Mikið á sig lagt.

Er ekki fylgst með veðurspá áður en lagt er upp í sund sem þetta? Örugglega ekki sama hvar er farið yfir því ég get ímyndað mér að það eru misjafnir straumar yfir Ermarsundið eftir hvar er farið yfir. Ég vona að hann prufi í þriðja sinn og nái þá að komast yfir.
mbl.is „Barðist við vindinn í 10 tíma"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

þetta er grimmd

Þetta þykir mér virkilega ógeðfellt.  Á nú að fara að draga vesalings lömbin af volgum spenanum  til að farga þeim fyrir einhvern snobb gogg? Mér verður bara illt.

Ég vorkenni aumingja kindunum að missa litlu lömbin sín svona fljótt eftir burð. Væri ekkert skrýtið þótt þær þyrfti á áfalla hjálp að halda. Mér finnst þetta vera grimmd sem gengur allt of langt. Allt út á peninginn


mbl.is Mjólkurlamb kynnt matgæðingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

mamma mía

ja hérna, það var eins gott að flugumferðastjórinn var ekki líka í la la landi. Flugvélin hefði getað haldið áfram ferðinni þar til hún varð bensínlaus. Ekkert skemmtileg tilhugsun að á löngum flugleiðum setur flugkapteininn vélina á autopilot og áhöfnin fer bara að sofa.

Góðu farþegar njótið bíómyndarinnar á meðan engin stjórnar vélinni Whistling  


mbl.is Sofandi flugmenn fóru framhjá áfangastaðnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverra þjóða?

Hér vestan hafs heyrir maður að fossarnir séu gerðir af dönskum listamanni. Svo hvað er hann og hvernig skyldi hann kynna sig? Woundering  
mbl.is Fossar falla í Austurá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenskir fossar í New York

Ef þú ert á leiðinni til New York máttu ekki láta þetta fara fram hjá þér. Fossarnir í New York eru á allra manna vörum. Í morgun þegar ég var að hofa á "Good Morning America" heyrði ég allt í einu nafnið Ólafur Elíasson og við það sperrti ég  upp eyrun og athygli minni var náð. Ólafur er fæddur í Danmörku en alin upp á Íslandi og í Danmörku. Hann hefur sett upp 4 risa fossa á East River í New York borg í samráði við the Public Art Fund og New York borg. Fossarnir eru frá 90-120 feta háir, sá hæsti álíka hár og Frelsis styttan.  Fossarnir eru allir á East River, einn við hafnarbakka 35 (pier35) á neðrihluta Manhattan, sá næsti er undir Brooklyn brúnni, einn á milli pier 4 og 5 í Brooklyn og síðan einn á Governors Island. Fossarnir verða enn glæsilegri á kvöldin því þeir verða baðaðir ljósi.

Sam Champion sem er veðurfræðingurinn hjá Good Morning America sagðist vera heillaður af fossum. Það væri aldeilis gaman að bjóða honum heim til Íslands og fá hann í "fossaferð" i kynningarskyni. Sam var á East River í morgun með beina útsendingu á meðan á þættinum stóð. Hann hafði viðtal við Ólaf Elíasson og Michael Bloomberg borgastjóra New York borgar sem var yfirsighrifin af verkefninu. Ólafur sagðist  hafa sótt hugmyndina af fossunum í Skógafoss. Kostnaður við uppsetningu  fossanna nemur $15 milljón og kemur úr einkasjóðum en sagt er að fossarnir eigi eftir að skila af sér $50 milljónum í auknum ferðamanna straumi. Sýningin sem opnaði í dag stendur til 13 október 2008

Fyrir neðan er góð grein úr New York Times. http://www.nytimes.com/2008/06/02/arts/design/02wate.html?_r=1&oref=slogin  

Brooklyn water fallsEins er fróðlegt að fara inn á www.nycwaterfalls.com og smella á "did you know" og www.nycwaterfalls.org


Er ekki verið að mismuna barninu?

Flestar erum við hættar barneignum þegar við nálgum fertugs aldurinn enda hormónastarfsemi líkamans breitt og beitingaraldurinn framundan. Áhættan á að litningagallar komi fram eykst jafnvel eftir 35 ára aldur.

Þetta mál snýst ekki bara um konur sem langar í lítið barn til að gæla við, heldur finnst mér að verði að líta á áhættuna sem væntanlegt barn yrði að þola eins og td. Downs Syndrom og aðra fæðingargalla. Mér finnst nú heldur seint að fara að huga að barneignum fyrir konur komnar hátt á fimmtugs aldur. Fyrsta daginn í skólanum mætir barnið með mömmu gömlu og þegar það útskrifast úr menntaskóla þá er mamma á leiðinni á biðlista á Grund. Getur varla verið spennandi fyrir barnið. Blush


mbl.is Einkavæðing mismunar eldri konum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björk frekjudolla?

Hún er sniðug að halda sér í fréttunum hún Björk okkar.  Í dag birti listi á MSN frá Reuters yfir 12 mestu "hot heads" og var Björk #2 á listanum. Ástæðurnar fyrir þessum titli finnst mér skrýtnar því það er verið að kíla á hana fyrir að hafa slegið til ljósmyndara í Bankok og rifið skyrtuna af öðrum á  Nýja Sjálandi. Þessir blaðamenn og ljósmyndarar geta verið óskaplega frekir og ágengnir og kannski ekkert skrýtið þótt fólk vilji smá frið frá þeim. Það þarf nú bara að vera ansi ákveðin til að komast áfram í heimnum hvort sem Björk er "hot head" eða ekki. Gott hjá henni að láta ekki vaða yfir sig.  Reuters vitnar til Bjarkar og kallar það "going Björk" þegar einhver fær frekjukast. Smile Flott, bara meiri auglýsing fyrir hana.  Hér er greinin.

 Bjork_Reuters_502http://movies.msn.com/movies/galleryfeature/celebrity-hotheads/?photoidx=2


Risa rolla ?

Er bara allt að fara úr böndunum þarna fyrir norðan, merkilegt að það hafi ekki líka sést til rostunga. Ætli nokkur maður þori að fara í útilegu í sumar, þá er nú eins gott að vera ekki með nein fyllirís læti því nebbinn á bangsa er víst mjög næmur.   Whistling   Skrýtið að þessar myndir sem fólkið sagðist hafa tekið voru svona óskírar, rétt eins og flestar myndir sem fólk segist hafa tekið af Nessí skrímslinu Errm .  Ég vona svo sannarlega að ekki sé um annað dýr að ræða, við vitum öll hvernig fer fyrir því.
mbl.is Ekkert sést til bangsa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Get Smart

'Eg skellti mér í bíó í gærkveldi og sá Get Smart með Steve Carell og Anne Hathaway sem er jafnframt vinsælasta sumarmyndin í Bandaríkjunum hingað til. Mér fannst myndin sprenghlægileg  og sexy, sérstaklega atriði þar sem agent 99 (Anne Hathaway) skríður undir leiser geisla með mikilli fimi og kynþokka. Steve Carell sem leikur Maxwell Smart er frábær eins og alltaf. Get Smart er gott dæmi um að það er hægt að gera góða hasarmynd án blóðbaðs og óþverra orðabrags.  Við skemmtum okkur konunglega. Þið getið séð smá úr myndinni hér fyrir neðan.

http://getsmartmovie.warnerbros.com/


Stuðningur fyrir konur með brjóstkrabba

Snemma á sl. ári greindist ég með brjóstkrabbamein og eftir nokkrar tilraunir til að bjarga brjóstinu var sú ákvörðun tekin að taka það af. Reyndar var það ekki tekið af, heldur allat holað út og fyllt aftur með aðgerð sem heytir DIEP flap sem er tiltölulega ný. Sjá færslu frá 14 febrúar 2008, Dagur Valentínusar.

Fyrir stuttu tók ég þátt í þjálfunar námskeiði hjá “Reach for Recovery”. Reach for Recovery  er styrktarfélag sem leiðbeinir konum sem fengið hafa brjóst krabbamein. Við erum allar sjálfboðaliðar sem hafa átt við brjóst krabbamein að stríða og réttum út hjálpar hönd þegar ný bætist í hópinn. Eftir greiningu er þeim boðið að fá hjálp frá okkur og þá er reynt  að velja ráðgjafa í sem mesta samræmi við viðkomanda.   Það er mörgum konum mikið áfall eftir að þær greinast með brjóstkrabba og að geta sest niður með kynsystur sem sjálf hefur gengið í gegnum það sem blasir við getur verið ómetanleg hjálp. Við gefum ekki læknis ráð, en við gefum þeim upplýsingar (bæklinga), baráttu kjark og góð ráð. Oft kemur það fyrir að ég fer með viðkomanda til læknisins henni til styrktar (hér eru vegalengdirnar mikið lengri en heima á Íslandi). Fyrir sumar er nóg að hafa bara einhvern sem hlustar. Við getum veitt þeim aðstoð við hvernig þær eigi að snúa sér í að fá hárkollur, gervibrjóst, góð krem sem gott er að nota á meðan þær gangast undir geislameðferð og svo framvegis. Þegar ég var á þjálfunar námskeiðinu hjá Reach for Recovery, frétti ég af öðru svipuðu námskeiði sem kallast SOS (Survivors Offering Suport) og er haldið á vegum Georgetown University Hospital sem er jafnframt þar sem ég fór í allar mínar meðferðir hér í Washington D.C. Ég ákvað að skella mér á námskeiðið og eins og með allt á Georgetown var ég heilluð upp úr skónum yfir því hvernig þeir stóðu að þessu. Þátttakendurnir voru ca. 20-25 konur, ekki fórnarlömb krabbameins heldur uppistandandi baráttukonur sem komist hafa í snertingu við brjóst krabbamein. Denise O´Neill stofnaði SOS eftir að hún  hafði sjálf greinst með brjóst krabbamein og fann þá þörf að geta rætt við konu sem gengið hafði í gegnum það sama.  Starf okkar hjá SOS er að miklu leiti það sama og hjá Reach for Recovery, en megin munurinn er sá að Georgetown býður SOS þátttakendum að koma á lærdómsríka fræðslu fundi um brjóst krabbamein og nýjustu lækningar meðferðir. Á kynningarfundinum var  aðalræðumaður kvöldsins Dr. Shawna Willey sem er jafnframt skurðlæknirinn minn. Dr. Willey er yfirlæknir á brjóstskurðardeild Lombardi krabbameins deildarinnar á Georgetown University Hospital. Hún hefur einnig nýlega tekið við stöðu formanns “The American Society of Breast Surgeons” Ég veit að hún er gífurlega upptekin, en lætur sjúklinginn aldrei finna það og þarna var hún og gaf okkur  hátt á annan tíma tal um yfirlit á  ýmsum tegundum brjóstkrabba og   hvernig við eigum að koma fram við nýgreinda sjúklinga. Seinna um kvöldið fengum við góða fræðslu um eitla starfsemi og þær hættur sem geta fylgt þegar eitlar eru fjarlægðir og hvað hægt er að gera til að reyna að sporna við eitlabólgu. Mér fannst ég ganga á skýjum eftir kvöldið. Það var svo frábært að sjá þann skilning og áhuga hjá  læknunum á Georgetown um að fræða okkur og leiðbeina okkur með að leiðbeina stallsystrum okkar sem eru að byrja flókna krabbameins göngu. Nú vinn ég að því að koma á svipaðri þjónustu við litla sjúkrahúsið í bænum mínum. Mikið vildi ég að íslenskar konur gætu notið þjónustu af þessu tagi. 'Eg held að það sé mikil þörf á hjálparstarfsemi sem þessari sem tengir konur saman því við fáum styrk frá hvor annarri og það er ómetanlegt að hafa kynsystur sem skilur hvað við erum að ganga í gegnum sem okkur er óhætt að spyrja úr spjörunum.


Ísland í sérstöðu

Við erum heppin að stríð og styrjaldir hafa ekki eyðilagt þessar ómetanlegu upplýsingar eins og hefur hent á mörgum stöðum í heiminum. Íslendingar hafa verið duglegir að halda skrár yfir sitt fólk og að vera lítil eyjarþjóð og lengst til af sama stofni  hefur gert það starf auðveldara.

Ég hef notað Íslendinga bók á netinu mikið og haft mikla ánægju af og hef getað rakið ætt mína til jarla á Írlandi í kringum árið 730.  Í Íslendingabók er aðeins hægt að "opna" síður þeirra sem eru á einhvern hátt skyldmenni.

Skólarnir ættu að notfæra sér þessa auðlind upplýsinga. Hægt er að setja td. nafn landnámsmanns inn og sjá hvernig hægt er að rekja  sjálfan sig að þeirri manneskju. Ég fæ td. ekkert út úr því að setja Leif Eiríksson inn, en ég get rakið slóð mína frá manni til manns til Ingólfs Arnarsonar, Auðar Djúpúðgu, Bólu Hjálmars og til Ketils Flatnefs. Ég held að slíkar upplýsingar gerðu Íslendingasögurnar fyrir skólabörn enn meira spennandi. 

Frábært framtak!!

 


mbl.is Manntalið 1870 komið á netið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ágæti D-vítamíns

Mikið rætt um áhrif D-vítamíns á líkamann þessa dagana. Í morgunfréttunum var skýrt frá því að allt að 40-50%  Bandarískra barna þjáist af D-vítamín skorti. Ein aðal ástæðan er sú að börn eru ekki nógu mikið úti (sólin hjálpar líkamanum að framleiða D-vítamín). Sjónvarpsgláp, tölvu og vidio leikir eiga eflaust mikinn þátt í þessu.  Þegar börnin eru úti er okkur gjarnt að moða á þau þykku lagi af sólarvarnar kremi til að verja þau gegn húðkrabba, alaveganna hér (ég bý í Virginíu) þar sem sólin er hærra á lofti og geislarnir sterkari. Beinkröm og beinþynning  fer því miður vaxandi í börnum. Þetta hefur jafnvel komið fram í ungabörnum sem eru enn á brjósti. Ástæðan er einfaldlega sú að líkami  móðurinnar framleiðir ekki það D-vítamín sem barnið þarf að fá í gegnum móður mjólkina. Fyrr í vikunni kom fram að konur sem greinst höfðu með brjóst krabbamein höfðu oft lágt magn af D-vítamíni í líkamanum og karlmönnum er hættar við hjartaáfalli.  Ég læt með fylgja ágætis grein sem fróðlegt er að lesa.  http://www.vitamindcouncil.org/?gclid=CKeRtJDZ_pMCFQxbHgod7C7PWg

Hörmuleg endalok

Hvernig í veröldinni er hægt að  lýsa því yfir að vera sáttur við þessi hörmulegu endalok?  Það mátti nú  búast við að ísbjörninn væri magur eftir langt sund í sjónum og eflaust litla sem enga hvíld. Var ekki hægt að hlúa að dýrinu á meðan gert var við þófana og fljúga seinna með hann norður í íshaf? Mikið voru þetta dapurleg endalok á degi sem bar svo mikla von. 

Ansi er ég hrædd um að einhver hafi verið of fljótur á sér með þessa ákvörðun.

Kíkið á http://www.youtube.com/watch?v=JE-Nyt4Bmi8 eða þið getið líka farið aðeins neðar á síðunni minni og smellt beint á unaðslegan leik bjarndýra og hunda við norðurheimsskautið.


mbl.is Daprir en um leið sáttir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

litríkur klæðnaður

Rauðar gallabuxur og taskan hennar Önnu eru hreint æði. Og af því að hún Anna er að monta sig af rauðu skónum og fallegu töskunni frá Ungverjalandi má ég endilega til með að sýna mitt frá Ungverjalandi Smile

Þegar mamma var ung stúlka eignaðist hún tvær undur fallegar útsaumaðar blússur frá Ungverjalandi. Þegar mamma var 17 ára var hún send til London sem var ekki algengt fyrir ungar stúlkur á þeim tíma svo ég býst við að hún hafi keypt blússurnar á þeim tíma eða  hvort amma okkar Önnu sem ferðaðist mikið keypti þær eða hvernig það var.  'Eg notaði þær nokkrum sinnu sjálf á hippa tímabilinu en svo hef ég bara varðveitt þær síðan. 'Eg myndi áætla að þessar blússur séu að nálgast það að vera um 70 ára gamlar núna.  Þið getið smell á myndirnar til að sjá þær betur.

100_0350        100_0353


vel af sér vikið

Mikið var gleðilegt að lesa þessa frétt. 'Eg er svo fegin að ísbjörninn varð ekki að  ferðamanna gildru, lokaður inn í búri einhvernestaðar. Við megum vera stolt af því hvernig staðið er að þessum flutningi. Það getur verið vandasamt mál að deyfa dýr svo þau hljóti ekki skaða af svo ég fagna því að fagmaður var fengin til að deyfa bangsa. Eins finnst mér að þeir sem settu flugbann í kringum staðin sem ísbjörninn er á eiga mikið lof skilið. Ástæðulaust að skelka vesalings dýrið.

Mig langar til að vita hvort dýralæknir verði með í ferðinni til að kíkja á björninn? Rak hann hingað vegna lasleika? Oft þegar dýr eru flutt milli staða er sett á þau hálsband með senditæki á  sem síðan sendir frá sér upplýsingar um ferðir dýrisins. Þetta er oft gert í rannsóknarskini og gott að fylgjast með hegðun dýrsins á þann hátt.


mbl.is Björgunaraðgerðir undirbúnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verði þér að góðu bangsi minn

Þreyttur og svangur ferðalangur sem eflaust vildi helst geta komist aftur norður í íshaf. Skildi þetta vera tákn breyttra tíma til að vekja okkur til umhugsunar um hlýnun hafsins, hafísinn að bráðna, minna æti og þessi vesalings dýr eru að missa fótstöðu sína. 'Eg vona svo innilega að það fari betur fyrir bangsa heldur en þeim síðast.

Mig langar til að benda ykkur á að skoða ísbjarnar myndina á youtube hér fyrir neðan. En í öllum bænum farið samt að með gát, þetta er jú villt dýr. 


mbl.is Ísbjörn í æðarvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

undarlegar tilviljanir

Sl. fimmtudag (12 júní) var ár liðið frá því að pabbi dó og tvö ár og tíu dagar  frá því að mamma dó. 'Eg sakna þeirra mikið og það líður ekki sá dagur að ég hugsi ekki til þeirra. Þau áttu bæði langt og gott líf þó svo að það hafi stundum verið erfitt að mörgu leiti. Þau gerðu alltaf gott úr hlutunum.

Þarna sat ég við tölvuna og var að skoða myndir sem ég hafði tekið í gegnum árin og lét hugan dansa í gegnum bernsku árin í faðmi mömmu og pabba og seinna með þeim og börnunum mínum. Endurminningarnar eru hugljúfar. Það skiptir ekki máli hversu gamlir foreldrar okkar eru þegar þeir eru kvaddir í burt, það er alltaf erfitt að missa foreldra sína, hvað þá báða á stuttum tíma. Svo oft að ég hefði viljað segja þeim þetta eða hitt, jafnvel gripið í símann og áttað mig á að þau eru ekki lengur með okkur.

Nýr tölvupóstur birtist á skjánum frá vinkonu minni í Ohio. Hún sagði "ég missti mömmu mína í morgun". Móðir hennar hafði farið í smá kviðslits aðgerð, var á sjúkrahúsinu yfir nótt og hafði svo komið heim kvöldið áður en hún dó. Hún dó í svefni.  Það er engin aðgerð "lítil" sem gerð er á öldruðu fólki. Gamla konan hefur sennilega fengið blóðtappa eftir aðgerðina. Hún dó sama dag og ég missti föður minn fyrir ári síðan. 'Eg og vinkona mín berum sömu upphafsstafina og eiginmenn okkar bera einnig sömu upphafsstafina. Hún er fædd sama ár og maðurinn minn og ég er fædd sama ár og maðurinn hennar. Við eigum báðar tvo syni nema að ég á líka dóttir.   Mér fanst þetta skrýtin tilviljun að hún missti móðir sína þennan sama dag.

 


Hús fór á flot

Enn lamandi hiti hjá okkur. Þetta er fjórði dagurinn í röð að hitastigið er um og yfir 38° hér á austurströnd Bandaríkjanna. Vonandi kólnar einvað í kvöld, en við eigum vona á "kuldaskilum". Reyndar er svo heitt úti að maurarnir eru farnir að leita inn í loftkælinguna.  Miðað við það sem er að gerast í Wisconsin, þá held ég samt að ég haldi mig nú frekar við hitann. Lætin voru svo mikil að vatnið úr Delton vatninu tæmdist algerlega í Wisconsin ána, hús hreinlega rifnuðu í sundur og flutu á brott.  Delton vatnið er eitt af aðal ferðamannastöðunum í Wisconsin.  


Í Steikjandi hita

Við sem búum í norður hluta Virginíu og á Washington D.C. svæðinu erum vön stilltu og fallegu vori og hitinn fer yfirleitt ekki yfir 35°C fyrr en seint í júlí. Ekki aldeilis í ár. Þau 18 ár sem ég hef verið hérna man ég ekki eftir eins stormasömu vori og eins mörgum hvirfilbyls viðvörunum  eins og í ár.  Þessar viðvaranir sem voru áður fyrr einu sinni eða tvisvar yfir sumartímann liggur við að séu orðnar að vikulegum viðburði.

Sl miðvikudag beið ég í bílnum mínum með góða bók á meðan Erik minn var í skylmingum. Ég sá að dökk ský sigldu mjög hratt inn og var að spá í hvort ég ætti að fara inn eða ekki.  Úfin skýin gerðu himininn svo dimman að dagsbirtan varð að rökkri.  Rétt í því að Andrea mín hringdi í mig með nýjar viðvaranir gerði mikið hvassviðri og regnið slóst um að berja á bílinn minn. 'Eg ákvað að það yrði sennilega ekkert gaman að sitja í fljúgandi bíl ef hann tækist á loft svo ég hentist inn. Veðrið gekk yfir á hálftíma eða svo og í þetta skipti voru engar stór skemmdir nema póstkassar fuku út í veður og vind og tré brotnuðu eða hreinlega gengu upp úr votri jörðinni með rótum og öllu. Maí mánuður var einn blautasti maí mánuður síðan mælingar hófust.  Eins fauk hreiður úr einu trénu og ungarnir skullu í gangstéttina og ég þarf ekki að segja afleiðingarnar af því.  Hluti af bænum varð rafmagnslaus vegna þess að rafmagnslínur slitnuðu (furðulegt að Ameríkanar skuli ekki reyna að grafa þessar rafmagnslínur niður) og fólk hefur setið rafmagnslaust og án loftkælingar.

Í gær mældist hitinn 36°C sama sagan í dag og á morgun á hitinn að fara í 38° svo þegar rakinn í loftinu er settur inn í dæmið erum við að tala um hita vel yfir 40°C. Þetta er skelfilegt fyrir gamla fólkið sem oft hefur ekki efni á að halda loft kælingunni gangandi. 'A miðvikudaginn á hitinn að "detta" í 33° en spáin segir að það er ekki fyrr en 17 júní að búist sé við að hitastigið eigi að fara niður fyrir 30°, nákvæmlega 29°. Þetta virðist ætla að verða heldur heitt sumar framundan.


Bangsimon


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Erna Hákonardóttir Pomrenke
Erna Hákonardóttir Pomrenke

Þögull heili er byrjunin á dauðanum

ernahp@gmail.com

Nýjustu myndir

  • 100_1104
  • 100_1079
  • article-1109082-02FD57B3000005DC-983 468x310 popup
  • rauðkál, kartöflur og baunir átti eftir að láta sjá sig
  • 100_0952
  • Ekki má gleyma piparkökunum
  • 100 0951
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband