næsta útgáfa á Segway?

Man  eftir þessum degi. Allir afskaplega varkárir í umferðinni og eins gott að passa sig. Minnir að fjölskyldan hafi átt Taunus.  'Eg fór að forvitnast um hvaða aðrir viðburðir áttu sér stað þennan sama dag og þó að árið 1968 hafi verið mjög viðburðaríkt ár, fann ég akkúrat ekkert sem bar upp á þennan sama dag sem er kannski bara gott. Engar fréttir eru góðar fréttir. En í leit minni rakst ég á þetta nýstárlega mótorhjól sem var á árlegri mótorhjóla sýningu í Kanada fyrr á þessu ári. Hjólið sem kallast "UNO"er hannað af hinum 18 ára Ben J. Poss Gulak. Flott framtak hjá stráknum. Hvernig skildi vera að halda jafnvæginu á þessu faratæki?

MAKE_PT0626


mbl.is Hægri umferð 40 ára gömul
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

æ,æ, Indiana Jones

Það er haldið upp á Memorial Day helgina hjá okkur sem er til að heiðra fallna hermenn og þá sem lifa.  Memorial Day helgin er einnig boðin fyrir því að sumarið sé að byrja, grillið dregið út, skemmtigarðar og útisundlaugar eru nú opnar og fólk flykkist út á strendurnar þó svo að sjórinn sé enn ískaldur. Andrea mín er ein af þeim og leigði hús út á strönd í viku ásamt vinkonum sínum. Sumar bíómyndirnar eru byrjaðar að flæða inn á markaðinn eins og td. Ironman, Narnia og Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull sem við fórum og sáum í gærkveldi.  Mig hlakkaði til að sjá myndina enda hafði ég mjög gaman af fyrri myndunum.  Kannski ætlaðist ég til of mikils, en mér fannst myndin allt of óraunhæf og söguþráðurinn óljós. Jæja, nú vitum við það er hægt að lifa af kjarnorku sprengingu með því að troða sér inn í ísskáp Frown  eða allavega samkvæmt myndinni að dæma. Þessi krystalls hauskúpa líktist meira plasti heldur en krystal. Leikurinn var bara so,so. Seinni helmingurinn af myndinni af mun skárri heldur en sá fyrri enda hasar og flott "stunt" hjá Shia LaBeouf. 'Eg bjóst samt við betri mynd frá Steven Spielberg og George Lucas.

 karen Allen Fiber Arts            Svo vildi svo skemmtilega til að ég sá viðtal við Karen Allen í morgun en hún leikur Maryan í myndinni. Hún hefur leikið í fjöldann allan af kvikmyndum eins og Starman, Animal House og Perfect Storm. Hún er ekki eins og margar af þessum  stjörnum sem eiga ekkert líf fyrir utan glysið og glanslífið í Hollywood. Hún á vefstofu í Great Barrington í Massachusetts fylki og framleiðir peysur, húfur og fl. undir eigin nafni "Karen Allen Fiber Arts"  www.karenallen-fiberarts.com/welcome.php  Hún virðist vera "alvöru manneskja" sem fer sinn eigin farveg. 'Eg hafði meiri ánægju að hlusta á viðtalið við hana og svo að skoða prjónavörurnar hennar heldur en að sitja yfir myndinni

 


Stefán minn orðin læknir

Mikið að gerast hjá okkur um síðustu helgi. Stefán minn lauk stórum áfanga sl föstudag þegar hann útskrifaðist frá Medical College of Virginia (MCV). Það var mjög hátíðlegt þegar 188 læknanemar sem útskrifuðust með honum gengu inn í salinn.  Hann ætlar að sérhæfa sig í heimilislækningum og líknalækningum.  Eftir útskriftina buðum við öllum í mat á feiki skemmtilegan matstað sem heitir The Boathouse og situr við fallegt stöðuvatn fyrir sunnan Richmond. Foreldrar hennar Lee Ann (konan hans Stefáns) voru einnig með okkur. DSC06200 

Hér getið þið farið inn á vefsíðuna hjá þeim og skoða staðinn.

http://www.theboathouseatsundaypark.com/boathouse_restaurant/index.php 

Daginn eftir á laugardeginum tók Stefán Hákon við master gráðu í "Public Health" 'Eg setti nokkrar myndir inn í mynda albúmið. Kíkið á. Stefán Hákon er búin að fá stöðu í St. Paul/Minneapolis og flytur þangað um miðjan júní. 


!!David vann!!

Simon var hjá Jay Lenno fyrr í vikunni og var spurður hver yrði næsti American Idolinn. Hann var fljótur til að svara og sagði DAVID. Smile  Ó já, þeir eru víst tveir Davidarnir. Lokaþættirnir voru svo sýndir sl þriðjudag og miðvikudag. "David" fór á kostum og var hreint frábær allvel eins og hin "David" . Donna Sommer kom fram og eins tók David Cook lagið með ZZ Top.  Svo sat maður spenntur og beið eftir að hið nýja American Idol yrði kynnt þjóðinni og jú það var David.........  en hvor það var segi ég ekki. Vil ekki skemma fyrir ykkur svo þið verðið bara að bíða þar til í næstu viku, en ég er mjög sátt við útkomuna.

Nú vildi ég bara að ég gæti horft á Eurovision.


að úða eða ekki úða

"Spreyjuðu" er það nú orðin íslenska? 'Eg sem er alltaf á nálum um að nota óvart einhverja enska orðaslettu.

Hvað viðvíkur veggjakrotinu þá myndi ég leggja til að þegar næst til þessara gutta að gefa þeim góðan skrúbb og vatnsfötu og láta þá hreinsa upp eftir sig og síðan gera þeim skilt að borga fyrir málningu eða að mála veggin ef þess með þarf.  Þá myndu þeir ef til vill hugsa sig um tvisvar áður en þeir leggja í þetta aftur.  Það verða að vera einhverjar afleiðingar sem fylgja þegar eignir annarra verða fyrir skemmdum.

'Eg var í húsdýra garðinum fyrir nokkrum árum og þar var mikill fjöldi fólks samankomin. Mér blöskraði hvernig krakkarnir óðu yfir plönturnar til að stytta sér leið eða til að komast framúr mannfjöldanum. Það virðist ekki vera mikil virðing hjá sumum af þessum unglingum fyrir þeirri vinnu sem aðrir hafa lagt fram.


mbl.is Tveir 14 ára drengir spreyjuðu á vegg í miðbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég segi bara vá!

Arkansas mom pregnant with 18th child

Michelle Duggar gives her kids a Mother’s Day surprise: ‘We’re expecting!’

Video
May 9: Jim Bob and Michelle Duggar make an exclusive TODAY announcement about their family, just in time for Mother's Day.
Mikið barnalán hjá Duggar hjónunum bæði falleg börn og spila öll á hljóðfæri, fiðlu, píanó og hörpu. Nokkurskonar "Von Trapp" fjölskylda. Helst dettur manni  í hug ábyrgðarleysi hjá foreldrunum þegar maður sér svona stórann barnahóp, en það er varla hægt annað en að dáðst að þeim og merkilegt hvað börnin eru prúð og vel upp alin. Gaman að horfa á myndbandið sem má nálgast hér.
Eins er hægt að fara inn á  http://www.duggarfamily.com/photos.html og kíkið á húsið þeirra. Það er ekkert smá flott. Allt er keypt annaðhvort á uppboði eða notað.

Here we go again....

Það var ljótt um að lítast í Fredericksburg í morgun. Slæmt óveður skall á okkur í gærkveldi og voru uppi viðvaranir um hvirfilbyl á svæðinu og fólk beðið að leita skýlis. Við vorum með áhyggjur af Stefáni og Lee Ann því þau búa í Fredericksburg en þorðum ekki að hringja í þau því það var orðið svo áliðið. Talaði svo við Lee Ann í morgun og það er sem betur fer allt í lagi hjá þeim.

 

3061610stafforddamage2-fHvirfilvindar eru ekki algengir í Virginíu en þetta er í þriðja skiptið á stuttum tíma sem hvirfilvindar valda miklum skemmtum á svæðinu á milli Fredericksburg og Norfolk svo þetta ætlar að verða mjög óvanalegt vor hjá okkur.  Eins rigndi mjög mikið og á tímabili allt að 5sm. á klukkustund.  Það er talið að yfir 100 hús hafi skemmst og sum gjör eyðilagst.  Eins og sjá má á myndinni hér að ofan hefur efri hæð hússins sópast í burtu. Þið getið séð fleiri myndir á www.wusa9.com  Fredericksburg er ca. 45 mínútna keyrsla frá mér.


Viðtal við Stefán Hákon

Það birtist mynd og viðtal við Stefán Hákon og Lee Ann á forsíðu Manassas Journal Messanger í dag um starf þeirra í Kenía og Tansaníu fyrr á árinu. Mikil lífsreynsla fyrir þau bæði og unnu oft undir mjög erfiðum aðstæðum. 'Eg ætla að leifa ykkur að lesa greinina sjálf. Eftir að þau komu aftur til baka hefur Stefán Hákon unnið  á bráðavaktinni í Richmond hér í Virginíu en síðasti dagurinn hans þar var í gær. Hann útskrifast frá læknanámi 16 maí með master í heilsugæslu. Búin að fá starf í Minneapolis svo það verður gaman að geta heimsótt þau þangað. Ég setti inn hlekk hér fyrir neðan fyrir ykkur sem hafið áhuga að lesa viðtalið við þau. Mikið er annars gaman að vera mamma.

Manassas couple heals, preaches

 http://www.insidenova.com/isn/news/local/article/manassas_couple_heals_preaches/14710/

 


Versti hvirfilbylur í sögu Virginíu

Sl. sunnudag lentum við í ansi leiðinlegu veðri eftir að hafa skilað henni Andreu aftur til Va.Tech eftir smá helgarfrí. Seinna heyrðum við að hvirfilbylur hafi snert jörðu í suðu-austur hluta Virginíu nálægt Norfolk. Það er ekki oft að maður les um hvirfilbyl í Virginíu og ef svo er eru þeir yfirleitt litlir og valda mjög staðbundnum skaða. Svo var aldeilis ekki sagan í gær, fyrst var talið að 3 hvirfilbyljir (skýstrókar)  hafi stungið sér niður í suð-austur hluta Virginíu en sú tala er nú komin í 6. Líkurnar á hvirfilbyl í Virginíu eru hverfandi litlar svo þetta er mjög óvanalegt og frétta myndirnar af svæðinu hreint lamandi. Óveðrið skall á rétt um það leiti þegar börn voru á leið heim úr skóla og fólk á leið heim frá vinnu. Bærinn Suffolk varð fyrir mestu skemmdunum og hreint ótrúlegt að engin lét lífið í þessum ósköpum. Yfir 200 manns slösuðust, fjöldi húsa gereyðilögðust og fjöldin allur missti allar eigur sínar og þúsundir sitja eftir án rafmagns þvi í eldri hverfum eru rafmagnslínur yfirleitt ofan jarðar. Hvirfilbylurinn sem skall á Suffolk skildi eftir sig 10 mílna langan farveg í átt að Norfolk. Það er talið að hann hafi verið F3 eða jafnvel F4 en hvirfilvindar eru mældir á Fujita skala allt frá F0 -F5 Vinhraðinn í F3 er allt að 206 mílur á klst. og færast misjafnlega hratt áfram svo þið getið rétt ímyndað ykkur uslann sem þeir geta ollið. Vindhraðinn í F5 er allt að 260 mílna hraða. Hér er meira um óveðrið. http://video.nbc4.com/player/?id=245678

'Eg verð að bæta því við að ekki er hægt að bera sama íslenskt steinhús og amerískt hús. Hvernig skyldi íslenskt steinhús standa svona vinhraða af sér?


mbl.is Hvirfilbylur olli miklu tjóni í Virginíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

frétta auðlind

Einn af mínum uppáhalds stoppistöðvum á netinu er www.refdesk.comsem er frábær auðlind af fróðleik og alskyns upplýsingum. Þaðan er síðan hægt að fara in á http://www.refdesk.com/paper.html og skoða flest dagblöð og fréttamiðla sem hægt er að hugsa sér út um allan heim. Þið verðið bara að kíkja á þetta.

Þegar Stefán Hákon var í Nairobí fyrr á árinu fylgdist ég með kosningarfréttunum þar í landi og óeirðunum með því að fara inn á refdesk. Einnig gaman að kíkja á norsku og dönsku fréttirnar af og til til að aðallega halda dönskunni við sem er ekki upp á marga fiska, svo er alltaf hægt að fá útgáfu á ensku. Góða skemmtun. Þarna er hægt að gleyma sér.


meira um American Idol

Þó svo að American Idol sé einn af mínum uppáhalds þáttum þessa dagana hef ég lítið þorað að blogga um þættina þar sem ég sé þá í beinni útsendingu en þið heima á Íslandi sjáið þættina viku seinna. Þáttunum er skipt niður í tvær sýninar í hverri viku, á þriðjudögum syngja þau og þá má hringja inn og kjósa og síðan er dómur kveðin upp á miðvikudags kvöldum sem veldur oft miklu tára flóði meðal þeirra sem eru eftirstandandi.  

Breska tónskáldið og snillingurinn Andrew Lloyd Webber var með Idol keppendum í sl viku og í næstu viku er það Neil Dimond og verður gaman að sjá hvernig það gengur. Mér fannst td strákunum ganga betur að syngja lögin hennar Mariah Carey sem eru bæði talin "stelpu lög" og erfið að singja.

Margt gott og jákvætt frá American Idol og margir hafa gert það mjög gott eftir þættina eins td. og Carrie, Underwood, Kelly Clarkson, Clay Aiken, Chris Daughtry, Elliott Yamin, Fantasia, Jordin Sparks, Kellie Pickler, Taylor Hicks, Katarine McPhee og Jennifer Hudson sem krækti sér í Oskars verðlaun með leik sínum í "Dreamgirls" og leikur einnig í nýrri mynd "Sex & The City" sem kemur út í lok maí.  Jennifer lék einnig í "The Secret Life of Bees". 'Eg hef ekki séð myndina, en las bókina og fannst hún góð. Idol Gives Back dró að margar stór stjörnur og eftir kvöldið höfðu safnast yfir 60 milljón dollarar, söfnunin er enn opin svo ég er viss um að þessi upphæð hefur margfaldast. Peningnum er svo varið í hjálparstarf sérstaklega fyrir börn bæði í Bandaríkjunum og víða í Afríku.

Ryan Seacrest 180x240

Ekki má svo gleyma sjálfum Ryan Seacrest sem hlýtur að vera draumaprins allra mæðra. Kemur sérlega vel fyrir, vel klæddur, og gengur vel í öllu sem hann gerir enda með járnin víða. Hvað er hægt að biðja um meira? Ég segi bara svona. Ég hef einnig mikið dálæti á Paula, Randy og Simon sjarmi.

Margt sem kemur á óvart í þáttunum enda allt í höndum áhorfandans og sést hversu vinsældir þátttakandans skipta miklu máli. Fyrir mig er ég búin að fá hund leið á David Archuleta og finnst hann óekta. Held mikið upp á Jason Castro, en ég vona að David Cook vinni keppnina. Þið verðið bara að horfa á næsta þátt.


Garðsala

'Eg vaknaði kl.6 í morgun við mikla skruðninga og mjak sem virtist koma frá nágranna mínum sem býr að móti mér. 'Eg fór á fætur og kíkti út um gluggann og sá að innkeyrslan hjá honum var orðin eins og útimarkaður.

100 0137

Garðsölur eru Amerískt fyrirbrigði. Eitt sem auðkennir að vorið sé komið er að fólk fer að þrífa í kringum sig og sópa út vetrar rikinu. Þá er oft farið í gegnum skápana og bílskúrinn hreinsaður út. Síðan er auglýsing sett í blaðið og vonast til að veðrið haldist gott.  Mér þykir þetta mjög sniðugt fyrirkomulag og oft má gera mjög góð kaup á svona garðsölum. Oft taka nokkrir nágrannar sig saman til að gera söluna svolítið veigameiri og svo er bara mikið skemmtilegra að vera í hópi með vinum.

Þar sem við horfum fram á smá kreppu blómstra garðsölur og verslanir sem reknar eru af góðgerðarstofnunum.  

 


hver sagði að þeir væru algerir apar?

Svona inn í miðri vinnuviku, hér er smá til að koma brosi á vör.

 


Hokie Nation

Gærdagurinn var erfiður  nemendum í Va.Tech. og sárar minningar um atburð síðasta árs var þrýst upp á yfirborðið. Lúðrablástur gall við rétt eftir miðnætti í birjun dagsins þann 16 apríl og kerti voru tendruð við minnisvarða fallina nemenda og kennara alls 32. Eins og ég sagði áður féll öll kennsla niður og deginum var varið til að minnast atburðar síðasta árs.  Sambandið á milli nemenda í Va.Tech er sérlega sterkt og þau styðja þétt við bakið á hvort öðru þegar á reynir. Þetta er eins og lítið þjóðfélag með 27.000 nemendum. 'Eg sá þau fyrir mér haldast í hendur í litlum hópum standandi út á túninu. Nemendur frá Va.Tech eru kallaðir Hokie´s og þau kalla sig Hokie Nation. Það er ekki margt hægt að segja á svona stundu, bara að biðja til Guðs og biðja um kærleik. Ekki verið að ásaka, og ég held ég fari með rétt að það var einnig reistur minnisvarði fyrir unga geðbilaða manninn sem tók líf 32 nemenda og kennara og endaði ósköpin með því að taka eigið líf. Við biðjum einnig fyrir fjölskyldunni hans sem hlýtur að þurfa að þola mikinn sársauka. Andrea mín hringdi í mig rétt fyrir miðnætti til að segja mér frá atburðarás dagsins sem var að líða. Rétt um miðnætti segir hún,"mamma ég heyri lúðrablástur og slökkt hefur verið á kertunum". Já elsku barnið mitt þessi skelfilegi dagur er liðin og við byrjum nýjan dag með von um bjarta  og betri framtíð.

DSC06051a      DSC06054  DSC06062


Virginia Tech.

Öll kennsla var felld niður í Virginia Tech í dag.  Í dag er eitt ár liðið frá því að ungur geðbilaður maður gekk berserksgang og drap 32 nemendur og kennara.  Fyrir ári síðan fórum við til að skoða skólann þessa örlagaríku helgi með Andreu en hún hafði sótt um og fékk inngöngu í skólann. Við ásamt öðrum foreldum  fórum í skoðunarferð um skólann og var sagt að við ein af byggingunum sem við áttum að fá að skoða væri lokuð vegna sprengi hótanna. Við kipptum okkur ekki upp við það og hugsuðum bara sem svo að þetta væri bara einhver að gera at. Okkur leið vel og þó svo að Andrea yrði ansi langt frá okkur (nær 4 tíma keyrsla frá Norðurhluta Virginíu þar sem við búum) fannst okkur hún í góðum höndum enda afbragðs skóli.

Við fórum heim og morguninn eftir setti ég  fyrstu ávísunina í póstinn. 'Eg var varla komin aftur inn þegar ég heyri í sjónvarpsfréttunum að 2 nemendur hafi verið skotnir til bana í heimavistinni. Fyrst var haldið að þetta væri staðbundið, kannski einhver ástarþríhyrningur. Síðan fóru að berast fréttir  af fleiri nemendum höfðu verið skotnir til bana og fjölmargir særðir í kennslustofu. 'Eg get ekki lýst hvernig mér leið nýbúin að þiggja inngöngu fyrir dóttur mína aðeins 17 ára og í fyrsta skipti í heimavist. 

art.vt.community.candles.gi.jpg Hugvekja

Það var sambland gleði og dapurleika sl. haust þegar við fórum með hana í Va. Tech og skildum við hana.  Gleði fyrir hennar hönd að byrja nýtt og spennandi líf og nám í jarðfræði sem á hug hennar allan.  Atburðirnir frá sl apríl rista djúpt og hafa haft mikil áhrif á nemendahópinn (27,000). 'Eg verð líka að segja að skólin hefur staðið sig vel í að aðstoða nemendur og hjálpa þeim að finna öryggi innan skólans. Andrea mín hringdi í morgun og sagði hafa verið að koma frá minningar athöfn þar sem fylkisstjórinn í Virginíu, Tim Kaine flutti mjög áhrifamikla ræðu. 'Eg efa ekki að mörg tár hafi fallið.  

DSC05990

Nú er skólaárið senn á enda (8 maí) og mikið lifandis ósköp verður gott að fá hana Andreu mína aftur heim, þó svo það verði aðeins yfir sumarið.  

 101_0012minnisvarði um fallna nemendur og kennara.

 


Meira um mannanöfn

Fyrst ég var að skrifa um afkáraleg mannanöfn langar mig aðeins að bæta við það sem ég skrifaði áður.

Þegar ég var barn og unglingur vann ég verslun föður míns, versluninni Sport.  Auk þess að selja sport og útilegu varning tókum við tjöld og vindsængur til viðgerðar. Einu sinni kom inn maður með vindsæng sem hann sagði leka og þurfti að bæta. Nafn mannsins var tekið niður og merkt vindsænginni. Ég hélt ég yrði ekki eldri þegar aumingja maðurinn kvaðst heita Bótólfur. Þarna stóð ég frammi fyrir manninum og reyndi af öllum mætti að halda mér saman, og láta eins og ekkert væri en þetta fannst okkur mjög fyndið.

'I "Nöfn Íslendinga" eftir Guðrúnu Kvaran og Sigurð Jónsson frá Arnarvatni segir að Bótófur sé sjaldgæft nafn en kemur fyrir í Landnámu. Það er þekkt í Noregi og Danmörku frá 12.öld og þar er það Bodulf. Bötwolf var enskur dýrlingur. Og viti menn, Bótólfsmessa er 17 júní.  


Mannanöfn

Ég var að lesa ágætan pistil eftir Ólínu Þorvarðardóttur um val á mannanöfnum. Þar sem ég hef búið erlendis meirihluta ævinnar og alið börn mín upp erlendis hef ég reynt að velja nöfn sem fara vel og verða þeim ekki til ama  bæði heima (já, heima verður alltaf á Íslandi) og eins hér erlendis. Vil taka það fram að öll þrjú börnin mín eru skýrð heima (í Dómkirkjunni) og eins eru þau öll íslenskir ríkisborgarar. Elsti sonurinn heitir Stefán Hákon, síðan kemur Andrea Birgit og þegar yngsta barnið fæddist árið 1992 vorum við búin að velja Erik Wilhelm sem var ekki tekið þegjandi frá Mannanafnanefnd. Nefndin fór fram á að ég breytti nafninu í Eiríkur Vilhjálmur. Til að byrja með er Erik notað á öllum hinum Norðurlöndunum og mjög norrænt. Wilhelm er fjölskyldunafn tengda móður minnar svo það var óhæft að breyta því þó svo að Vilhjálmur sé fallegt  og gott nafn.   Nefndin fer fram á að nöfn sem valin eru séu ekki viðkomanda til ama sem ég gat ekki séð að svo væri í mínu tilfelli. Við stóðum í töluverðu stappi um þetta en nöfnin voru síðan samþykkt.  'A þessum tíma var uppi mikil umræða um mannanöfn og man ég ekki betur en fólk hafi sagt sig úr mannanafna nefnd vegna mikillar óánægju meðal fólks.

Guðrún Kvaran og Sigurður Jónsson frá Arnarvatni gáfu út góða bók sem ber nafnið NÖFN ÍSLENDINGA. Þar koma fram hin undarlegustu nöfn sem ég get ekki ímyndað mér annað en að gætu valdið vesalings börnunum sálarkvölum að þurfa að bera þvílík nöfn.  Hvernig er velöldinni er hægt að setja út á Erik þegar leift er að skýra barnið sitt Emerentíana, Elspa, Embla, Efemia, Ljótur, Lofthæna (já það er virkilega nafn), Loðinn, Marsibil, Skólastíka, Skarlotta, Sörli, Manasína, Frúgit, og lengi má telja hin furðulegustu nöfn. 'Eg get bent á mun betri nöfn sem við notum á  hunda og hesta.


Glæsilegt safn

Mikið er um dýrðir þessa dagana í Washington D.C. "The Cherryblossom" hátíðin er í fullum gangi, en hátíðinni lýkur á Sunndaginn.  Sól og blíða og vor í lofti og ekki hægt að biðja um betra veður áður en maður fer að kvarta um að nú sé orðið of heitt.

The Newseum í Washington D.C. eða fréttasafnið var formlega opnað snemma í dag. Safnið er við Pennsylvania Ave, ekki langt frá þinghúsinu. Safnið er  glæsilegt hátæknisafn alls 250.000 square feet eða um 80.000 fermetrar og 7 hæðir fylltar af frétta efni og fróðleik sem nær yfir nokkur hundruð ár. Hægt er að spreyta sig í fréttamennsku og setjast fyrir framan sjónvarpsmyndavélarnar og lesa "fréttir dagsins" eða fara inn í útsendingar klefa.  

Newseum Building  Þarf aldeilis að hafa góðan tíma til að fara yfir þvílíkt safn. Hér er vefsíðan ef ykkur langar til að kíkja. www.newseum.org  Hlakka mikið til að sjá þetta, en á Amerískan mælikvarða er aðgangurinn dýr eða $20 fyrir fullorðna og $13 fyrir börn 7-12 ára


Bestu og fegurstu hluti veraldar er ekki hægt að sjá eða snerta.....heldur finnum við fyrir þeim í hjörtum okkar. -Helen Keller

Þessi stutta saga heyrir til okkar allra og ég set hana inn óþýdda.

There was a blind girl who hated herself because she was blind. She hated

everyone, except her loving boyfriend. He was always there for her.

She told her boyfriend, "If I could only see the world, I will marry you."

One day, someone donated a pair of eyes to her. When the bandages came off,

she was able to see everything, including her boyfriend.

He asked her, 'Now that you can see the world, will you marry me?'

The girl looked at her boyfriend and saw that he was blind. The sight of his

closed eyelids shocked her. She hadn't expected that. The thought of looking

at them the rest of her life led her to refuse to marry him.

Her boyfriend left her in tears and days later wrote a note to her saying:

'Take good care of your eyes, my dear, for before they were yours, they were

mine.'

This is how the human brain often works when our status changes.

Only a very few remember what life was like before, and who was always by

their side in the most painful situations.

                                                 

 Lífið er gjöf, förum vel með það og þá sem eru í kringum okkur.


allt í plati

gott gabb

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Erna Hákonardóttir Pomrenke
Erna Hákonardóttir Pomrenke

Þögull heili er byrjunin á dauðanum

ernahp@gmail.com

Nýjustu myndir

  • 100_1104
  • 100_1079
  • article-1109082-02FD57B3000005DC-983 468x310 popup
  • rauðkál, kartöflur og baunir átti eftir að láta sjá sig
  • 100_0952
  • Ekki má gleyma piparkökunum
  • 100 0951
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 32986

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband