að gera mylsnuna sem fer yfir pæið,  takið  3/4 bolla af milsnunni og bætið við helmingnum af púðursykrinum og hnetunum.  Geymið.

4) blandið 1 matskeið af kalda vatninu saman við það sem eftir var af mylsnunni. Varlega blandið saman með gafli og bætið við restinni af vatninu varlega saman við þar til myndast hefur kúla.

5) Setjið hveiti á borðflöt og fletjið deigið út þar til það er ca. 30cm í þvermál og setjið í kringlótt eldfast fat sem er ca. 23cm. Jafnið kantana upp við barmin.

6) Hitið ofnin að 190 gráðum. 'I stórri skál, bætið saman  pumkin, sykri, 1/3 bolla af púðursykrinum sem eftir er, pumkin pie kriddinu og 1/4 tesk. af salti. Bætið við eggjunum og sýrðum rjóma. Blandið saman með gafli þar til létt blandað. Bætið við matreiðslu rjómanum og vanilludropunum.

7) varlega hellið hrærunni í pæ skelina. Til að varast að röndin brenni ekki er gott að setja þunna ræmu af álpappír meðfram röndinni. Bakist í 35 minútur. Takið álpappírinn af og stráið hnetumylsnuna yfir pæið og bakið í 20 mínútur til viðbótar eða þar til pinna sem stungið er í pæið kemur út hreynn. Látið kólna.

* til að gera heimatilbúið pumpkin krydd, blandið saman 1 tesk. kanil, 1/2 tesk. engifer, 1/4 tesk. múskat og 1/8 tesk af allspice.


Þakkagjörðardagur

Á morgun fimmtudag er haldið upp á Thanksgiving Day eða þakkagjörðardaginn hér í Bandaríkjunum. Fleiri ferðast um þessa helgi heldur en á nokkurm öðrum tíma á árinu. Það er til siðs að bera fram kalkún með öllu tilheyrandi eins og sætum kartöflum (sweet potatos), maís, grænar baunir (aflangar), cranberry sultu og heimabökuðu maísbrauði. Ekki má gleyma graskerapæi (pumpkinpæ) epplapæ, peacanpæ og cranberrypæ. Eftir matinn er oft setið yfir amerískum fótbolta Gasp 

Ég er með uppskrift að frábæru graskerapæi í uppskriftunum mínum. 'Eg ætla að reyna að vera dugleg og bæta freirum við.

Graves Mountain                          100_0872 

 Haustlegt í Virginíu                          Hér er íkorni að gæða sér á  graskeri 

                                                        fyrir framan dyrnar hjá mér.             


Kjúklingur með ananassósu

3/4 Bolli hveiti

1/4 tesk. Salt

1/4 Tesk. Sellerí salt

1/4 Tesk. hvítlauks salt eða 1-2 báta ferskan hvítlauk

1/4 Tesk. múskat

Má nota kjúklingaleggi eða bringur. Ef nota á bringur sker ég þær í bita.

1/2 bolli smjör eða smjörlíki til að steikja upp úr

1 15 oz dós ananas (smátt skorin)

3 matsk. hveiti (eða afgangurinn af þurrefnablöndunni hér að ofan)

1 matsk. sykur.

soysósa eftir smekk.

Blandið fyrstu 5 þurrefnunum saman og notið til að velta kjúklingnum upp úr.

Veltið kjúklingnum upp úr þurrefnunum. Bræðið smjörið á stórri pönnu og brúnið kjúklinginn. Færið kjúklinginn yfir á ofnfastadisk. Setjið til hliðar safa af ananasnum í 1 bolla. Setjið ananas bitana yfir kjúklinginn.

Setjið 3 matskeiðar af þurrefnunum á pönnuna og sykurinn og hrærið vel  með smjörinu sem eftir er á pönnunni. Þynnið út með ananas safanum og bætið soysósu eftir smekk. Hrærið þar til sósan þykknar og hellið yfir kjúklinginn og bakið við 175° í eina klukkustund.  Einnig má setja kjúklinginn aftur í sósuna á pönnunni, setja lok á og elda við hægan hita á pönnunni.


Frábærar haframjöls smákökur

1 1/4 Bolli jurta (smjörlíki)

3/4 Bolli þétt pakkaður púðursykur

1/2 Bolli sykur

1 Egg

1 Tesk. Vanilludropar

1 1/2 Bolli hveiti

1 Tesk. matarsódi

1 Tesk. salt (má sleppa)

1 Tesk. kanill

1/4 Tesk. múskat

3 Bollar hafrar.

Hitið ofninn í 175° Hrærið saman jurtasmjöri og sykrinum þar til ljóst og létt. Bætið púðursykrinum við. Bætið egginu og vanilludropunum við. Í sér skál, blandið saman hveiti, salti, matarsódanum og kryddi og blandið saman við eggjahræruna. Blandið vel. Hrærið höfrunum saman við. Setjið eina tesk fyrir hverja köku á ósmurða bökunarplötu. Mjúkar kökur bakist í 8-9 mínútur og stökkar kökur bakist í 10-11 mínútur.  Þið fáið ca. 54 kökur.   


Amerískar pönnukökur

2 Bollar hveiti

2 Matskeiðar lyftiduft

1/4 Bolli sykur

2 Stór egg

2 Matskeiðar matarolía

2 Bollar mjólk

 Sigtið saman þurrefnin í stórri hrærivélar skál. Blandið saman Mjólkinni, eggjunum og olíunni og blandið rólega saman við þurrefnin. Ef þið eigið ameríska pönnuköku pönnu þá má baka 3-4 í einu. Ég hef mínar ca.13sm í þvermál.


Laufsuga

Ég bý í gamalgróinu hverfi sem var áður skóglendi. Þegar byggingar framkvæmdir hófust fyrir næstum 40 árum var reynt að fjarlægja aðeins þau tré sem með þurfti og húsunum síðan "plantað" inn á milli. Þetta gefur hverfinu mikinn sjarma enda eru tréin stór og tignarleg. Þau skýla húsunum fyrir sterkri sumarsólinni og gera það að verkum að við þurfum ekki að nota loftkælinguna eins mikið. Bílnum mínum legg ég í innkeyrslunni í skugga trjánna og er alveg ótrúlegt hversu svalt og gott hitastigið helst í honum. Það er fátt sem mér þykir verra en að þurfa að fara inn í bullandi heitan bíl í mikilli hitasvækju. Eins mynda trén mikið skjól gegn vindum enda alltaf blíða í garðinum mínum.

Á haustin skarta þau glæsilegri litadýrð sem á engan líka. Laufin taka að falla til jarðar í þúsundatali þar til þau mynda þykkt teppi yfir jörðinni. Vinnan við að hreinsa garðinn á vorin getur verið "bakbrjótandi" og fyllt fleiri fleiri ruslapoka. Það er ekki leyfilegt að henda grasi, laufi né trjágreinum í ruslið því þetta verður allt að fara í sérstaka stóra þykka bréf poka og allt er sent í endurvinnslu. 100_0903      100_0898      100_0899       100_0905

'A haustin á meðan laufin falla af trjánum býður bærinn upp á sérstaka laufsugu þjónustu. Húseigendur raka laufunum saman og  þau eru sett út við vegakantinn. 'A nokkurra vikna fresti fram að jólum kemur laufsugan og hreinsar laufhaugana upp. Sugan mylur laufið niður og þetta er geymt í haug þar til það verður aftur að mold með tímanum. Á vorin býður bærinn  fólki upp á að koma og sækja ókeypis mold sem hefur verið unnin úr því efni sem kom úr görðum íbúanna.


bölvun sjónvarpsins

Má bæta við að í nýlegri rannsókn leiddi einnig í ljós að unglings stúlkur sem horfa mikið á sjónvarp er hættar við að verða ófrískar heldur en hinum.  
mbl.is Óánægðir horfa meira á sjónvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

fallegt en kólnandi

Það þarf ekki mikið til að veðrið verði að aðal umræðuefninu í Bandaríkjunum. Eins og má búast við á þessum árstíma fer hitastigið fallandi. Hitinn hér var um frostmark í morgun, hlýrra heima á Íslandi heldur en hérna samkvæmt Al Roker. Mikil tilhlökkun hjá sumum á höfuðborgarsvæðinu því snjókorn heyrðist í veðurspánni. Blessað kornið hefur ekki látið sjá sig en aftur á móti hringdi dóttirin sem er í VA.Tech (fjögurra tíma keyrsla fyrir sunnan okkur) seint í gærkveldi og sagði að þar væri um 3sm snjór eða nóg til að gera snjóbolta enda voru nemendurnir úti í snjókasti. Ameríkanar eiga það til að gera mikið veður út af veðrinu og velta sér upp úr veðurspánni dag eftir dag sem síðan verður oft að engu. Það sem þeir kalla "snowstorm" kemur okkur bara til að brosa út í kantinn.

Kuldinn getur verið mikið vandamál fyrir marga og á Washington D.C. svæðinu einu er talið að um 12.000 manns séu heimilisllausir þar af 3.000 börn. Ástæðurnar geta verið margar, en oft á vanheilsa á geði, heilsuskortur, skortur á menntun og atvinnuleysi stóran hlut í þessu skelfilega ástandi. Síðan er það gamla fólkið sem á ekki aur til að kynda húsakynnin sín. Það er svo margt sem við Íslendingar eigum að vera þakklát fyrir, hlutir sem okkur finnst bara sjálfsagðir. Jú ég missti öll hlutabréfin mín sem var fjandi skítt og ég missti heilmikið úr sjóð 9 en ég þarf ekki að sitja með teppi yfir mér inn í pappakassa á nóttinni eða á járn grind á gangstéttinni þar sem útblásturinn af nærliggjandi húsum blæs út í formi gufu. Ég þarf ekki að gefa börnin mín í burtu af því ég á ekki pening til að fæða þau og klæða. Nei ég er vel sett eins og svo margir aðrir Íslendingar. Við erum bara svo góðu vön.


Jóla basaar í Washington D.C.

Íslendingafélagið í Washington D.C. hélt sinn árlega "Holiday Bazaar" sl. laugardag. Þetta er mikill tilhlökkunar viðburður sem flestir Íslendingar á svæðinu reyna að missa ekki af enda oft eini sénsinn að kaupa sér íslenskar matvörur, sælgæti og ullarvörur. Eldhús dívurnar voru með girnilegt snittubrauð, brauðtertur og pönnsur í sölu og hvað er betra en að fá tækifæri til að setjast niður með landanum yfir kaffibolla og rjómapönnsu eins og td henni Ólöfu blogg vinkonu sem var einnig mætt á staðinn. Sjálf fékk ég mér sneið af hangikjötsbrauði og brauðtertusneið, hef ekki hugmynd um hvað maðurinn minn fékk sér því ég var alltof upptekin af brauðtertunni minni. Keypti síðan poka fullan af kleinum, lakkrís, og rúgbrauði sem hún Peta bakaði fyrir okkur. Ég saknaði þess að fá ekki Rís súkkulaði stengur sem áttu að fara með í jólapakkana.  Á leiðinni heim stoppuðum við í Whole Foods og keyptum nokkur stikki af íslensku smjöri, skyri og Síríus bökunnar súkkulaði.

Það vill svo skemmtilega til að Today show á NBC er með Íslands kynningu þessa viku. Það sem ég hef séð hefur Al Roaker verið með sérstaklega fróðlegt og jákvætt efni um Ísland.  Hér eru nokkrar myndir og fleiri hér til hliðar.  http://today.msnbc.msn.com/id/26184891/vp/27765494#27765494

http://today.msnbc.msn.com/id/26184891/vp/27765494#27767282

100_0886     100_0892-2     100_0889     100_0890 

 


Sinfóníu tónleikar

Skrítið hvernig atburðarrás lífsins getur verið. Stundum þegar okkur finnst allt ganga á afturfótunum og allt mjög öfugsnúið er eins og dyr opnist sem við annars hefðum ekki tekið eftir og jafnvel stærri og betri tækifæri blasa við okkur.  

Hann Erik minn er búin að vera í einka fiðlutímum frá því hann var 11 ára og síðan hefur hann spilaði með sinfóníuhljómsveit barnaskólans og síðan með gagnfræðaskólanum. Lengst af var hann með sama einkakennarann en í fyrra þurfti hann  að skipta um kennara þar sem kennarinn hætti að taka í einkatíma vegna anna. Kennarinn sem okkur var bent á reyndist ekki vel. Þegar nýtt skólaár byrjaði sl. haust áttuðum við okkur á því að það var ekki mögulegt fyrir hann að spila lengur með skólahljómsveitinni því þýsku tímarnir hans stönguðust á við æfingartíma hljómsveitarinnar. Þetta voru mikil vonbrigði, hvorki hægt að spila með skólahljómsveitinni og engin einkakennari.  Sjálfur var hann mjög ergilegur og ég gat ekki hugsað mér að láta 5 ára nám enda svona. Það var mikið basl og vesen að finna annan kennara.  Skólaárið byrjað og yfirfullt hjá öllum kennurum. Mér var það mikið í mun að hann skildi fá að halda áfram að spila svo kunnáttan dytti ekki niður. Ég hafði samband við sinfóníuhljómsveit bæjarins okkar og Erik var boðið að taka inntökupróf og hananú komst inn. Þá var hálfur sigurinn unnin. Kona sem ég þekkti sem er í sinfóníunni gaf mér nafn á kunningjakonu sinni sem tekur nemendur heim til sín í tíma. 'Eg hafði samband og hún bauð okkur að koma í viðtal. Hún talaði heillengi við Erik, vildi ma. fá að vita hvað hann ætlaðist til að fá út úr tímunum, hver framtíðaráform hans væru og framvegis. Síðan lét hún hann leika á fiðluna og bauð hann velkomin. Þetta var nú aldeilis mikill léttir. Sl. laugardagskvöld lék hann síðan sína fyrstu tónleika með sinfóníuhljómsveit bæjarins undir stjórn James Villani. Einleikari á tónleikunum var Suður Aferíski lágfiðluleikarinn Heleen Du Plessis. Tónleikarnir voru haldnir í stórri Methótista kirkju hér í bæ og var fullt hús. Minn ungi herra var eitt bros frá eira til eira eftir tónleikana. Yngsti hljómlistamaðurinn í hópi fullorðinna. Frábært hjá honum og góð lífsreynsla. Ég læt nokkrar myndir fylgja með hér til hliðar.

Svo vildi svo skemmtilega til að vinkona mín hún Katharine Nace var með málverkasýningu við inngang kirkjunnar þetta sama kvöld svo ég varð að smella einni mynd með. Hún stendur fyrir miðri myndinni.


varla hefur liktað vel hjá henni

Þetta er mjög sorglegt. Að afþakka umönnun um   þe. þvott og þess háttar er eitt, en hvernig stendur á því að það var ekki skipt um rúmföt hjá konunni? Ekki skeði þetta á nokkrum dögum eða viku. Ef hún greri föst við rúmdýnuna, var þá ekkert lak hjá henni?  Hvernig getur svona skeð? Er legusjúklingum ekki snúið?

 


mbl.is Gréri föst við dýnuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Obama lofsöngur

Það verður erfitt fyrir Obama að dansa í gegnum vandamálin sem blasa við honum, en ég stóðst ekki mátið og verð að skella þessu skemmtilega myndbandi inn. Kemur öllum í gott skap.

 


Múgsefjun

Obama heimsótti Manassas í Virginia í gærkveldi og er talið að um 85.000 manns hafi verið á staðnum. Ég get sagt ykkur að ég bý í ca. 5km fjarlægt frá fundarstaðnum og skríls lætin voru svo mikil og hátalararnir svo hátt stilltir að við gátum heyrt það sem fram fór. Alger múgsefjun. Ekki vildi ég verða á þeirra vegi ef Obama verður ekki fyrir valinu. Fjölmiðlarnir halda áfram að hafa áhrif á fólk og var byrt stór mynd í blaðinu af Obama á kosningarstað í morgun. Grein úr Manassas dagblaði hér fyrir neðan og síðan er smá kosningar fróðleikur frá Yahoo þar fyrir neðan. 

http://www.insidenova.com/isn/news/politics/article/obamas_final_virginia_rally_draws_85000/23889/

http://news.yahoo.com/s/ynews/ynews_pl126


Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Erna Hákonardóttir Pomrenke
Erna Hákonardóttir Pomrenke

Þögull heili er byrjunin á dauðanum

ernahp@gmail.com

Nýjustu myndir

  • 100_1104
  • 100_1079
  • article-1109082-02FD57B3000005DC-983 468x310 popup
  • rauðkál, kartöflur og baunir átti eftir að láta sjá sig
  • 100_0952
  • Ekki má gleyma piparkökunum
  • 100 0951
Nóv. 2008
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband