1.4.2008 | 16:52
American Idol
Hver skildi hreppa þann heiður að verða næsta American Idolið? Engin smá spenna sem hvílir á þeim sem eftir standa og örlög þeirra eru í höndum áhorfandanna. Ég var gapandi af undrun þegar ponk hjúkkan hún Amanda Overmyer datt út úr keppninni að mínu mati allt of fljótt. Svo var 'eg að vonast til að hann Jason Castro næði langt hann var svo finn þegar hann söng Hallelujah, en hann virðist ekki geta haldið þessu saman. Michael Johns er ekki með bestu röddina en hann hefur sjarma og kemur vel fram á sviðinu og ég er ekki í nokkrum vafa um að David Cook (25 ára og elstur í hópnum) á eftir að ná mjög langt ef hann vinnur ekki bara keppnina, hann er hreint frábær en sorry mér finnst alltaf eins og að hann þurfi að fara í bað. Af stelpunum þá held ég að Brooke White verði einnig mjög ofarlega, en Kristy Lee Cook virðist vera að sækja í sig veðrið svo hver veit hvað skeður.
Mér finnst þau öll standa sig frábærlega vel, þurfa að læra nýtt lag á einni viku og síðan syngja fyrir framan alþjóð og ekki er að sjá á þeim feimni. Nýr þáttur hjá mér í kvöld og verður gaman að heyra hvað Simon, Paula og Randy hafa að segja.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2008 | 20:00
'Atakanlegt
Það er sorglegt þegar fólk er komið í svona stöðu að þurfa að gefa börnin sín í burtu og skilja þau eftir í kassa. Þetta er ekki eins og í Kína að fólk megi bara eiga eitt eða tvö börn. Maður veit aldrei hvað er á bak við svona eða hvort þetta eru ungar mæður sem hafa ekki bolmagn til að ala barnið upp fjárhagslega eða einkvað annað. Þær treysta því að sjúkrahúsið finni gott heimili fyrir barnið, en mikið hlýtur það að vera dapurlegt að skilja barnið sitt eftir fyrir framan sjúkrahúsið í hitakassa. Vonandi fylgist einhver með og tekur við barninu. Ekki einsdæmi að nýfædd börn finnist í rusla gámum fyrir hér í Bandaríkjunum. Svo hugsar maður um öll þau börn sem eru óvelkomin í veröldina, lamin og tuskuð til. Þá væri nú betra að gefa þau frá sér strax í von um að þau lendi á góðu heimili. Gott framtak hjá sjúkrahúsinu.
15 börn skilin eftir í hitakassa til ættleiðingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2008 | 15:46
Hún Ellen er frábær
Mér finnst stelpan alveg frábær (nýorðin 50!) . Alltaf létt í lund enda lítur hún út fyrir að vera 30 og einkvað. Hún er líka mikill dýravinur og "græn". Það sem aðskilur hana frá hinum er að hún er með viðtalsþætti í léttum tón og er ekki að reyna að takast á við einhverjum deilumálum. Mér finnst Oprah Winfrey hafi misst töfrana og reynir að koma með einhverja "sjokk þætti" til að ná athygli áhorfandans. Ellen tjúttar bara í sætið sitt og við erum öll hugnumin Samt gaman þegar hann Dr. OZ heimsækir Opru. Dr.Phil byrjaði sinn sjónvarps feril fyrst sem einn af lögfræðingum hennar Opru og síðan sem nokkuð reglulegur gestur í þáttunum hennar. Þættirnir hans eru orðnir allt of miklir sjokk þættir og mér finnst hann oft fara niðurlægjandi með fólk. Hann er orðin allt of valda mikill og lítur stór á sig eins og hún Oprah já og ég get líka bætt henni Mörthu Stewart við þann lista. Frægðin stígur sumum til höfuðs.
Ekki vert að eiða tíma í að horfa á The View. Mér hefur alltaf leiðst hún Barbara Walters sem er ein af þessum sem heldur að hún viti allt. Whopy Goldberg er allt of gróf fyrir minn smekk. Það hlýtur að vera gaman að vera í návist Ellenar. Hún er alger perla, gáskafull frískleg og skemmtileg og hverjum hefði dottið í hug að stelpan er orðin fimmtug. 'Eg segi bara VÁ! og vona að hún haldi áfram að koma inn í stofu til mín.
Bloggar | Breytt 29.4.2008 kl. 03:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.3.2008 | 17:24
Vinargjöf frá Japan
Nú um helgina byrjar hin árlega "National Cherryblossom Festival" í Washington D.C. Kirsuberjatrén blómstra frá 26 mars til 9 apríl í ár en talið að blómstrið nái hámarki 27 mars til 3 apríl. Mikið verður um dýrðir og uppákomur, skrúðganga og sýningar. Best er að skoða Kirsuberja blómstrið frá Tidal Basin og East Potomac Park. Hér fyrir neðan er opinber vefsíða um hátíðina. http://www.nationalcherryblossomfestival.org/cms/index.php?id=390
Árið 1912 gaf þáverandi borgastjóri í Tokyo Bandaríkjunum 3,000 Kirsuberjatré í vinargjöf. Bandaríska forseta frúin, Helen Taft og eiginkona Japanska Ambassadorsins í Bandaríkjunum gróðursettu fyrstu tvö trén í norður hluta Tidal Basin. Í þakklætisskyni gáfu Bandaríkjamenn Japönsku þjóðinni Dogwood tré. Árið 1965 tók Lady Bird Johnson við 3,800 trjám til viðbótar frá Japönsku þjóðinni. Hátíðin var fyrst haldin árið 1935. Þessi vinskapur þjóðanna kom svo allan hringinn árið 1981 þegar mikið af Kirsuberjatrjám skemmdust í flóðum í Japan og Bandaríkjamenn gáfu afleggjara af sínum trjám aftur til Japans.
Það er svo margt í gangi hérna á svæðinu og ekki gerir Iceland Air fólki auðvelt með að koma og heimsækja höfuðborg Bandaríkjanna eftir að þeir ákváðu að hætta flugi til Blatimore. Þetta er mér algerlega óskiljanleg ákvörðun. Vélarnar hafa alltaf verið fullar þegar ég hef verið að fara á milli en svo má halda áfram flugi til Halifax. Arg, garg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2008 | 03:05
'A ferð um Virginíu
Páskaferð í Virginíu
Það eru fáir staðir jafn fallegir og Virginia á vorin þegar gróðurinn vaknar til lífsins og holt og hæðir ilma undur sætt og söngfuglar eru í óða önn að koma sér upp varp stað. Reyndar búið að vera frekar kalt í veðri svo gróðurinn er aðeins á eftir áætlun. Þar sem dóttirin er á kafi í námi og komst ekki heim yfir Páskana ákváðum við að keyra niður til Virginia Tech og vera hjá henni yfir Páskana. Í staðin fyrir Páska Egg, eru súkkulaði Páska Kanínur settar í Páska körfuna. Eini árstíminn sem maður lítur til kanínunnar með velvild annars eru þær yfirleitt bandsettar kanínur í augum garðyrkjumanna. Svo súkkulaði kanínan fékk að fljóta með. Förum alltaf með einhvern glaðning með okkur til hennar og í þetta skipti var það The Office á DVD svona til afþreyingar fyrir hana ef það verður þá einhver tími til að horfa á þættina. Virginia Tech var herskóli áður fyrr, en er nú einn af betri tækni háskólum Bandaríkjanna staðsettur í Blacksburg sem er í suð-vestur hluta Virginíu fylkis, alls 27,000 nemendur. Flestir muna eftir sl. 16 Apríl þegar ungur geðveikur maður réðist inn í Virginia Tech byggingar og skaut 32 nemendur og síðan sjálfan sig til bana. Nú er búið að reisa þarna minnisvarða til að minnast þeirra sem létust og næstkomandi 16 apríl er ár liðið frá því þessi voða atburður átti sér stað og verður gefið frí í skólanum og deginum varið til að minnast þeirra sem létust á þessum skelfilega degi. Þessi atburður hefur haft mjög djúp áhrif á nemendur í Virginia Tech sem og aðra og er oft rætt um geðheilsu manna og hvernig hægt sé að koma í veg fyrir að svona getir endur tekið sig.. Veðrið var margbreytilegt á leiðinni til Virginia Tech. Þetta er tæplega 4 tíma keyrsla frá Norður hluta Virginíufylkis þar sem ég bý. Byrjaði með glampandi sól þegar við ókum vestur á Interstate 66 og klukkutíma seinna í Strasburg var komin smá éljaskúr. Það eru margir fallegri hellar á svæðinu á milli Front Royal og Strasburg og þekktastur þeirra er Luray Caverns. Svo má líka nefna, Shenandoah Caverns, Skyline Caverns, Endless Caverns, og Crystal Caverns. Sólargeislarnir brutust fljótlega aftur út í gegnum skýin þar sem við þustum niður Interstate 81 með fjallgarða og vingjarnlegar hæðir til beggja handa.University of Virginia Tech.
Það var komið kvöldmatarleiti þegar við runnum í hlað í heimavistinni í Virginia Tech. Dóttirin var afar sæl að sjá okkur og góð tilbreyting fyrir hana að komast út fyrir múra skólans. Tek það fram að nemendur á fyrsta ári geta ekki haft bíla með sér. Með 27,000 nemendur yrði lítið um bílastæði ef allir væru með bíla og eins bara ágætt að halda nýjum nemendum við námsefnið heldur en að þau séu að rjúka út um kvippin og kvappin. Það var þung skýjað og aðeins nokkra stiga hiti í Blacksburg á Páskasunnudag. Við ákváðum að fara í Páska Guðþjónustu í Luther Memorial (Evangelical Lutheran Church) sem er rétt við Virginia Tech. Alltaf gaman að fara í nýjar kirkjur. Eftir kirkju fórum við í Páska Brunch á Holliday Inn. Þetta var heljarmikið hlaðborð með óteljandi valkostum fyrir $20 á mann. Ekki þörf á að borða mikið það sem eftir er dagsins eftir svona stóra máltíð. Við vissum að það var erfið vika framundan og mörg náms verkefni sem þurfti að vinna að og skila svo við vildum ekki vera að tefja hana og kvöddum fljótlega eftir hádegið.
Roanoke
Á heimleiðinni ókum við í gegnum Roanoke, VA. Það er staður sem mig langar til að heimsækja aftur þegar betri tími er til. Roanoke hefur 5 sinnum verið valin All-American City 5 sinnum Top Digital City og eins valin sem Top livable city. Fljótlega eftir að komið er inn í bæinn blasir við mjög sérkennileg ráðstefnu og sýningarhöll í stíl sem ég kann ekki að nefna. Hótel Roanoke er glæsileg bygging í Tudor stíl sem ekki er hægt að missa af og vert er að skoða. Byggingin er yfir 100 ára gömul og árið 1989 var Virginia Tech háskólanum gefin byggingin, hún gerð upp og hótelið endur-opnað árið 1995. Takið eftir hesta vatns brunninum sem er fyrir framan Wachovia bankann. Brunurinn er frá 1898 og er sagt að hestar drukku frá þeirri hlið sem snéri að götunni en fólk úr munni hundsins. Roanoke býr yfir mörgum fallegum kirkjum og sennilega mest áberandi er St.Andrew´s Kaþólska kirkjan þar sem hún situr upp á hæðog gnæfir yfir. St.Andrew´s er byggð árið 1902 í Viktoríu-Gotneskum stíl. Má alls ekki missa af úti markaðnum á Market Street sem er opin laugardaga og sunnudaga frá kl. 11-2 apríl-september. Eins má ekki missa af Art by the Night sem er fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði.
Útsýnið hjá vinkonunni
Ein vinkona mín er að byggja í Lexington, VA. Annar mjög fallegur staður. Ógleymanlegt hvernig kvikmyndin Sound of Music byrjar þar sem Julie Andrews snýr sér með tilþrifum á hæðinni með fjallahringinn allt í kring, baðar út höndunum og syngur The Hills Come Alive. Eg sagði vinkonunni að hún ætti að fá sér svuntu eins og Julie Andrews því þar sem hún er að byggja gæti hún alveg eins dansað um grænar grundir eins og Maria. Eins og pabbi hefði sagt þetta vera glimrandi fallegur staður.Fyrir hestafólk og hestavini er The Virginia Eqestrian Center i Lexington ómissandi stopp. Skrifa meira um Lexington seinna. Á heimleiðinni fórum við yfir á Interstate 64 í átt að Charlottesville. Eftir að farið er yfir Blue Ridge fjallgarðinn er mjög fallegt útsýnis útskot þar sem hægt er að horfa yfir dalinn sem vert er að staldra við. Jú það er endalaust hægt að skrifa um fegurðina í Virginíu. .
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2008 | 16:27
Hauskúpa
Hvernig er hægt að taka feil að mannlegri haus kúpu og einhverju öðru, ég gæti kannski skilið það ef apar röltuðu um landslagið. Verður gaman að fylgjast með þessu. Efni ég góða skáldsögu.
Mannabein fundust á víðavangi í Kjósarhreppi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2008 | 19:24
Lakkrís gegn tannskemmdum?
Dr. Wenyuan Shi, er örveiru líffræðingur (medical microbiologist) í UCLA (University of California at Los Angeles). Hann gerði 50,000 tilraunir með 2000 jurtir í von um að finna bakteríu drepandi efni geg tannskemmdum. Lakkrísrótin hefur þá eiginleika að varna gegn tannskemmdum en þetta er nú ekki svo einfalt að nóg sé að háma í sig lakkrís því rótin þarf vissa meðferð og í lokin er þetta bakteríu eyðandi sleikjó.
Dr. Shi er að vonast til að geta notað þennan sleikjó í vanþróuðum löndum þar sem hreint vatn er ekki til staðar og tannhirsla vanrækt. 2 sleikjóar á dag í 10 daga á að sporna gegn tannskemmdum í 12 til 27 vikur. http://drjohns.com/herbal.htm
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2008 | 17:43
Öfugsnúðið dómskerfi
Fékk þetta í tölvupósti í dag.
Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann (nafn mannsins er ekki greint, skulum ekki vera að veita honum andlega vanlíðan) í eins árs fangelsi,
þar af níu mánuði skilorðsbundna, fyrir hrottafengna árás og nauðgun
gagnvart unnustu sinni. Þá var hann dæmdur til að greiða henni rúmar
*sex hundruð þúsund *krónur í miskabætur. -
-
greiða ekkju Halldórs Laxness, *eina milljón og fimm*
*hundruð þúsund* í fébætur fyrir brot á höfundarrétti í fyrsta bindi af
ævisögu Halldórs. Þá er Hannes Hólmsteinn dæmdur til að greiða 1,6
milljónir í málskostnað. Fyrir brot á höfunarrétti? Segi bara give me a break.
Hvor konan ætli hafi þjáðst meira, andlega og líkamlega?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2008 | 21:39
verum meðvitandi um gerðir okkar
Tökum höndum saman og sniðgöngum vörur frá Kína. Við getum öll verið meira meðvitandi um hvernig við verslum. Kína er búin að ná þvílíku tangarhaldi á Bandaríkjunum að það liggur við að þeir stjórni landinu efnahagslega. Fór út í búð um daginn til að kaupa fisk og greip frosinn fisk í pakka sem ég hélt að kæmi frá Kanada, en hjálpi mér hann var frá kvikasilfurs polli í Kína. Vörurnar í sumum stórmörkuðunum eru sennilega nær 80% frá Kína. Mikið af skótaui, handtöskum ódýrum skartgripum og leikföng allt frá Kína. Til að spara er mikið af rafmagnstækjum, tækni og tölvubúnaður framleiddur og innfluttur frá Kína. Mikið hefur verið rætt um blý í leikföngum frá Kína. Þeir eru ósvífnir og mannslífið er lítilsvirði eins og við sjáum nú hvernig þeir fara með Tíbeta.
'I staðinn fyrir að ferðast til Kína, setjið stefnu á Japan.
Einnig yrðu það sterk skilaboð ef sem flestar þjóðir sniðgengju Ólympíu leikana sem fram fara í Kína í næstkomandi ágúst.
Komust ekki til Tíbet | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 28.7.2008 kl. 03:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2008 | 03:12
Aumingja strákurinn
Var á allra manna vörum í dag að leikarinn frægi Patrick Swayze er með hættulegan "Pancreatic" krabbamein. Ekki gaman að fá svona fréttir. Patrick sló í gegn með kynþokkafullum dansi sínum í "Dirty Dancing" Sá Patrick fyrst sem barnastjarna í Walt Disney sirkus kvikmynd sem ég man ekki hvað hét en karakterinn hans hét Tobí. Hann er á svipuðum aldri og ég svo mér þótti rosalega mikið til hans koma þegar ég sá þessa mynd á sínum tíma. Við vonum bara öll að meðferðin sem hann gengst undir núna hafi góð áhrif og sendum honum hlýja strauma.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2008 | 15:12
Plastpoka Bann
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2008 | 14:06
Leikskóla hallæri
Horfur á að færri börn verði í nýjum hverfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.3.2008 | 21:01
Talandi páfagaukur
Dýraheimur | Breytt 21.7.2008 kl. 02:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.2.2008 | 22:04
gullfalleg
Hugsa sér að geta framið þvílíkt ódæðisverk og síðan að skilja barnið eftir einsamalt á lestarstöð í stórháska. Furðulegt að við þurfum leifi til að vera með hunda en hvaða idjót sem er getur alið barn.
Gott að fylgjast vel með umhverfinu í kringum okkur og ennþá betra að hafa hugrekki til að tilkynna grunsamlega atburði sem ég held að margir leiði framhjá sér
Faðir yfirgefinnar stúlku frá Kína handtekinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.2.2008 | 16:22
Blueman á tónleikaferð
Búið að vera mikið að gerast á þessum bæ svo ég hef lítið komist í tölvuna og var næstum búin að gleyma að segja ykkur að við skruppum á Blueman tónleika fyrir nokkru. OK, ég viðurkenni að við fórum og sáum þá tvisvar. Fyrst með Erik í Patriot Center hér rétt fyrir utan Washington D.C. og manninum mínum fannst svo gaman að við ákváðum að fara aftur þegar Andrea okkar kom heim í smá skólafrí og þá sáum við þá í flottu íþrótta húsi sem University of Virginia í Charlottesvill er nýbúið að opna. Blueman eru í tónleikaferð um Bandaríkin um þessar mundir (þar til í maí) sem þeir kalla "How To Be A Megastar" Fyrir þá sem ekki þekkja gæjana (sennilega komnir vel yfir fertugt) þá eru þeir snilldar trommu leikarar eða ég ætti kannski að segja að þeir séu ásláttar leikarar þar sem þeir nota ýmislegt til að berja á eins og td PVC plast rör sem er hreint frábært hvað þeir geta gert með plast rör. Tónlistin þeirra er sennilega sambland af Rokk og Teknó. Mikið stuð og skemmtilegir bláingjar.
Verð að minnast á Mike Ralm sem hitaði upp fyrir tónleikana. Ekki viss um hvað á að kalla hann nema Music Video DJ. Hann notaði ma. söng video með Björk og notaði hljómborð til að ýkja og bæta við ýmsum hljómborðs nudd hljóðum. Sorry, kann ekki skil á þessu. Eins sýndi hann "immigrant Song"music video með Led Zeppelin. Verð að viðurkenna að þó ég hafi marg oft heyrt þetta frábæra lag var það bara nýlega að unglingarnir mínir gerðu mér grein fyrir að þeir sömdu þetta lag fyrir Tónleikaferð þeirra til Íslands mig minnir 1972. http://www.youtube.com/watch?v=svR3iXKTJvc&feature=related svo það má segja að það voru aldeilis 'Islensk áhrif á tónleikunum hjá Blueman.
Eftir tónleikana fór ég og keypti music video með Blueman handa eiginmanninum (nýja music videóið þeirra kemur út í lok tónleikaferðarinnar í maí) og síðan keypti ég Led Zeppelin music vidio handa Erik. Skrýtið hvað tíminn endurtekur sig. Nú er hann að hlusta á Bítlana, Led Zeppelin og aðra góða 70´s tónlist sem ég ólst upp á. Gaman fyrir mig.
Því miður get ég ekki niður halað mynd af þeim en þið getið kíkt á þá með því að fara inn á slóðina þeirra www.blueman.comog eins getið þið kíkt á tónlistahttp://www.youtube.com/watch?v=svR3iXKTJvc&feature=relatedr ferðina þeirra ef þið eruð á leið Vestur um haf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2008 | 22:12
SNIÐUGT STAFARUGL
Sá sem útbjó þetta ætti að vera góður í krossgátum
(Bíddu þar til þú sérð síðasta orðið)!
DORMITORY:
When you rearrange the letters:
DIRTY ROOM
PRESBYTERIAN
When you rearrange the letters:
BEST IN PRAYER
ASTRONOMER:
When you rearrange the letters:
MOON STARER
DESPERATION:
When you rearrange the letters:
A ROPE ENDS IT
THE EYES:
When you rearrange the letters:
THEY SEE
GEORGE BUSH:
When you rearrange the letters:
HE BUGS GORE
THE MORSE CODE :
When you rearrange the letters:
HERE COME DOTS
When you rearrange the letters:
CASH LOST IN ME
ELECTION RESULTS:
When you rearrange the letters:
LIES - LET'S RECOUNT
SNOOZE ALARMS:
When you rearrange the letters:
ALAS! NO MORE Z 'S
A DECIMAL POINT:
When you rearrange the letters:
IM A DOT IN PLACE
THE EARTHQUAKES:
When you rearrange the letters:
THAT QUEER SHAKE
ELEVEN PLUS TWO:
When you rearrange the letters:
TWELVE PLUS ONE
AND FOR THE GRAND FINALE:
MOTHER-IN-LAW:
When you rearrange the letters:
WOMAN HITLER
SKYLDI TENGDASONURINN HAFA GERT ÞETTA?
Bloggar | Breytt 28.2.2008 kl. 16:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2008 | 18:40
Gordon og hákarlinn
Fegin að við erum ekki komin með ilm-sjónvörp.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2008 | 15:10
engin barnaleikur
Skelfilegt að lesa þetta. Ef telpan var ekki nema 14 ára gömul þegar hún á sitt fyrsta barn get ég ekki annað séð en að um nauðgun sé að ræða og reyndar í öllum þrem tilvikunum. 'I staðin fyrir að kenna henni um lauslæti held ég að mætti athuga hvort "fullorðna fólkið" í kringum hana sé með öllum mjalla. Gleymum ekki að hún er sjálf barn. Gefur í skyn í greininni hjá BBC að hún er sennilega bláfátæk, móðir hennar hreingerninga kona sennilega lítið eða ekkert aðhald og hver veit hvað. En hugsa sér að það ólíklegasta geti endurtekið sig.
http://news.bbc.co.uk/2/hi/americas/7258072.stm
'Eg starfa á sjúkrahúsi hér í Virginíu við það að taka myndir af nýburum að ósk móðurinnar að sjálfsögðu. Venjulega er barnsburður mikið fagnaðarefni og jú mæðurnar eru stundum barnungar sjálfar. 'I síðustu viku fór ég inn á stofu hjá 16 ára gamalli stúlku sem hafði alið dreng daginn áður. Hún var hvít, kærastinn sennilega Mexíkani og lá upp í rúmi hjá henni. Engin mamma hjá henni, engin fjölskylda, engir vinir, engin blóm. Framtíðin ekki glæsileg. Hún sennilega enn í gagnfræðaskóla og verður bara að "verða fullorðin" í einum grænum fá sér vinnu og sjá um fyrir sér og sínu barni. Því miður lenda flestar ungar einstæðar mæður í fátækt og ná aldrei að menta sig, hafa hvorki pening né tíma til þess.
Unglingsstúlka eignast aftur þríbura | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2008 | 03:43
Afhverju ekki Baltimore?
Mjög dró úr hagnaði Icelandair | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.2.2008 | 23:28
frá Arusha with Love
Þá er stóri dagurinn að renna upp. Stefán minn og Lee Ann lenda seinnipartinn á morgun út á Dulles flugvellinum eftir tveggja mánaða dvöl fyrst í Kenía og síðan í Tansaníu. Ósköp held ég að þau verði fegin að geta þvegið af sér ferðarikið og komist í hreint rúm og hvílt sig. Þau náðu því að heimsækja litlu stúlkuna sem Lee Ann er búin að vera að styrkja í Kenía. 'Eg veit að hún Lee Ann hefði ekki verið í rónni án þess að heimsækja barnið. Hún slær ekki slöku við daman því hún ætlar að prédika strax á sunnudaginn og síðan ætla þau bæði að halda fyrirlestur um ferðina. Verður gaman að heyra um starf þeirra í Kenía og Tansaníu. Við báðum Stefán Hákon um að kaupa bók og koma með handa okkur. Hann sagði okkur að í fyrsta lagi hafi hann aðeins séð 3 bókaverslanir í Arusha og þær seldu einungis námsbækur. Kannski hann komi með námsbók handa okkur. Mér skilst að enska sé notuð í Kenía, en aftur á móti voru þau bæði að læra Svahílí á meðan þau voru í Arusha í Tansaniu. Til skemmtunar kallaði Stefán sig "Mimi Muzungu Morani"sem þýðir hvíti stríðsmaðurinn sem kom Tansaníu mönnum til að brosa því hann er nú ekki svo stríðsmannalegur að sjá.
Annars er veðurspáin alls ekki góð fyrir morgundaginn hérna á austurströnd Bandaríkjanna. Búist við snjókomu í nótt og í fyrramálið sem breytist síðan í ísregn. Má búast við lokun skóla víða og seinkun á flugi. Veðrið ætti samt ekki að hafa áhrif á þau þar sem þau fljúga bara beint inn. Minnir að þau fljúgi í gegnum Amsterdam.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Hitt og þetta
Nýjustu færslur
- 1.1.2012 Ísold Ylfa nýjasta stjarnan
- 7.9.2011 Gott að fá samkeppni
- 4.1.2011 Íslandsvinur?
- 9.12.2010 Ósvífnir óþokkar
- 11.11.2010 Ekki felldi ég karlinn minn....
- 25.10.2010 Jafnrétti ?
- 17.10.2010 Trú og glaðlyndi
- 14.10.2010 Dagurinn sem heimurinn stóð kyrr.
- 26.8.2010 áhrif lyfja?
- 17.8.2010 Og hvað ætlar Icelandair að gera?
- 6.8.2010 Af hverju NY?
- 5.8.2010 Bíll fyrir blinda
- 12.11.2009 Fólk þarf að gera sér grein fyrir hversu alvarlegt þetta er.
- 3.6.2009 haga sér eins og óþekk smábörn
- 19.4.2009 Ekki má gleyma skotárásinni í Va.Tech og nýlega var nemandi ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 32986
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar